Viðskipti innlent

Simon tekur við heimilis­bók­haldinu af Georgi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Simon Shorthose
Simon Shorthose Aðsend

Meniga hefur ráðið Simon Shorthose í starf forstjóra. Hann tekur við af Georg Lúðvíkssyni, meðstofnanda Meniga, fyrirtæki sem sérhæfir sig í heimilisbókhaldshugbúnaði.

Þar kemur fram að Georg, sem verið hefur forstjóri fyrirtækisins frá stofnun fyrirtækisins 2008, hafi ákveðið að stíga til hliðar úr því starfi. Hann muni hins vegar, sem hluthafi, áfram styðja við vöxt fyrirtækisins.

Í tilkynningunni segir að Shorthose sé reynslumikill leiðtogi í fjártæknigeiranum. Hann búi yfir tuttugu ára reynslu af alþjóðlegum stjórnunarstörfum í hugbúnaðar- og fjármálageirunum. Hann hafi meðal annars gegnt stjórnunarstöðum hjá fjártæknifyrirtækinu Kyriba og hugbúnaðarfyrirtækinu Mambu sem þróar lausnir fyrir banka.

Georg LúðvíkssonAðsend

Meniga var stofnað árið 2008, eftir efnahagshrunið hér á landi. Félagið sérhæfir sig í heimilisbókhaldshugbúnaði. Félagið hefur vaxið hratt undanfarin ár og nota nú yfir hundrað milljón viðskiptavinir 170 banka víða um heim hugbúnað Meniga.


Tengdar fréttir

Sænskur banki semur við Meniga

Íslenska fjártæknifyrirtækið Meniga hefur samið við sænsku bankasamsteypuna Swedbank og eru lausnir Meniga nú aðgengilegar öllum viðskiptavinum bankans í Svíþjóð, Eistlandi, Lettlandi og Litháen.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×