Snýst ekki aðeins um að ríða hratt heldur ríða rétt Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. ágúst 2022 11:15 Marjon Pasmooij á Karítas frá Kirkjufelli og Karri Bruskotter á Skuld frá Stokkseyri koma í mark við Gunnarsholt í gær. Sex knapar, fjórir erlendir og tveir íslenskir, keppa nú í þolreiðum á hálendi Íslands - á baki íslenska hestsins. Skipuleggjendur þvertaka fyrir að velferð hestanna sé stefnt í hættu með fyrirkomulagi keppninnar; hún snúist ekki aðeins um að ríða hratt heldur ríða rétt. Hvert lið samanstendur af knapa, tveimur aðstoðarmönnum og þremur hestum. Á fyrsta keppnisdegi í gær var riðið um Landsveit, frá Skarði að Gunnarsholti. Hermann Árnason, úr liði Líflands, leiddi eftir daginn með einnar mínútu forskot á næsta knapa. Ekki er farið hratt yfir en sigurvegarinn verður þó á endanum sá sem klárar á stystum tíma. „Þrír dagar eftir, það getur allt gerst og mjótt á munum,“ segir Berglind Karlsdóttir, framkvæmdastjóri Landssambands hestamannafélaga, en fréttastofa náði tali af henni á þolreiðarslóðum við Landmannahelli í morgun. Borið hefur á gagnrýni í garð keppninnar af hálfu dýraverndarsamtaka í aðdraganda hennar; því haldið fram að velferð hestanna sé ekki gætt nægilega vel en riðnir eru tveir 35 kílómetra leggir á dag. Berglind segir hins vegar ítrustu varúðar gætt. „Dýralæknir er með í för og það var gerð dýralæknaskoðun í upphafi keppni þar sem farið var yfir ástand hestanna. Svo í lok hvers leggjar er gerð ítarleg dýralæknaskoðun, mældur púls og áverkaskoðun, og fyllsta öryggis gætt með hestana,“ segir Berglind. Knapar fái refsistig, mælist púls hestanna of hár í lok reiðar. „Og ef einhverjir áverkar sjást. Og ef það er alvarlegt eru hestarnir úr leik. En það hefur ekki gerst enn þá,“ segir Berglind. Björk Jakobsdóttir er leiðsögumaður í þolreið Landssambands hestamannafélaga.Vísir/Vilhelm Björk Jakobsdóttir, leikstjóri og leiðsögumaður í þolreiðinni, slær einnig á áhyggjur dýraverndunarsinna. „Mér finnst þetta bara ofsalega skemmtilegt og fróðlegt að fá að taka þátt í þessu. Ég hefði ekki gert það nema vitandi það að velferð dýranna er í fyrirrúmi. Þetta snýst ekki bara um að ríða hratt. Þetta snýst um að ríða rétt,“ segir Björk. Hestar Hestaíþróttir Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Óttast velferð íslenskra hesta í þolreið um hálendið næstu daga Dýraverndarsamband Íslands telur velferð hesta ekki gætt í þolreiðarkeppninni Survive Iceland sem hefst á morgun. Um er að ræða 270 kílómetra þolreið um suðurhálendið sem stendur yfir í fjóra daga. 24. ágúst 2022 14:30 Ætlar Landssamband hestamanna að hygla illri meðferð á hestum? Undanfarin ár hefur verið aukin vakning á meðal hestamanna hvað varðar velferð hesta og bæting verið á mörgum sviðum í þágu velferðar hesta. Mikilvægt er að sú þróun haldi áfram innan hestaíþróttarinnar. 14. desember 2021 14:00 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Hvert lið samanstendur af knapa, tveimur aðstoðarmönnum og þremur hestum. Á fyrsta keppnisdegi í gær var riðið um Landsveit, frá Skarði að Gunnarsholti. Hermann Árnason, úr liði Líflands, leiddi eftir daginn með einnar mínútu forskot á næsta knapa. Ekki er farið hratt yfir en sigurvegarinn verður þó á endanum sá sem klárar á stystum tíma. „Þrír dagar eftir, það getur allt gerst og mjótt á munum,“ segir Berglind Karlsdóttir, framkvæmdastjóri Landssambands hestamannafélaga, en fréttastofa náði tali af henni á þolreiðarslóðum við Landmannahelli í morgun. Borið hefur á gagnrýni í garð keppninnar af hálfu dýraverndarsamtaka í aðdraganda hennar; því haldið fram að velferð hestanna sé ekki gætt nægilega vel en riðnir eru tveir 35 kílómetra leggir á dag. Berglind segir hins vegar ítrustu varúðar gætt. „Dýralæknir er með í för og það var gerð dýralæknaskoðun í upphafi keppni þar sem farið var yfir ástand hestanna. Svo í lok hvers leggjar er gerð ítarleg dýralæknaskoðun, mældur púls og áverkaskoðun, og fyllsta öryggis gætt með hestana,“ segir Berglind. Knapar fái refsistig, mælist púls hestanna of hár í lok reiðar. „Og ef einhverjir áverkar sjást. Og ef það er alvarlegt eru hestarnir úr leik. En það hefur ekki gerst enn þá,“ segir Berglind. Björk Jakobsdóttir er leiðsögumaður í þolreið Landssambands hestamannafélaga.Vísir/Vilhelm Björk Jakobsdóttir, leikstjóri og leiðsögumaður í þolreiðinni, slær einnig á áhyggjur dýraverndunarsinna. „Mér finnst þetta bara ofsalega skemmtilegt og fróðlegt að fá að taka þátt í þessu. Ég hefði ekki gert það nema vitandi það að velferð dýranna er í fyrirrúmi. Þetta snýst ekki bara um að ríða hratt. Þetta snýst um að ríða rétt,“ segir Björk.
Hestar Hestaíþróttir Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Óttast velferð íslenskra hesta í þolreið um hálendið næstu daga Dýraverndarsamband Íslands telur velferð hesta ekki gætt í þolreiðarkeppninni Survive Iceland sem hefst á morgun. Um er að ræða 270 kílómetra þolreið um suðurhálendið sem stendur yfir í fjóra daga. 24. ágúst 2022 14:30 Ætlar Landssamband hestamanna að hygla illri meðferð á hestum? Undanfarin ár hefur verið aukin vakning á meðal hestamanna hvað varðar velferð hesta og bæting verið á mörgum sviðum í þágu velferðar hesta. Mikilvægt er að sú þróun haldi áfram innan hestaíþróttarinnar. 14. desember 2021 14:00 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Óttast velferð íslenskra hesta í þolreið um hálendið næstu daga Dýraverndarsamband Íslands telur velferð hesta ekki gætt í þolreiðarkeppninni Survive Iceland sem hefst á morgun. Um er að ræða 270 kílómetra þolreið um suðurhálendið sem stendur yfir í fjóra daga. 24. ágúst 2022 14:30
Ætlar Landssamband hestamanna að hygla illri meðferð á hestum? Undanfarin ár hefur verið aukin vakning á meðal hestamanna hvað varðar velferð hesta og bæting verið á mörgum sviðum í þágu velferðar hesta. Mikilvægt er að sú þróun haldi áfram innan hestaíþróttarinnar. 14. desember 2021 14:00