Lokað á Novaya Gazeta í Rússlandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. september 2022 12:16 Dmitry Muratov, ritstjóri Novaya Gazeta. Getty/Sefa Karacan Dómstóll í Rússlandi hefur svipt Novaya Gazeta, einn af síðustu frjálsu fjölmiðlum Rússlands, starfsleyfinu. Blaðið verður því að hætta allri sinni starfsemi í Rússlandi. Fjölmiðlaeftirlitsstofnunin Rozkomnadzor sakaði blaðið um að hafa ekki skilað inn tilskildum gögnum um eigendaskipti, sem gerð voru árið 2006. Dmitry Muratov, ritstjóri blaðsins og Nóbelsverðlaunahafi, sagði fyrir utan dómsal eftir að dómur var kveðinn upp að málið væri af pólitískum toga og engin lagastoð væri fyrir banninu. Forsvarsmenn blaðsins muni áfrýja niðurstöðunni. Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna sagði að uppkveðnum dómi að þetta væri enn eitt höggið á frjálsa fjölmiðla í landinu. Hún hvatti stjórnvöld í Moskvu til að standa vörð um fjölmiðlafrelsi. Novaya Gazeta hefur verið hornsteinn í rússneskri fjölmiðlun frá því að blaðið var stofnað árið 1993. Blaðið hefur haft ákveðna sérstöðu á rússneskum fjölmiðlamarkaði sem eitt helsta rannsóknarblað landsins og fyrir að hafa haldið úti starfsemi þrátt fyrir aðför rússneskra stjórnvalda að frjálsum fjölmiðlum. Blaðið hætti tímabundið allri starfsemi sinni innan landamæra Rússlands eftir að hafa fengið áminningu fyrir að hafa brotið lög um umfjöllun um stríðið í Úkraínu. Stjórnvöld hafa sett fjölmiðlum og almenningi miklar skorður þegar kemur að umfjöllun og umræðu um stríðið, sem hvorki má kalla stríð né innrás í Rússlandi. Síðan í mars hafa blaðamenn Novaya Gazeta haldið úti fréttaflutningi á internetinu en lokað hefur verið fyrir síðuna í Rússlandi. Muratov sjálfur er enn búsettur í Rússlandi og tók til að mynda stóran þátt í útför Mikhails Gorbachev, síðasta leiðtoga Sovétríkjanna, sem var góður vinur hans og stuðningsmaður. Það var Gorgbachev sjálfur sem fjármagnaði stofnun Novaya Gazeta á sínum tíma með peningum sem hann fékk þegar hann hlaut friðarverðlaun Nóbels. Rússland Fjölmiðlar Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Krefjast 24 ára dóms yfir fyrrverandi blaðamanni fyrir landráð Ríkissaksóknari í Rússlandi hefur krafist þess að fyrrverandi blaðamaðurinn Ivan Safronov, sem hefur verið ákærður fyrir landráð, verði dæmdur í 24 ára fangelsi. 31. ágúst 2022 06:49 Putin heldur áfram að ofsækja fjölmiðla Rússnesk stjórnvöld halda áfram að ofsækja fréttamenn og fjölmiðla sem voga sér að lýsa andstöðu við innrás Rússa í Úkraínu og kalla hana stríð en ekki sérstaka hernaðaraðgerð. Fjölmiðlaráð Rússlands hefur krafist þess að Hæstiréttur landsins afturkalli starfsleyfi vefútgáfu eina frjálsa dagblaðsins í landinu. 29. júlí 2022 13:13 Tileinkar friðarverðlaunin sex blaðamönnum hans sem voru myrtir Dmitry Muratov, blaðamaður og ritstjóri rússneska miðilsins Novaya Gazeta tileinkaði friðarverðlaun Nóbels sem hann hlaut í morgun þeim sex blaðamönnum sem hafa verið myrtir á meðan þau störfuðu fyrir hann í Rússlandi. 8. október 2021 16:58 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Fjölmiðlaeftirlitsstofnunin Rozkomnadzor sakaði blaðið um að hafa ekki skilað inn tilskildum gögnum um eigendaskipti, sem gerð voru árið 2006. Dmitry Muratov, ritstjóri blaðsins og Nóbelsverðlaunahafi, sagði fyrir utan dómsal eftir að dómur var kveðinn upp að málið væri af pólitískum toga og engin lagastoð væri fyrir banninu. Forsvarsmenn blaðsins muni áfrýja niðurstöðunni. Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna sagði að uppkveðnum dómi að þetta væri enn eitt höggið á frjálsa fjölmiðla í landinu. Hún hvatti stjórnvöld í Moskvu til að standa vörð um fjölmiðlafrelsi. Novaya Gazeta hefur verið hornsteinn í rússneskri fjölmiðlun frá því að blaðið var stofnað árið 1993. Blaðið hefur haft ákveðna sérstöðu á rússneskum fjölmiðlamarkaði sem eitt helsta rannsóknarblað landsins og fyrir að hafa haldið úti starfsemi þrátt fyrir aðför rússneskra stjórnvalda að frjálsum fjölmiðlum. Blaðið hætti tímabundið allri starfsemi sinni innan landamæra Rússlands eftir að hafa fengið áminningu fyrir að hafa brotið lög um umfjöllun um stríðið í Úkraínu. Stjórnvöld hafa sett fjölmiðlum og almenningi miklar skorður þegar kemur að umfjöllun og umræðu um stríðið, sem hvorki má kalla stríð né innrás í Rússlandi. Síðan í mars hafa blaðamenn Novaya Gazeta haldið úti fréttaflutningi á internetinu en lokað hefur verið fyrir síðuna í Rússlandi. Muratov sjálfur er enn búsettur í Rússlandi og tók til að mynda stóran þátt í útför Mikhails Gorbachev, síðasta leiðtoga Sovétríkjanna, sem var góður vinur hans og stuðningsmaður. Það var Gorgbachev sjálfur sem fjármagnaði stofnun Novaya Gazeta á sínum tíma með peningum sem hann fékk þegar hann hlaut friðarverðlaun Nóbels.
Rússland Fjölmiðlar Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Krefjast 24 ára dóms yfir fyrrverandi blaðamanni fyrir landráð Ríkissaksóknari í Rússlandi hefur krafist þess að fyrrverandi blaðamaðurinn Ivan Safronov, sem hefur verið ákærður fyrir landráð, verði dæmdur í 24 ára fangelsi. 31. ágúst 2022 06:49 Putin heldur áfram að ofsækja fjölmiðla Rússnesk stjórnvöld halda áfram að ofsækja fréttamenn og fjölmiðla sem voga sér að lýsa andstöðu við innrás Rússa í Úkraínu og kalla hana stríð en ekki sérstaka hernaðaraðgerð. Fjölmiðlaráð Rússlands hefur krafist þess að Hæstiréttur landsins afturkalli starfsleyfi vefútgáfu eina frjálsa dagblaðsins í landinu. 29. júlí 2022 13:13 Tileinkar friðarverðlaunin sex blaðamönnum hans sem voru myrtir Dmitry Muratov, blaðamaður og ritstjóri rússneska miðilsins Novaya Gazeta tileinkaði friðarverðlaun Nóbels sem hann hlaut í morgun þeim sex blaðamönnum sem hafa verið myrtir á meðan þau störfuðu fyrir hann í Rússlandi. 8. október 2021 16:58 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Krefjast 24 ára dóms yfir fyrrverandi blaðamanni fyrir landráð Ríkissaksóknari í Rússlandi hefur krafist þess að fyrrverandi blaðamaðurinn Ivan Safronov, sem hefur verið ákærður fyrir landráð, verði dæmdur í 24 ára fangelsi. 31. ágúst 2022 06:49
Putin heldur áfram að ofsækja fjölmiðla Rússnesk stjórnvöld halda áfram að ofsækja fréttamenn og fjölmiðla sem voga sér að lýsa andstöðu við innrás Rússa í Úkraínu og kalla hana stríð en ekki sérstaka hernaðaraðgerð. Fjölmiðlaráð Rússlands hefur krafist þess að Hæstiréttur landsins afturkalli starfsleyfi vefútgáfu eina frjálsa dagblaðsins í landinu. 29. júlí 2022 13:13
Tileinkar friðarverðlaunin sex blaðamönnum hans sem voru myrtir Dmitry Muratov, blaðamaður og ritstjóri rússneska miðilsins Novaya Gazeta tileinkaði friðarverðlaun Nóbels sem hann hlaut í morgun þeim sex blaðamönnum sem hafa verið myrtir á meðan þau störfuðu fyrir hann í Rússlandi. 8. október 2021 16:58