Hvernig kennara viljum við? Kolbrún Þorbjörg Pálsdóttir skrifar 24. ágúst 2022 15:01 Hver árstími hefur sínar venjur, töfra og takt. Nú hefst starf grunn- og framhaldsskóla um land allt og haustbyrjun tekur við í leikskólum landsins. Áætla má að um 4.000 börn sæki leikskóla, um 46 þúsund nemar grunnskóla og um 23 þúsund nemar framhaldsskóla. Það skiptir okkur öll máli að skólastarf gangi vel, að börn og ungmenni njóti sín í námi og leik og að hlúð sé að velferð þeirra og þroska. Við vitum öll hve miklu máli góðir kennarar skipta og eigum flest minningar um kennara sem hafa snert hjörtu okkar og mótað okkur sem manneskjur. Við viljum öll styðja við þetta mikilvæga leiðtogahlutverk kennara og vera bandamenn þeirra í því óendanlega mikilvæga verkefni sem menntun barna er. Menntafléttan liðast um landið Haustið 2021 hófst verkefni á vegum stjórnvalda, háskóla og Kennarasambands Íslands sem ber heitið Menntafléttan – námssamfélag í skóla- og frístundastarfi. Verkefnið felur í sér framboð á opnum og aðgengilegum námskeiðum fyrir kennara og annað fagfólk í skóla- og frístundastarfi. Námskeiðin eru byggð á rannsóknum á því hvaða skilyrði og stuðningur þarf að vera til staðar fyrir þróun kennara í starfi. Þær rannsóknir segja okkur ítrekað að starfsþróun er farsæl og árangursrík þegar hún er sameiginlegt verkefni margra á sama vinnustað, frekar en einstaklingsverkefni hvers og eins. Þátttakendur eru leiðtogar á sínum vinnustað og koma á samvinnu um þróun starfshátta og kennslu. Námskeiðin er hagnýt og skapa vettvang fyrir samstarf og samtal þvert á skóla, stofnanir og landsvæði. Mikil þátttaka Að þróun hvers námskeiðs koma kennarar, fræðimenn og sérfræðingar sem byggja á nýjustu rannsóknum en einnig deiglunni sem er til staðar í menntakerfi okkar. Sjá má fjölbreytt framboð á vefsíðunni menntamidja.is. Við erum stolt af því að í kennarahópi Menntafléttunnar eru framúrskarandi, reynslumiklir kennarar frá um 25 skólum víða um land. Við sem stöndum að verkefninu erum í skýjunum með frábærar móttökur, en vorið 2022 höfðu rúmlega 500 leiðtogar lokið námskeiðum Menntafléttu og nú þegar hafa um 1.100 þátttakendur skráð sig til leiks veturinn 2022-2023. Það er ljóst að kennarar landsins taka þessari tegund starfsþróunar fagnandi og skráningin varpar ljósi á þann óþrjótandi áhuga og neista sem kennarar búa yfir. Margföldum áhrifin saman Stuðningur stjórnvalda við Menntafléttuna hefur sannað sig svo um munar. Næsta vetur munu 50% leikskóla eiga þátttakendur í Menntafléttu, 72% framhaldsskóla og 78% grunnskóla. Auk þess hafa þátttakendur frá bókasöfnum, félagsmiðstöðvum, skólaskrifstofum, heilsugæslu, frístundaheimilum og sérfræðingar frá félagasamtökum skráð sig í Menntafléttuna, enda er menntun barna og ungmenna samstarfsverkefni margra ólíkra fagstétta. Miðað við árangur verkefnisins hingað til má auðveldlega ímynda sér hver margfeldisáhrif Menntafléttu geta orðið, ef við höldum áfram að tryggja vandað framboð námskeiða. Mikilvægt er að tryggja fjármögnun Menntafléttu næstu árin því starfsþróun kennara og starfsfólks í menntakerfinu er viðvarandi verkefni, ekki átak. Fyrir hönd aðstandenda Menntafléttunnar skora ég á stjórnvöld að fjárfesta í kennurum landsins og tryggja framtíð Menntafléttu. Höfundur er forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands og sat í undirbúnings- og stýrihópi Menntafléttu 2020 til 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Háskólar Kolbrún Þ. Pálsdóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Sjá meira
Hver árstími hefur sínar venjur, töfra og takt. Nú hefst starf grunn- og framhaldsskóla um land allt og haustbyrjun tekur við í leikskólum landsins. Áætla má að um 4.000 börn sæki leikskóla, um 46 þúsund nemar grunnskóla og um 23 þúsund nemar framhaldsskóla. Það skiptir okkur öll máli að skólastarf gangi vel, að börn og ungmenni njóti sín í námi og leik og að hlúð sé að velferð þeirra og þroska. Við vitum öll hve miklu máli góðir kennarar skipta og eigum flest minningar um kennara sem hafa snert hjörtu okkar og mótað okkur sem manneskjur. Við viljum öll styðja við þetta mikilvæga leiðtogahlutverk kennara og vera bandamenn þeirra í því óendanlega mikilvæga verkefni sem menntun barna er. Menntafléttan liðast um landið Haustið 2021 hófst verkefni á vegum stjórnvalda, háskóla og Kennarasambands Íslands sem ber heitið Menntafléttan – námssamfélag í skóla- og frístundastarfi. Verkefnið felur í sér framboð á opnum og aðgengilegum námskeiðum fyrir kennara og annað fagfólk í skóla- og frístundastarfi. Námskeiðin eru byggð á rannsóknum á því hvaða skilyrði og stuðningur þarf að vera til staðar fyrir þróun kennara í starfi. Þær rannsóknir segja okkur ítrekað að starfsþróun er farsæl og árangursrík þegar hún er sameiginlegt verkefni margra á sama vinnustað, frekar en einstaklingsverkefni hvers og eins. Þátttakendur eru leiðtogar á sínum vinnustað og koma á samvinnu um þróun starfshátta og kennslu. Námskeiðin er hagnýt og skapa vettvang fyrir samstarf og samtal þvert á skóla, stofnanir og landsvæði. Mikil þátttaka Að þróun hvers námskeiðs koma kennarar, fræðimenn og sérfræðingar sem byggja á nýjustu rannsóknum en einnig deiglunni sem er til staðar í menntakerfi okkar. Sjá má fjölbreytt framboð á vefsíðunni menntamidja.is. Við erum stolt af því að í kennarahópi Menntafléttunnar eru framúrskarandi, reynslumiklir kennarar frá um 25 skólum víða um land. Við sem stöndum að verkefninu erum í skýjunum með frábærar móttökur, en vorið 2022 höfðu rúmlega 500 leiðtogar lokið námskeiðum Menntafléttu og nú þegar hafa um 1.100 þátttakendur skráð sig til leiks veturinn 2022-2023. Það er ljóst að kennarar landsins taka þessari tegund starfsþróunar fagnandi og skráningin varpar ljósi á þann óþrjótandi áhuga og neista sem kennarar búa yfir. Margföldum áhrifin saman Stuðningur stjórnvalda við Menntafléttuna hefur sannað sig svo um munar. Næsta vetur munu 50% leikskóla eiga þátttakendur í Menntafléttu, 72% framhaldsskóla og 78% grunnskóla. Auk þess hafa þátttakendur frá bókasöfnum, félagsmiðstöðvum, skólaskrifstofum, heilsugæslu, frístundaheimilum og sérfræðingar frá félagasamtökum skráð sig í Menntafléttuna, enda er menntun barna og ungmenna samstarfsverkefni margra ólíkra fagstétta. Miðað við árangur verkefnisins hingað til má auðveldlega ímynda sér hver margfeldisáhrif Menntafléttu geta orðið, ef við höldum áfram að tryggja vandað framboð námskeiða. Mikilvægt er að tryggja fjármögnun Menntafléttu næstu árin því starfsþróun kennara og starfsfólks í menntakerfinu er viðvarandi verkefni, ekki átak. Fyrir hönd aðstandenda Menntafléttunnar skora ég á stjórnvöld að fjárfesta í kennurum landsins og tryggja framtíð Menntafléttu. Höfundur er forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands og sat í undirbúnings- og stýrihópi Menntafléttu 2020 til 2021.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun