Skotfélagið tilkynnti manninn til lögreglu í nóvember Bjarki Sigurðsson skrifar 22. ágúst 2022 10:23 Maðurinn hafði gegnt trúnaðarstörfum fyrir félagið. Skotfélagið Markviss Skotfélagið Markviss á Blönduósi tilkynnti árásarmanninn í manndrápsmáli á Blönduósi í gær til lögreglu í nóvember á síðasta ári. Maðurinn hafði áður keppt fyrir hönd félagsins og gegnt trúnaðarstörfum þar. Í gær var greint frá því að árásarmaðurinn í málinu hafi verið skotáhugamaður en hann keppti í skotíþróttum á árum áður. Þar keppti hann fyrir hönd félagsins Markviss sem staðsett er á Blönduósi. Á síðasta ári sagði maðurinn sig frá öllum störfum í þágu Markviss og loks úr félaginu. Hann hafði þá verið að fjarlægjast störfin í nokkra mánuði. „Í ljósi samskipta milli umrædds aðila og stjórnar Markviss í nóvember síðastliðnum voru yfirvöld látin vita af áhyggjum okkar af andlegri heilsu viðkomandi eins og okkur ber skylda til,“ segir í tilkynningu á vef Markviss. Í samtali við fréttastofu segir Guðmann Jónasson, gjaldkeri félagsins, að maðurinn hafi verið með ásakanir á hendur stjórn félagsins og einhverra meðlima. Í kjölfar þess var boðað til fundar með stjórninni og manninum og eftir fundinn taldi félagið það vera rétt að greina lögreglu frá því að hann væri ekki talinn í góðu ástandi andlega. Maðurinn var ekki tilkynntur formlega heldur var rætt við lögreglumann á Blönduósi. Hann kom málinu síðan áfram til félagsþjónustunar. Maðurinn hafði ekki gert neitt af sér og því var ekki hægt að svipta hann leyfinu á þeim tímapunkti. Maðurinn var handtekinn fyrr í sumar af lögreglunni á Blönduósi en þá hafði hann staðið í hótunum með skotvopn. Honum var síðar sleppt úr haldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu átti maðurinn við geðrænan vanda að stríða og var vistaður á geðdeild eftir að honum var sleppt úr haldi. Hann hafði verið á Blönduósi í að minnsta kosti viku þegar skotárásin átti sér stað í gær. Uppfært klukkan 16:52: Upphaflega kom fram að stjórn Markviss hafi rætt við lögreglustjórann á Blönduósi en hefur nú verið réttilega breytt yfir í lögreglumann. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Lögreglumál Húnabyggð Manndráp á Blönduósi Skotvopn Tengdar fréttir Árásarmanninum banað á vettvangi Lögreglan á Norðurlandi vestra segir að svo virðist sem manninum, sem skaut einn til bana og særði annan á Blönduósi í dag, hafi verið banað á vettvangi morðsins. Tveir eru í haldi lögreglu. 21. ágúst 2022 17:02 Árásarmaðurinn handtekinn fyrr í sumar vegna hótana með skotvopn Árásarmaðurinn, sem skaut einstakling til bana á Blönduósi í morgun og lést svo sjálfur af skotsárum, hafði verið handtekinn fyrr í sumar af lögreglunni á Blönduósi. Þetta herma heimildir fréttastofu. Maðurinn hafði þá í hótunum með skotvopn og var í kjölfarið tekinn höndum. Síðar var honum sleppt. 21. ágúst 2022 11:28 Svipting skotvopnaleyfis var í ferli Lögregla lagði hald á skotvopn í eigu árásarmannsins, sem myrti konu í morgun og særði eiginmann hennar alvarlega í dag, fyrir nokkrum vikum. Að sögn lögreglustjórans á Norðurlandi vestra var í ferli að svipta manninn skotvopnaleyfi til bráðabirgða. 21. ágúst 2022 19:57 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
Í gær var greint frá því að árásarmaðurinn í málinu hafi verið skotáhugamaður en hann keppti í skotíþróttum á árum áður. Þar keppti hann fyrir hönd félagsins Markviss sem staðsett er á Blönduósi. Á síðasta ári sagði maðurinn sig frá öllum störfum í þágu Markviss og loks úr félaginu. Hann hafði þá verið að fjarlægjast störfin í nokkra mánuði. „Í ljósi samskipta milli umrædds aðila og stjórnar Markviss í nóvember síðastliðnum voru yfirvöld látin vita af áhyggjum okkar af andlegri heilsu viðkomandi eins og okkur ber skylda til,“ segir í tilkynningu á vef Markviss. Í samtali við fréttastofu segir Guðmann Jónasson, gjaldkeri félagsins, að maðurinn hafi verið með ásakanir á hendur stjórn félagsins og einhverra meðlima. Í kjölfar þess var boðað til fundar með stjórninni og manninum og eftir fundinn taldi félagið það vera rétt að greina lögreglu frá því að hann væri ekki talinn í góðu ástandi andlega. Maðurinn var ekki tilkynntur formlega heldur var rætt við lögreglumann á Blönduósi. Hann kom málinu síðan áfram til félagsþjónustunar. Maðurinn hafði ekki gert neitt af sér og því var ekki hægt að svipta hann leyfinu á þeim tímapunkti. Maðurinn var handtekinn fyrr í sumar af lögreglunni á Blönduósi en þá hafði hann staðið í hótunum með skotvopn. Honum var síðar sleppt úr haldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu átti maðurinn við geðrænan vanda að stríða og var vistaður á geðdeild eftir að honum var sleppt úr haldi. Hann hafði verið á Blönduósi í að minnsta kosti viku þegar skotárásin átti sér stað í gær. Uppfært klukkan 16:52: Upphaflega kom fram að stjórn Markviss hafi rætt við lögreglustjórann á Blönduósi en hefur nú verið réttilega breytt yfir í lögreglumann. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.
Lögreglumál Húnabyggð Manndráp á Blönduósi Skotvopn Tengdar fréttir Árásarmanninum banað á vettvangi Lögreglan á Norðurlandi vestra segir að svo virðist sem manninum, sem skaut einn til bana og særði annan á Blönduósi í dag, hafi verið banað á vettvangi morðsins. Tveir eru í haldi lögreglu. 21. ágúst 2022 17:02 Árásarmaðurinn handtekinn fyrr í sumar vegna hótana með skotvopn Árásarmaðurinn, sem skaut einstakling til bana á Blönduósi í morgun og lést svo sjálfur af skotsárum, hafði verið handtekinn fyrr í sumar af lögreglunni á Blönduósi. Þetta herma heimildir fréttastofu. Maðurinn hafði þá í hótunum með skotvopn og var í kjölfarið tekinn höndum. Síðar var honum sleppt. 21. ágúst 2022 11:28 Svipting skotvopnaleyfis var í ferli Lögregla lagði hald á skotvopn í eigu árásarmannsins, sem myrti konu í morgun og særði eiginmann hennar alvarlega í dag, fyrir nokkrum vikum. Að sögn lögreglustjórans á Norðurlandi vestra var í ferli að svipta manninn skotvopnaleyfi til bráðabirgða. 21. ágúst 2022 19:57 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
Árásarmanninum banað á vettvangi Lögreglan á Norðurlandi vestra segir að svo virðist sem manninum, sem skaut einn til bana og særði annan á Blönduósi í dag, hafi verið banað á vettvangi morðsins. Tveir eru í haldi lögreglu. 21. ágúst 2022 17:02
Árásarmaðurinn handtekinn fyrr í sumar vegna hótana með skotvopn Árásarmaðurinn, sem skaut einstakling til bana á Blönduósi í morgun og lést svo sjálfur af skotsárum, hafði verið handtekinn fyrr í sumar af lögreglunni á Blönduósi. Þetta herma heimildir fréttastofu. Maðurinn hafði þá í hótunum með skotvopn og var í kjölfarið tekinn höndum. Síðar var honum sleppt. 21. ágúst 2022 11:28
Svipting skotvopnaleyfis var í ferli Lögregla lagði hald á skotvopn í eigu árásarmannsins, sem myrti konu í morgun og særði eiginmann hennar alvarlega í dag, fyrir nokkrum vikum. Að sögn lögreglustjórans á Norðurlandi vestra var í ferli að svipta manninn skotvopnaleyfi til bráðabirgða. 21. ágúst 2022 19:57