Viðskipti innlent

Hugi Hall­dórs­son nýr markaðs­stjóri Ísorku

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Hugi Halldórsson er ný markaðsstjóri Ísorku, rafhleðslufyrirtækis.
Hugi Halldórsson er ný markaðsstjóri Ísorku, rafhleðslufyrirtækis.

Hugi Halldórsson, best þekktur sem Ofur-Hugi, hefur hafið störf sem markaðsstjóri hjá Ísorku, rafhleðslufyrirtæki, en hann kemur þangað frá markaðsdeild Play.

Hugi býr að mikilli reynslu af markaðsmálum, auk þess að hafa verið hjá Play hefur hann starfað sjálfstætt sem ráðgjafi í markaðsmálum fyrir fyrirtæki á borð við Símann, BL og Já.is. 

Auk þess hefur Hugi reynslu úr fjarskiptageira og kvikmyndaiðnaði. Á árunum 2016 til 2018 var hann deildarstjóri einstaklingssölu hjá Vodafone en fyrir það rak hann Stórveldið, eigið þjónustufyrirtæki í kvikmyndaiðnaði, frá 2011 til 2016.

Þekktastur er Hugi þó fyrir hlutverk sitt sem Ofur-Hugi í sjónvarpsþáttunum 70 mínútum og Strákunum á árunum 2004 til 2006.

Um nýja vinnustað sinn sagði Hugi „Rafbílar eru framtíðin og draumur að fá að leggjast á árar með kraftmiklu fyrirtæki sem veitir eigendum slíkra farartækja nauðsynlega grunnþjónustu. Ég hlakka mjög til áframhaldandi starfa með þeim öfluga hópi sem hjá Ísorku er.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×