Lokað á Novaya Gazeta í Rússlandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. september 2022 12:16 Dmitry Muratov, ritstjóri Novaya Gazeta. Getty/Sefa Karacan Dómstóll í Rússlandi hefur svipt Novaya Gazeta, einn af síðustu frjálsu fjölmiðlum Rússlands, starfsleyfinu. Blaðið verður því að hætta allri sinni starfsemi í Rússlandi. Fjölmiðlaeftirlitsstofnunin Rozkomnadzor sakaði blaðið um að hafa ekki skilað inn tilskildum gögnum um eigendaskipti, sem gerð voru árið 2006. Dmitry Muratov, ritstjóri blaðsins og Nóbelsverðlaunahafi, sagði fyrir utan dómsal eftir að dómur var kveðinn upp að málið væri af pólitískum toga og engin lagastoð væri fyrir banninu. Forsvarsmenn blaðsins muni áfrýja niðurstöðunni. Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna sagði að uppkveðnum dómi að þetta væri enn eitt höggið á frjálsa fjölmiðla í landinu. Hún hvatti stjórnvöld í Moskvu til að standa vörð um fjölmiðlafrelsi. Novaya Gazeta hefur verið hornsteinn í rússneskri fjölmiðlun frá því að blaðið var stofnað árið 1993. Blaðið hefur haft ákveðna sérstöðu á rússneskum fjölmiðlamarkaði sem eitt helsta rannsóknarblað landsins og fyrir að hafa haldið úti starfsemi þrátt fyrir aðför rússneskra stjórnvalda að frjálsum fjölmiðlum. Blaðið hætti tímabundið allri starfsemi sinni innan landamæra Rússlands eftir að hafa fengið áminningu fyrir að hafa brotið lög um umfjöllun um stríðið í Úkraínu. Stjórnvöld hafa sett fjölmiðlum og almenningi miklar skorður þegar kemur að umfjöllun og umræðu um stríðið, sem hvorki má kalla stríð né innrás í Rússlandi. Síðan í mars hafa blaðamenn Novaya Gazeta haldið úti fréttaflutningi á internetinu en lokað hefur verið fyrir síðuna í Rússlandi. Muratov sjálfur er enn búsettur í Rússlandi og tók til að mynda stóran þátt í útför Mikhails Gorbachev, síðasta leiðtoga Sovétríkjanna, sem var góður vinur hans og stuðningsmaður. Það var Gorgbachev sjálfur sem fjármagnaði stofnun Novaya Gazeta á sínum tíma með peningum sem hann fékk þegar hann hlaut friðarverðlaun Nóbels. Rússland Fjölmiðlar Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Krefjast 24 ára dóms yfir fyrrverandi blaðamanni fyrir landráð Ríkissaksóknari í Rússlandi hefur krafist þess að fyrrverandi blaðamaðurinn Ivan Safronov, sem hefur verið ákærður fyrir landráð, verði dæmdur í 24 ára fangelsi. 31. ágúst 2022 06:49 Putin heldur áfram að ofsækja fjölmiðla Rússnesk stjórnvöld halda áfram að ofsækja fréttamenn og fjölmiðla sem voga sér að lýsa andstöðu við innrás Rússa í Úkraínu og kalla hana stríð en ekki sérstaka hernaðaraðgerð. Fjölmiðlaráð Rússlands hefur krafist þess að Hæstiréttur landsins afturkalli starfsleyfi vefútgáfu eina frjálsa dagblaðsins í landinu. 29. júlí 2022 13:13 Tileinkar friðarverðlaunin sex blaðamönnum hans sem voru myrtir Dmitry Muratov, blaðamaður og ritstjóri rússneska miðilsins Novaya Gazeta tileinkaði friðarverðlaun Nóbels sem hann hlaut í morgun þeim sex blaðamönnum sem hafa verið myrtir á meðan þau störfuðu fyrir hann í Rússlandi. 8. október 2021 16:58 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Fjölmiðlaeftirlitsstofnunin Rozkomnadzor sakaði blaðið um að hafa ekki skilað inn tilskildum gögnum um eigendaskipti, sem gerð voru árið 2006. Dmitry Muratov, ritstjóri blaðsins og Nóbelsverðlaunahafi, sagði fyrir utan dómsal eftir að dómur var kveðinn upp að málið væri af pólitískum toga og engin lagastoð væri fyrir banninu. Forsvarsmenn blaðsins muni áfrýja niðurstöðunni. Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna sagði að uppkveðnum dómi að þetta væri enn eitt höggið á frjálsa fjölmiðla í landinu. Hún hvatti stjórnvöld í Moskvu til að standa vörð um fjölmiðlafrelsi. Novaya Gazeta hefur verið hornsteinn í rússneskri fjölmiðlun frá því að blaðið var stofnað árið 1993. Blaðið hefur haft ákveðna sérstöðu á rússneskum fjölmiðlamarkaði sem eitt helsta rannsóknarblað landsins og fyrir að hafa haldið úti starfsemi þrátt fyrir aðför rússneskra stjórnvalda að frjálsum fjölmiðlum. Blaðið hætti tímabundið allri starfsemi sinni innan landamæra Rússlands eftir að hafa fengið áminningu fyrir að hafa brotið lög um umfjöllun um stríðið í Úkraínu. Stjórnvöld hafa sett fjölmiðlum og almenningi miklar skorður þegar kemur að umfjöllun og umræðu um stríðið, sem hvorki má kalla stríð né innrás í Rússlandi. Síðan í mars hafa blaðamenn Novaya Gazeta haldið úti fréttaflutningi á internetinu en lokað hefur verið fyrir síðuna í Rússlandi. Muratov sjálfur er enn búsettur í Rússlandi og tók til að mynda stóran þátt í útför Mikhails Gorbachev, síðasta leiðtoga Sovétríkjanna, sem var góður vinur hans og stuðningsmaður. Það var Gorgbachev sjálfur sem fjármagnaði stofnun Novaya Gazeta á sínum tíma með peningum sem hann fékk þegar hann hlaut friðarverðlaun Nóbels.
Rússland Fjölmiðlar Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Krefjast 24 ára dóms yfir fyrrverandi blaðamanni fyrir landráð Ríkissaksóknari í Rússlandi hefur krafist þess að fyrrverandi blaðamaðurinn Ivan Safronov, sem hefur verið ákærður fyrir landráð, verði dæmdur í 24 ára fangelsi. 31. ágúst 2022 06:49 Putin heldur áfram að ofsækja fjölmiðla Rússnesk stjórnvöld halda áfram að ofsækja fréttamenn og fjölmiðla sem voga sér að lýsa andstöðu við innrás Rússa í Úkraínu og kalla hana stríð en ekki sérstaka hernaðaraðgerð. Fjölmiðlaráð Rússlands hefur krafist þess að Hæstiréttur landsins afturkalli starfsleyfi vefútgáfu eina frjálsa dagblaðsins í landinu. 29. júlí 2022 13:13 Tileinkar friðarverðlaunin sex blaðamönnum hans sem voru myrtir Dmitry Muratov, blaðamaður og ritstjóri rússneska miðilsins Novaya Gazeta tileinkaði friðarverðlaun Nóbels sem hann hlaut í morgun þeim sex blaðamönnum sem hafa verið myrtir á meðan þau störfuðu fyrir hann í Rússlandi. 8. október 2021 16:58 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Krefjast 24 ára dóms yfir fyrrverandi blaðamanni fyrir landráð Ríkissaksóknari í Rússlandi hefur krafist þess að fyrrverandi blaðamaðurinn Ivan Safronov, sem hefur verið ákærður fyrir landráð, verði dæmdur í 24 ára fangelsi. 31. ágúst 2022 06:49
Putin heldur áfram að ofsækja fjölmiðla Rússnesk stjórnvöld halda áfram að ofsækja fréttamenn og fjölmiðla sem voga sér að lýsa andstöðu við innrás Rússa í Úkraínu og kalla hana stríð en ekki sérstaka hernaðaraðgerð. Fjölmiðlaráð Rússlands hefur krafist þess að Hæstiréttur landsins afturkalli starfsleyfi vefútgáfu eina frjálsa dagblaðsins í landinu. 29. júlí 2022 13:13
Tileinkar friðarverðlaunin sex blaðamönnum hans sem voru myrtir Dmitry Muratov, blaðamaður og ritstjóri rússneska miðilsins Novaya Gazeta tileinkaði friðarverðlaun Nóbels sem hann hlaut í morgun þeim sex blaðamönnum sem hafa verið myrtir á meðan þau störfuðu fyrir hann í Rússlandi. 8. október 2021 16:58