Erlent

Segir kveðju­at­höfn Gor­bat­sjov hafa verið virðu­lega og við­eig­andi

Ellen Geirsdóttir Håkansson og Árni Sæberg skrifa
Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Rússlandi, vottaði Gorbatsjov virðingu sína í morgun. Með houm á myndinni er Kristín Halla Kristinsdóttir, sendiráðunautur.
Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Rússlandi, vottaði Gorbatsjov virðingu sína í morgun. Með houm á myndinni er Kristín Halla Kristinsdóttir, sendiráðunautur. Utanríkisráðuneytið

Sendiherra Íslands í Rússlandi, Árni Þór Sigurðsson var viðstaddur kveðjuathöfn sem haldin var í gær til heiðurs Míkhaíl Gorbatsjov sem lést nú á dögunum, 91 árs. Árni segir athöfnina hafa verið virðulega og viðeigandi.

„Hún var ekki á vegum ríkisins en það var svona ýmislegt yfirbragð þesslegt samt og staðinn heiðursvörður og það voru auðvitað bara mjög langar raðir fólks sem vildi koma og votta honum virðingu sína,“ segir Árni í samtali við fréttastofu.

Árni segir mikinn fjölda fólks hafa verið á staðnum og langar raðir af fólki sem vildi votta Gorbatsjov virðingu sína. Útförin hafi hins vegar ekki verið opinber og því engum þjóðarleiðtogum boðið. Hann segir þó að forsætisráðherra Ungverjalands, Viktor Orban hafi mætt. Útförin sjálf hafi verið haldin eftir kveðjuathöfnina fyrir nánustu fjölskyldu og vini.

„Þarna var nánasta fjölskylda hans, hún sat þarna á fremsta bekk við kistuna og eftir að hafa lagt niður blóm að þá gafst okkur kostur á að votta þeim samúð,“ segir Árni um kveðjuathöfnina.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×