Sitja uppi með stóra skuld eftir andlát sonar síns Valur Páll Eiríksson skrifar 29. ágúst 2022 08:32 Bangladesinn Mohammad Shahid Miah er á meðal þúsunda farandverkamanna sem hafa látið lífið við uppbygginguna fyrir HM í Katar. Skjáskot Sænska fjölmiðlafyrirtækið Blankspot hefur opnað vefsíðu sem ber heitið Spjöldin í Katar (e. Cards of Qatar) þar sem fjölmargra verkamanna sem létust við uppbyggingu komandi heimsmeistaramóts í fótbolta er minnst. Síðan er sett upp í stíl fótboltaspjalda sem oft eru vinsæl í kringum heimsmeistaramót. Í stað þess að leikmenn prýði spjöldin eru það látnir verkamenn og saga þeirra sögð í von um að vekja frekari athygli á voðaverkum sem hafa farið fram til að byggja upp dýrasta heimsmeistaramót allra tíma. The Guardian greindi frá því í febrúar í fyrra að allavega 6.500 verkamenn hefðu látið lífið við uppbygginguna í Katar. „Þessir verkamenn eru ekki bara einhver tölfræði. Þeirra sögur verða að heyrast,“ er haft eftir Martin Schibbye, ritstjóra og annars stofnenda Blankspot. Mohammad Shahid Miah frá Bangladesh er á meðal þeirra sem er minnst á síðunni. Hann lést 29 ára að aldri í hitteðfyrra. „Gríðarlegar rigningar í Katar haustið 2020 voru dauðadómur Mohammad. Vatnið rann inn á gólf í híbýli hans og náði í rafmagnssnúrur. Þegar hann steig á blautt gólfið varð hann fyrir raflosti og lést. Mohammad hafði borgað ráðningarfyrirtæki 4.800 dollara [tæplega 700 þúsund krónur] fyrir starfið í Katar. Skuldin stendur eftir og foreldrar hans þurfa nú að greiða hana. Faðir hans segir fjölskylduna enn bíða bóta frá ríkinu,“ Landa hans frá Bangladesh, Mohammad Russel Parvez, er einnig minnst: „Lík Mohammad fannst í ruslatunnu í Katar örfáum dögum fyrir jól árið 2020. Hann var 33 ára einkasonur. Shirina Akhter Banu, móðir hans, tók við líki hans í þorpi þeirra, Doulatpur, í vestur Bangladesh um mánuði síðar. Hann vann byggingaverkamaður og féll af tíu hæða húsi, samkvæmt móður hans,“ Fjölmargra annarra er minnst á síðunni, flestir frá Indlandi, Nepal eða Bangladesh. Mörg þeirra létust úr hjartaáfalli þrátt fyrir enga sögu um hjartasjúkdóma, þar sem hita og álagi er kennt um. Hér má nálgast spjöldin frá Katar. Katar HM 2022 í Katar FIFA Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira
Síðan er sett upp í stíl fótboltaspjalda sem oft eru vinsæl í kringum heimsmeistaramót. Í stað þess að leikmenn prýði spjöldin eru það látnir verkamenn og saga þeirra sögð í von um að vekja frekari athygli á voðaverkum sem hafa farið fram til að byggja upp dýrasta heimsmeistaramót allra tíma. The Guardian greindi frá því í febrúar í fyrra að allavega 6.500 verkamenn hefðu látið lífið við uppbygginguna í Katar. „Þessir verkamenn eru ekki bara einhver tölfræði. Þeirra sögur verða að heyrast,“ er haft eftir Martin Schibbye, ritstjóra og annars stofnenda Blankspot. Mohammad Shahid Miah frá Bangladesh er á meðal þeirra sem er minnst á síðunni. Hann lést 29 ára að aldri í hitteðfyrra. „Gríðarlegar rigningar í Katar haustið 2020 voru dauðadómur Mohammad. Vatnið rann inn á gólf í híbýli hans og náði í rafmagnssnúrur. Þegar hann steig á blautt gólfið varð hann fyrir raflosti og lést. Mohammad hafði borgað ráðningarfyrirtæki 4.800 dollara [tæplega 700 þúsund krónur] fyrir starfið í Katar. Skuldin stendur eftir og foreldrar hans þurfa nú að greiða hana. Faðir hans segir fjölskylduna enn bíða bóta frá ríkinu,“ Landa hans frá Bangladesh, Mohammad Russel Parvez, er einnig minnst: „Lík Mohammad fannst í ruslatunnu í Katar örfáum dögum fyrir jól árið 2020. Hann var 33 ára einkasonur. Shirina Akhter Banu, móðir hans, tók við líki hans í þorpi þeirra, Doulatpur, í vestur Bangladesh um mánuði síðar. Hann vann byggingaverkamaður og féll af tíu hæða húsi, samkvæmt móður hans,“ Fjölmargra annarra er minnst á síðunni, flestir frá Indlandi, Nepal eða Bangladesh. Mörg þeirra létust úr hjartaáfalli þrátt fyrir enga sögu um hjartasjúkdóma, þar sem hita og álagi er kennt um. Hér má nálgast spjöldin frá Katar.
Katar HM 2022 í Katar FIFA Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira