Dýralæknar mátu að aflífa þyrfti Kasper eftir að hann beit mann „mjög illa“ í hendina Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. ágúst 2022 15:18 Að sögn lögreglu mátu dýralæknar og dýraeftirlitsmaður það svo að aflífa þyrfti hundinn Kasper eftir að hann beit 87 ára gamlan mann alvarlega í hendina. Samsett/Vísir Lögregla segir að hundur fjölskyldu á Siglufirði hafi bitið gamlan mann „mjög illa“ í hendina að ástæðulausu, hann hafi verið ógn við nágranna sína „í langan tíma“ og að dýraeftirlitsmaður og dýralæknar hafi metið það svo að aflífa þyrfti hundinn. Hundurinn Kasper, sem er blanda af Boxer, Border Collie og Shar-Pei, beit mann á bensínstöðinni Olís á Siglufirði á fimmtudag. Kvöldið eftir kom lögreglan heim til fjölskyldu hundsins og tók hann. Díana Mirela, eigandi hundsins, segir að lögreglan hafi þá ekki gefið fjölskyldunni nein svör um hvað yrði um hundinn. Klukkutíma síðar hafi fjölskyldan fengið símtal frá lögreglunni þar sem þeim var tjáð að hundurinn hefði verið fluttur til Akureyrar og að það ætti að aflífa hann. Því hafi fjölskyldan ekki fengið að kveðja hundinn. Jafnframt telur Díana að lögreglan hafi sleppt því að setja hundinn í geðmat til að meta hvort þyrfti að aflífa hann eða ekki. Þá segir hún að fjölskyldan hafi ekkert heyrt frá lögreglunni eftir að hundurinn var tekinn af lífi. Kasper hafði verið með fjölskyldunni í níu ár. Hafi verið „ógn við nágrannana í langan tíma“ Blaðamaður hafði samband við Eyþór Þórbergsson, aðstoðarsaksóknara og staðgengil lögreglustjóra á Norðurlandi eystra, með tölvupósti til að fá skýringar á máli hundsins og aðgerðum lögreglu. Í svari Eyþórs til blaðamanns sagði hann að hundurinn hafi bitið 87 ára gamlan mann „mjög illa í hendina án þess að gamli maðurinn hefði á nokkurn hátt nálgast hundinn.“ Jafnframt stóð í svari Eyþórs að hundurinn hafi verið „ógn við nágrannana í langan tíma“. Þá segir í póstinum að „Dýraeftirlitsmaðurinn á Siglufirði og dýralæknir og héraðsdýralæknir á svæðinu“ hafi metið hundinn hættulegan og hafi metið það svo að það þyrfti að aflífa hann. Þess vegna hafi hundurinn verið svæfður. Í samráði við dýralækna mat dýraeftirlitsmaður Fjallabyggðar það svo að aflífa þyrfti Kasper.Vísir/Egill Eyþór benti blaðamanni svo á að hafa samband við dýraeftirlitsmann Fjallabyggðar og héraðsdýralækni fyrir frekari upplýsingar um málið. Blaðamaður spurði Eyþór einnig út í lýsingar fjölskyldunnar á skorti á samskiptum lögreglunnar við fjölskylduna, fyrir og eftir aflífun hundsins. Hann sagðist þá vita að fjölskyldunni hafi verið gefið tækifæri til að kveðja hundinn en þau hafi ekki viljað það. Þegar þessi orð voru borin undir Díönu sagði hún það ekki rétt, fjölskyldunni hefði ekki gefist kostur á að kveðja hundinn. Þá fannst henni undarlegt að heyra að dýralæknar hefðu framkvæmt mat á hundinum á jafn stuttum tíma og það tók. Ákvörðun tekin í samráði við dýralækna og lögreglu Þegar blaðamaður spurði héraðsdýralækni í umdæmi Norðurlands eystra út í málið sagði fulltrúi embættisins hins vegar „Enginn frá umdæmi héraðsdýralæknis kom að þessu máli“. Ármann Viðar Sigurðsson, deildarstjóri tæknideildar Fjallabyggðar, staðfesti að héraðsdýralæknir hefði ekki komið nálægt málinu heldur heyrði málaflokkurinn undir sveitarfélag Fjallabyggðar. Síðasti dýraeftirlitsmaður Fjallabyggðar var, að sögn Ármanns, kominn á aldur og hættur og ekki væri enn búið að setja hlutverk eftirlitsmanns inn í starfslýsingu nýs starfsmanns. Þar af leiðandi heyrði málaflokkurinn undir deild Ármanns sem tók ákvörðunin í samráði við tvo dýralækna og lögregluna. Ármann segir enn fremur „í allri ákvarðanatöku í þessu máli var farið í einu og öllu eftir samþykkt um hundahald í Fjallabyggð.“ Í tíundu og elleftu grein þeirrar samþykktar standi skýrt hvernig eigi að taka á málum sem þessum. „Öll ákvarðanataka sem tekin var, miðast við samþykktina,“ sagði hann enn fremur en vildi þess utan ekki tjá sig frekar um málið. Samþykkt um hundahald í Fjallabyggð Í tíundu grein samþykktar Fjallabyggðar um hundahald sem ber heitið Árásarhundar og aðrir hættulegir hundar segir: „Hunda sem hætta er talin stafa af og hunda sem ráðast á menn eða skepnur, skal tilkynna til lögreglu þegar í stað, fjarlægja þegar í stað og færa í vörslu hundaeftirlitsmanns. Séu hundar teknir í vörslu taka lögreglustjóri og hundaeftirlitsmaður ákvörðun um það hvernig með þá skuli farið.“ Þá segir einnig „Heimilt er að afturkalla leyfi og fyrirskipa aflífun hættulegs hunds, að höfðu samráði við dýralækni“ en að sögn Ármanns var haft samráð við tvo dýralækna þegar ákvörðunin var tekin. Í elleftu grein samþykktarinnar, Handsömun og geymsla hunda, stendur „Eigandi hunds, sem aflífa þarf samkvæmt framansögðu, skal bera kostnað af handsömun, geymslu og fóðrun hans fram að aflífun, sem og kostnað af aflífun hjá dýralækni.“ Dýr Gæludýr Fjallabyggð Hundar Tengdar fréttir Í sárum eftir að hundurinn var aflífaður án nokkurs fyrirvara Hundur fjölskyldu á Siglufirði var aflífaður á föstudaginn, einum og hálfum tíma eftir að hann var tekinn af þeim. Hundurinn var ekki settur í geðmat líkt og Heilbrigðiseftirlitið fer fram á. Fjölskyldan segist ekki hafa fengið að vita að það ætti að aflífa hann fyrr aðgerðin var þegar hafin í öðru bæjarfélagi. 22. ágúst 2022 17:14 „Allt við þetta mál er fyrir neðan allar hellur“ Fyrrverandi formaður Dýraverndarsambands Íslands segir fyrir neðan allar hellur að hundur á Siglufirði hafi verið aflífaður innan við tveimur tímum eftir að hann var tekinn frá fjölskyldu sinni. Reglur sveitarfélaga um hvernig haga eigi gæludýramálum séu ekki samræmdar, sem sé miður. 23. ágúst 2022 13:29 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Hundurinn Kasper, sem er blanda af Boxer, Border Collie og Shar-Pei, beit mann á bensínstöðinni Olís á Siglufirði á fimmtudag. Kvöldið eftir kom lögreglan heim til fjölskyldu hundsins og tók hann. Díana Mirela, eigandi hundsins, segir að lögreglan hafi þá ekki gefið fjölskyldunni nein svör um hvað yrði um hundinn. Klukkutíma síðar hafi fjölskyldan fengið símtal frá lögreglunni þar sem þeim var tjáð að hundurinn hefði verið fluttur til Akureyrar og að það ætti að aflífa hann. Því hafi fjölskyldan ekki fengið að kveðja hundinn. Jafnframt telur Díana að lögreglan hafi sleppt því að setja hundinn í geðmat til að meta hvort þyrfti að aflífa hann eða ekki. Þá segir hún að fjölskyldan hafi ekkert heyrt frá lögreglunni eftir að hundurinn var tekinn af lífi. Kasper hafði verið með fjölskyldunni í níu ár. Hafi verið „ógn við nágrannana í langan tíma“ Blaðamaður hafði samband við Eyþór Þórbergsson, aðstoðarsaksóknara og staðgengil lögreglustjóra á Norðurlandi eystra, með tölvupósti til að fá skýringar á máli hundsins og aðgerðum lögreglu. Í svari Eyþórs til blaðamanns sagði hann að hundurinn hafi bitið 87 ára gamlan mann „mjög illa í hendina án þess að gamli maðurinn hefði á nokkurn hátt nálgast hundinn.“ Jafnframt stóð í svari Eyþórs að hundurinn hafi verið „ógn við nágrannana í langan tíma“. Þá segir í póstinum að „Dýraeftirlitsmaðurinn á Siglufirði og dýralæknir og héraðsdýralæknir á svæðinu“ hafi metið hundinn hættulegan og hafi metið það svo að það þyrfti að aflífa hann. Þess vegna hafi hundurinn verið svæfður. Í samráði við dýralækna mat dýraeftirlitsmaður Fjallabyggðar það svo að aflífa þyrfti Kasper.Vísir/Egill Eyþór benti blaðamanni svo á að hafa samband við dýraeftirlitsmann Fjallabyggðar og héraðsdýralækni fyrir frekari upplýsingar um málið. Blaðamaður spurði Eyþór einnig út í lýsingar fjölskyldunnar á skorti á samskiptum lögreglunnar við fjölskylduna, fyrir og eftir aflífun hundsins. Hann sagðist þá vita að fjölskyldunni hafi verið gefið tækifæri til að kveðja hundinn en þau hafi ekki viljað það. Þegar þessi orð voru borin undir Díönu sagði hún það ekki rétt, fjölskyldunni hefði ekki gefist kostur á að kveðja hundinn. Þá fannst henni undarlegt að heyra að dýralæknar hefðu framkvæmt mat á hundinum á jafn stuttum tíma og það tók. Ákvörðun tekin í samráði við dýralækna og lögreglu Þegar blaðamaður spurði héraðsdýralækni í umdæmi Norðurlands eystra út í málið sagði fulltrúi embættisins hins vegar „Enginn frá umdæmi héraðsdýralæknis kom að þessu máli“. Ármann Viðar Sigurðsson, deildarstjóri tæknideildar Fjallabyggðar, staðfesti að héraðsdýralæknir hefði ekki komið nálægt málinu heldur heyrði málaflokkurinn undir sveitarfélag Fjallabyggðar. Síðasti dýraeftirlitsmaður Fjallabyggðar var, að sögn Ármanns, kominn á aldur og hættur og ekki væri enn búið að setja hlutverk eftirlitsmanns inn í starfslýsingu nýs starfsmanns. Þar af leiðandi heyrði málaflokkurinn undir deild Ármanns sem tók ákvörðunin í samráði við tvo dýralækna og lögregluna. Ármann segir enn fremur „í allri ákvarðanatöku í þessu máli var farið í einu og öllu eftir samþykkt um hundahald í Fjallabyggð.“ Í tíundu og elleftu grein þeirrar samþykktar standi skýrt hvernig eigi að taka á málum sem þessum. „Öll ákvarðanataka sem tekin var, miðast við samþykktina,“ sagði hann enn fremur en vildi þess utan ekki tjá sig frekar um málið. Samþykkt um hundahald í Fjallabyggð Í tíundu grein samþykktar Fjallabyggðar um hundahald sem ber heitið Árásarhundar og aðrir hættulegir hundar segir: „Hunda sem hætta er talin stafa af og hunda sem ráðast á menn eða skepnur, skal tilkynna til lögreglu þegar í stað, fjarlægja þegar í stað og færa í vörslu hundaeftirlitsmanns. Séu hundar teknir í vörslu taka lögreglustjóri og hundaeftirlitsmaður ákvörðun um það hvernig með þá skuli farið.“ Þá segir einnig „Heimilt er að afturkalla leyfi og fyrirskipa aflífun hættulegs hunds, að höfðu samráði við dýralækni“ en að sögn Ármanns var haft samráð við tvo dýralækna þegar ákvörðunin var tekin. Í elleftu grein samþykktarinnar, Handsömun og geymsla hunda, stendur „Eigandi hunds, sem aflífa þarf samkvæmt framansögðu, skal bera kostnað af handsömun, geymslu og fóðrun hans fram að aflífun, sem og kostnað af aflífun hjá dýralækni.“
Dýr Gæludýr Fjallabyggð Hundar Tengdar fréttir Í sárum eftir að hundurinn var aflífaður án nokkurs fyrirvara Hundur fjölskyldu á Siglufirði var aflífaður á föstudaginn, einum og hálfum tíma eftir að hann var tekinn af þeim. Hundurinn var ekki settur í geðmat líkt og Heilbrigðiseftirlitið fer fram á. Fjölskyldan segist ekki hafa fengið að vita að það ætti að aflífa hann fyrr aðgerðin var þegar hafin í öðru bæjarfélagi. 22. ágúst 2022 17:14 „Allt við þetta mál er fyrir neðan allar hellur“ Fyrrverandi formaður Dýraverndarsambands Íslands segir fyrir neðan allar hellur að hundur á Siglufirði hafi verið aflífaður innan við tveimur tímum eftir að hann var tekinn frá fjölskyldu sinni. Reglur sveitarfélaga um hvernig haga eigi gæludýramálum séu ekki samræmdar, sem sé miður. 23. ágúst 2022 13:29 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Í sárum eftir að hundurinn var aflífaður án nokkurs fyrirvara Hundur fjölskyldu á Siglufirði var aflífaður á föstudaginn, einum og hálfum tíma eftir að hann var tekinn af þeim. Hundurinn var ekki settur í geðmat líkt og Heilbrigðiseftirlitið fer fram á. Fjölskyldan segist ekki hafa fengið að vita að það ætti að aflífa hann fyrr aðgerðin var þegar hafin í öðru bæjarfélagi. 22. ágúst 2022 17:14
„Allt við þetta mál er fyrir neðan allar hellur“ Fyrrverandi formaður Dýraverndarsambands Íslands segir fyrir neðan allar hellur að hundur á Siglufirði hafi verið aflífaður innan við tveimur tímum eftir að hann var tekinn frá fjölskyldu sinni. Reglur sveitarfélaga um hvernig haga eigi gæludýramálum séu ekki samræmdar, sem sé miður. 23. ágúst 2022 13:29