„Allt við þetta mál er fyrir neðan allar hellur“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. ágúst 2022 13:29 Hallgerður var formaður Dýraverndarsambands Íslands frá 2014 til 2022. Aðsend Fyrrverandi formaður Dýraverndarsambands Íslands segir fyrir neðan allar hellur að hundur á Siglufirði hafi verið aflífaður innan við tveimur tímum eftir að hann var tekinn frá fjölskyldu sinni. Reglur sveitarfélaga um hvernig haga eigi gæludýramálum séu ekki samræmdar, sem sé miður. Í gær greindi Vísir frá því að hundurinn Kasper hefði verið aflífaður á föstudaginn, aðeins einum og hálftum tíma eftir að hann var tekinn af fjölskyldu sinni á Siglufirði, án útskýringa eða upplýsinga um hvað biði hans. Daginn áður hafði Kasper bitið mann. Fjölskyldan fékk ekki að vita að til stæði að aflífa hundinn fyrr en aðgerð á honum var hafin, í öðru bæjarfélagi. Hallgerður Hauksdóttir var formaður Dýraverndarsambands Íslands á árunum 2014 til 2022, og segir málið eitt það versta sinnar tegundar sem hún hefur séð. „En það eru nokkrar víddir í þessu máli. Ein er félagslega víddin, sem snýst um staðsetningu hundsins innan fjölskyldunnar. Þessi fjölskylda hefur tjáð sig mjög skýrt um það að þarna er fjölskyldumeðlimur tekinn af þeim og aflífaður,“ segir Hallgerður, sem nú leggur stund á mannfræðinám, með áherslu á félagslegt hlutverk gæludýra. Spyr hvort haft hafi verið samband við dýralækni Annað sem málið varpi ljósi á sé sjálfdæmi sveitarfélaga þegar kemur að gæludýrum. „Það eru ekki samræmdar reglur um hvernig er brugðist við svona málum, heldur getur sveitarstjórn á hverjum stað tekið alls konar ákvarðanir um hvernig eigi að haga þessu.“ Samkvæmt samþykkt Fjallabyggðar um hundahald er heimilt að aflífa hunda sem ráðast á menn eða skepnur, að höfðu samráði við dýralækni. „Og í þessu tilfelli þá spyr ég: Var haft samband við dýralækni? Ég myndi vilja fá að sjá hvert mat dýralæknis var, og á hverju hann byggir það. Ef það er fyrir hendi,“ segir Hallgerður, sem telur ekki líklegt að dýralæknir hefði getað tekið upplýsta ákvörðun um málið á þeim tíma frá því hundurinn var tekinn frá fjölskyldunni og þar til hann var aflífaður. Miklu máli skipti hvort haft hafi verið samráð við dýralækni eða ekki. Hvort sem það var gert eða ekki sé framkvæmdin þó ekki góð að hennar mati. „Þetta er alveg fyrir neðan allar hellur. Allt við þetta mál er fyrir neðan allar hellur,“ segir Hallgerður. Hundar Gæludýr Dýr Fjallabyggð Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Í gær greindi Vísir frá því að hundurinn Kasper hefði verið aflífaður á föstudaginn, aðeins einum og hálftum tíma eftir að hann var tekinn af fjölskyldu sinni á Siglufirði, án útskýringa eða upplýsinga um hvað biði hans. Daginn áður hafði Kasper bitið mann. Fjölskyldan fékk ekki að vita að til stæði að aflífa hundinn fyrr en aðgerð á honum var hafin, í öðru bæjarfélagi. Hallgerður Hauksdóttir var formaður Dýraverndarsambands Íslands á árunum 2014 til 2022, og segir málið eitt það versta sinnar tegundar sem hún hefur séð. „En það eru nokkrar víddir í þessu máli. Ein er félagslega víddin, sem snýst um staðsetningu hundsins innan fjölskyldunnar. Þessi fjölskylda hefur tjáð sig mjög skýrt um það að þarna er fjölskyldumeðlimur tekinn af þeim og aflífaður,“ segir Hallgerður, sem nú leggur stund á mannfræðinám, með áherslu á félagslegt hlutverk gæludýra. Spyr hvort haft hafi verið samband við dýralækni Annað sem málið varpi ljósi á sé sjálfdæmi sveitarfélaga þegar kemur að gæludýrum. „Það eru ekki samræmdar reglur um hvernig er brugðist við svona málum, heldur getur sveitarstjórn á hverjum stað tekið alls konar ákvarðanir um hvernig eigi að haga þessu.“ Samkvæmt samþykkt Fjallabyggðar um hundahald er heimilt að aflífa hunda sem ráðast á menn eða skepnur, að höfðu samráði við dýralækni. „Og í þessu tilfelli þá spyr ég: Var haft samband við dýralækni? Ég myndi vilja fá að sjá hvert mat dýralæknis var, og á hverju hann byggir það. Ef það er fyrir hendi,“ segir Hallgerður, sem telur ekki líklegt að dýralæknir hefði getað tekið upplýsta ákvörðun um málið á þeim tíma frá því hundurinn var tekinn frá fjölskyldunni og þar til hann var aflífaður. Miklu máli skipti hvort haft hafi verið samráð við dýralækni eða ekki. Hvort sem það var gert eða ekki sé framkvæmdin þó ekki góð að hennar mati. „Þetta er alveg fyrir neðan allar hellur. Allt við þetta mál er fyrir neðan allar hellur,“ segir Hallgerður.
Hundar Gæludýr Dýr Fjallabyggð Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira