Sitja uppi með stóra skuld eftir andlát sonar síns Valur Páll Eiríksson skrifar 29. ágúst 2022 08:32 Bangladesinn Mohammad Shahid Miah er á meðal þúsunda farandverkamanna sem hafa látið lífið við uppbygginguna fyrir HM í Katar. Skjáskot Sænska fjölmiðlafyrirtækið Blankspot hefur opnað vefsíðu sem ber heitið Spjöldin í Katar (e. Cards of Qatar) þar sem fjölmargra verkamanna sem létust við uppbyggingu komandi heimsmeistaramóts í fótbolta er minnst. Síðan er sett upp í stíl fótboltaspjalda sem oft eru vinsæl í kringum heimsmeistaramót. Í stað þess að leikmenn prýði spjöldin eru það látnir verkamenn og saga þeirra sögð í von um að vekja frekari athygli á voðaverkum sem hafa farið fram til að byggja upp dýrasta heimsmeistaramót allra tíma. The Guardian greindi frá því í febrúar í fyrra að allavega 6.500 verkamenn hefðu látið lífið við uppbygginguna í Katar. „Þessir verkamenn eru ekki bara einhver tölfræði. Þeirra sögur verða að heyrast,“ er haft eftir Martin Schibbye, ritstjóra og annars stofnenda Blankspot. Mohammad Shahid Miah frá Bangladesh er á meðal þeirra sem er minnst á síðunni. Hann lést 29 ára að aldri í hitteðfyrra. „Gríðarlegar rigningar í Katar haustið 2020 voru dauðadómur Mohammad. Vatnið rann inn á gólf í híbýli hans og náði í rafmagnssnúrur. Þegar hann steig á blautt gólfið varð hann fyrir raflosti og lést. Mohammad hafði borgað ráðningarfyrirtæki 4.800 dollara [tæplega 700 þúsund krónur] fyrir starfið í Katar. Skuldin stendur eftir og foreldrar hans þurfa nú að greiða hana. Faðir hans segir fjölskylduna enn bíða bóta frá ríkinu,“ Landa hans frá Bangladesh, Mohammad Russel Parvez, er einnig minnst: „Lík Mohammad fannst í ruslatunnu í Katar örfáum dögum fyrir jól árið 2020. Hann var 33 ára einkasonur. Shirina Akhter Banu, móðir hans, tók við líki hans í þorpi þeirra, Doulatpur, í vestur Bangladesh um mánuði síðar. Hann vann byggingaverkamaður og féll af tíu hæða húsi, samkvæmt móður hans,“ Fjölmargra annarra er minnst á síðunni, flestir frá Indlandi, Nepal eða Bangladesh. Mörg þeirra létust úr hjartaáfalli þrátt fyrir enga sögu um hjartasjúkdóma, þar sem hita og álagi er kennt um. Hér má nálgast spjöldin frá Katar. Katar HM 2022 í Katar FIFA Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins Sjá meira
Síðan er sett upp í stíl fótboltaspjalda sem oft eru vinsæl í kringum heimsmeistaramót. Í stað þess að leikmenn prýði spjöldin eru það látnir verkamenn og saga þeirra sögð í von um að vekja frekari athygli á voðaverkum sem hafa farið fram til að byggja upp dýrasta heimsmeistaramót allra tíma. The Guardian greindi frá því í febrúar í fyrra að allavega 6.500 verkamenn hefðu látið lífið við uppbygginguna í Katar. „Þessir verkamenn eru ekki bara einhver tölfræði. Þeirra sögur verða að heyrast,“ er haft eftir Martin Schibbye, ritstjóra og annars stofnenda Blankspot. Mohammad Shahid Miah frá Bangladesh er á meðal þeirra sem er minnst á síðunni. Hann lést 29 ára að aldri í hitteðfyrra. „Gríðarlegar rigningar í Katar haustið 2020 voru dauðadómur Mohammad. Vatnið rann inn á gólf í híbýli hans og náði í rafmagnssnúrur. Þegar hann steig á blautt gólfið varð hann fyrir raflosti og lést. Mohammad hafði borgað ráðningarfyrirtæki 4.800 dollara [tæplega 700 þúsund krónur] fyrir starfið í Katar. Skuldin stendur eftir og foreldrar hans þurfa nú að greiða hana. Faðir hans segir fjölskylduna enn bíða bóta frá ríkinu,“ Landa hans frá Bangladesh, Mohammad Russel Parvez, er einnig minnst: „Lík Mohammad fannst í ruslatunnu í Katar örfáum dögum fyrir jól árið 2020. Hann var 33 ára einkasonur. Shirina Akhter Banu, móðir hans, tók við líki hans í þorpi þeirra, Doulatpur, í vestur Bangladesh um mánuði síðar. Hann vann byggingaverkamaður og féll af tíu hæða húsi, samkvæmt móður hans,“ Fjölmargra annarra er minnst á síðunni, flestir frá Indlandi, Nepal eða Bangladesh. Mörg þeirra létust úr hjartaáfalli þrátt fyrir enga sögu um hjartasjúkdóma, þar sem hita og álagi er kennt um. Hér má nálgast spjöldin frá Katar.
Katar HM 2022 í Katar FIFA Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins Sjá meira