Úkraínska fótboltadeildin snýr aftur í miðju stríði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. ágúst 2022 09:30 Leikmenn Shakhtar Donetsk stilla sér upp fyrir æfingarleik á móti ítalska félaginu AS Roma á Ítalíu á dögunum. Getty/Luciano Rossi Allar keppnisíþróttir stöðvuðust í Úkraínu þegar Rússar réðust inn í landið í febrúar og þar á meðal fótboltadeildin. Úkraínustríðið stendur enn en Úkraínumenn ætla engu að síður að hefja nýtt fótboltatímabil í dag. Deildarkeppnin fer af stað með leik á sjálfum Ólympíuleikvanginum í Kiev en þar mætast ekki lið frá höfuðborginni heldur verður þarna á ferðinni táknrænn leikur á milli liða út Austurhluta landsins sem hefur orðið hvað verst út úr stríðinu. It is against the backdrop of war that, remarkably, the Ukraine Premier League re-opens on Tuesday. It is one of the most extraordinary sports stories of the year. A game of football while the fighting goes on | @henrywinter https://t.co/bUKjNcdHbg— The Times and The Sunday Times (@thetimes) August 22, 2022 Liðin sem mætast eru Shakhtar Donetsk og Metalist 1925 Kharkiv, félög sem eru bókstaflega að berjast fyrir lífi sínu í miðju stríði á þeirra heimavígstöðvum. Þau munu spila fyrsta leikinn eftir 255 daga hlé. Ólympíuleikvangurinn hefur hýst marga stórleiki í gegnum tíðina og tekur 65 þúsund manns í sæti. Engir áhorfendur verða hins vegar leyfðir á þessum leik. Leikurinn hefst klukkan eitt eftir hádegi og leikmönnum verður hraðað í neðanjarðarbyrgi ef loftvarnaflauturnar fara að óma. Matchday! Ukrainian Premier League is back after 255 days! Shakhtar Vs Metalist192ALL the matches will be played in Ukraine, but without any fans. In the event of an air raid over the stadiums, the players, coaches and staff present head straight to a bomb shelter. pic.twitter.com/qlOBsKtH7x— All Sportz (@Allsportztv) August 23, 2022 „Við erum með reglur í gildi ef loftvarnaflauturnar fara í gang og við þurfum að fara í byrgin. Ég held samt að leikmenn séu stoltir af því að taka þátt í þessum leik,“ sagði Taras Stepanenko, fyrirliði Shakhtar. Þetta er merkisdagur fyrir Úkraínu því þetta er fánadagur landsins og á morgun halda þeir upp á þegar þeir fengu sjálfstæði frá Sovétríkjunum (Rússum) árið 1991. „Ég talaði við forseta okkar, Volodymyr Zelenskyy, um hversu mikilvægur fótboltinn getur verið til að dreifa huganum. Við töluðum saman um hvort að það væri mögulegt að fótboltinn gæti hjálpað okkur til að hugsa um framtíðina,“ sagði Andriy Pavelko, forseti úkraínska knattspyrnusambandsins. Innrás Rússa í Úkraínu Fótbolti Úkraína Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Fleiri fréttir Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Sjá meira
Deildarkeppnin fer af stað með leik á sjálfum Ólympíuleikvanginum í Kiev en þar mætast ekki lið frá höfuðborginni heldur verður þarna á ferðinni táknrænn leikur á milli liða út Austurhluta landsins sem hefur orðið hvað verst út úr stríðinu. It is against the backdrop of war that, remarkably, the Ukraine Premier League re-opens on Tuesday. It is one of the most extraordinary sports stories of the year. A game of football while the fighting goes on | @henrywinter https://t.co/bUKjNcdHbg— The Times and The Sunday Times (@thetimes) August 22, 2022 Liðin sem mætast eru Shakhtar Donetsk og Metalist 1925 Kharkiv, félög sem eru bókstaflega að berjast fyrir lífi sínu í miðju stríði á þeirra heimavígstöðvum. Þau munu spila fyrsta leikinn eftir 255 daga hlé. Ólympíuleikvangurinn hefur hýst marga stórleiki í gegnum tíðina og tekur 65 þúsund manns í sæti. Engir áhorfendur verða hins vegar leyfðir á þessum leik. Leikurinn hefst klukkan eitt eftir hádegi og leikmönnum verður hraðað í neðanjarðarbyrgi ef loftvarnaflauturnar fara að óma. Matchday! Ukrainian Premier League is back after 255 days! Shakhtar Vs Metalist192ALL the matches will be played in Ukraine, but without any fans. In the event of an air raid over the stadiums, the players, coaches and staff present head straight to a bomb shelter. pic.twitter.com/qlOBsKtH7x— All Sportz (@Allsportztv) August 23, 2022 „Við erum með reglur í gildi ef loftvarnaflauturnar fara í gang og við þurfum að fara í byrgin. Ég held samt að leikmenn séu stoltir af því að taka þátt í þessum leik,“ sagði Taras Stepanenko, fyrirliði Shakhtar. Þetta er merkisdagur fyrir Úkraínu því þetta er fánadagur landsins og á morgun halda þeir upp á þegar þeir fengu sjálfstæði frá Sovétríkjunum (Rússum) árið 1991. „Ég talaði við forseta okkar, Volodymyr Zelenskyy, um hversu mikilvægur fótboltinn getur verið til að dreifa huganum. Við töluðum saman um hvort að það væri mögulegt að fótboltinn gæti hjálpað okkur til að hugsa um framtíðina,“ sagði Andriy Pavelko, forseti úkraínska knattspyrnusambandsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Fótbolti Úkraína Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Fleiri fréttir Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Sjá meira