Innlent

Aldrei fleiri mætt á Ljósa­nótt

Ellen Geirsdóttir Håkansson og Fanndís Birna Logadóttir skrifa
Tómas Young, framkvæmdastjóri Hljómahallar og Guðlaug María Lewis, menningarfulltrúi og verkefnastjóri Ljósanætur.
Tómas Young, framkvæmdastjóri Hljómahallar og Guðlaug María Lewis, menningarfulltrúi og verkefnastjóri Ljósanætur.

Það var sannkölluð hátíðarstemmning í Reykjanesbæ þar sem Ljósanótt náði hámarki í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem hátíðin fer fram en henni var aflýst síðustu tvö ár vegna kórónuveirufaraldursins.

Guðlaug María Lewis, menningarfulltrúi og verkefnastjóri Ljósanætur segir stórkostlegt að fá loksins að halda Ljósanótt eftir tvær mislukkaðar tilraunir.

„Nú tókst þetta svo um munar, það er allt með okkur í liði,“ segir Guðlaug.

Hún segist halda að óhætt sé að halda því fram að aldrei hafi fleiri látið sjá sig á Ljósanótt.

Dagskrá Ljósanætur var troðfull af skemmtiatriðum, hljómsveitin FLOTT var á dagskrá, Bubbi Morthens tryllti lýðinn, flugeldasýning skemmti mannskapnum og dagskrá á stóra sviðinu lauk á rapparanum Birni.

Tómas Young, framkvæmdastjóri Hljómahallar segir mikla stemmingu vera á svæðinu.

„Fólk er búið að bíða lengi eftir því að fá að koma á þessa tónleika og koma hérna í kvöld,“ segir Tómas.

Dagskrá Ljósanætur er þó ekki lokið en boðið verður upp á allskonar skemmtilegt út morgundaginn. Dagskrána má sjá hér




Fleiri fréttir

Sjá meira


×