Íslendingalið FCK áfram í riðlakeppni Meistaradeildarinnar Atli Arason skrifar 24. ágúst 2022 21:15 Hákon Arnar spilaði rúmar 10 mínútur í kvöld. vísir/Getty Dönsku meistararnir í FC Kaupmannahöfn verða í pottinum á morgun þegar dregið verður í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir samanlagðan 2-1 sigur á tyrkneska liðinu Trabzonspor í umspili um laust sæti í riðlakeppninni. Liðin tvö spiluðu í Tyrklandi í kvöld og lauk leiknum með markalausu jafntefli. FCK fer því áfram eftir 2-1 sigur í fyrri viðureigninni á Parken í Kaupmannahöfn. Það var þó enginn Íslendingur í byrjunarliði FCK en bæði Ísak Bergmann Jóhannesson og Hákon Arnar Haraldsson voru á meðal varamanna. Ísak sat allan tímann á bekknum en Hákon kom inn á leikvöllinn á 79. mínútu og komst nálægt því að skora á 92. mínútu en skot hans fór yfir mark Trabzonspor. Trabzonspor áttu fleiri marktækifæri í leiknum en náðu þó ekki að koma boltanum framhjá Mat Ryan í marki FCK og því lauk leiknum með 0-0 jafntefli. FCK verður því í riðlakeppni Meistaradeildarinnar Evrópu í ár, í fyrsta skipti síðan tímabilið 2016/17. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla
Dönsku meistararnir í FC Kaupmannahöfn verða í pottinum á morgun þegar dregið verður í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir samanlagðan 2-1 sigur á tyrkneska liðinu Trabzonspor í umspili um laust sæti í riðlakeppninni. Liðin tvö spiluðu í Tyrklandi í kvöld og lauk leiknum með markalausu jafntefli. FCK fer því áfram eftir 2-1 sigur í fyrri viðureigninni á Parken í Kaupmannahöfn. Það var þó enginn Íslendingur í byrjunarliði FCK en bæði Ísak Bergmann Jóhannesson og Hákon Arnar Haraldsson voru á meðal varamanna. Ísak sat allan tímann á bekknum en Hákon kom inn á leikvöllinn á 79. mínútu og komst nálægt því að skora á 92. mínútu en skot hans fór yfir mark Trabzonspor. Trabzonspor áttu fleiri marktækifæri í leiknum en náðu þó ekki að koma boltanum framhjá Mat Ryan í marki FCK og því lauk leiknum með 0-0 jafntefli. FCK verður því í riðlakeppni Meistaradeildarinnar Evrópu í ár, í fyrsta skipti síðan tímabilið 2016/17.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti