Viðskipti innlent

Tekur við sem for­stjóri EY á Ís­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Guðjón Norðfjörð.
Guðjón Norðfjörð. EY

Guðjón Norðfjörð hefur verið ráðinn forstjóri EY á Íslandi. Hann tekur við starfinu af Margréti Pétursdóttur, sem hefur verið forstjóri síðastliðin þrjú ár og mun hún nú vinna að því að koma nýjum forstjóra inn í starfið.

Frá þessu segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. „Margrét hefur m.a. innleitt nýjar þjónustulínur og nýja stefnu EY þar sem lögð er áhersla á langtímavirði í öllu sem gert er og mun Guðjón taka við keflinu og halda þeirri góðu vinnu áfram. 

Guðjón er einn af eigendum EY og hefur starfað hjá félaginu frá stofnun þess á Íslandi í desember 2002. Hann er viðskiptafræðingur af reikningshalds- og endurskoðunarsviði frá Háskóla Íslands og hefur á sínum starfsferli unnið á flestum sviðum félagsins og komið að þróun þess og uppbyggingu frá stofnun, ásamt því að veita fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum þjónustu. 

Guðjón hefur síðastliðin ár verið sviðsstjóri rekstrarráðgjafar og viðskiptaþjónustu, en þar á undan var hann sviðsstjóri fyrirtækjaráðgjafar. Hann hefur yfir 25 ára reynslu af reikningsskilum, endurskoðun, ráðgjöf á sviði fjármála og rekstrar, ásamt ýmsum úttektum, rannsóknum, matsmálum og fleiru. Hann þekkir því innviði félagsins og alla þjónustuþætti starfseminnar mjög vel. 

Guðjón er kvæntur Örnu Hansen og eiga þau þrjú börn,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×