Andfúli vinnufélaginn og góð ráð Rakel Sveinsdóttir skrifar 19. ágúst 2022 07:01 Að starfa með fólki sem er andfúlt er algengara vandamál en fólk kannski heldur. Þekkt viðbrögð eru að snúa sér undan eða bjóða viðkomandi tyggjó en mælt er með því að taka frekar samtalið. Ímyndaðu þér til dæmis ef staðan væri öfug og þú værir einstaklingurinn sem væri andfúl(l)? Vísir/Getty Við erum andfúl á morgnana þegar að við vöknum en sem betur fer er það frá um leið og við höfum burstað tennurnar. Og þó. Sumir glíma við andremmu í meira mæli en aðrir og í raun má segja að andfýluiðnaðurinn sé risastór iðnaður út af fyrir sig. Ekki síst tyggjógúmmíiðnaðurinn. Að vinna með fólki sem er andfúlt alla daga getur verið nokkuð leiðinleg staða að vera í. Í stað þess að vera afslöppuð í samskiptum, verðum við ósjálfrátt viðbúin því að mæta andremmunni og erum fyrir vikið ekki jafn fókusuð á sjálft samtalið. Það sem gerir málið enn snúnara er að oft virðist viðkomandi aðili ekki átta sig á vandamálinu. Einn af hverjum fimm segja vinnufélaga andfúlann Í könnun sem gerð var í Bretlandi árið 2018 viðurkenndi einn af hverjum fimm svarendum að þeir þyldu ekki að tala við ákveðna samstarfsmenn vegna þess að viðkomandi væri svo andfúll. Þá viðurkenndu 63% svarenda að þeir þyrftu að líta undan í samtölum við ákveðinn aðila, vegna andremmu þeirra. Könnunin náði til tvö þúsund fullorðinna einstaklinga. Svo algengt er andfýla í vinnunni að á vefsíðunni WorkSmart LiveSmart er því hreinlega haldið fram að á netinu sé hægt að finna um tvær milljónir vefsíða þar sem fjallað er um andfýlu samstarfsfélaga. Hin sorglega staðreynd er hins vegar að oft er þetta vandamál viðvarandi í langan tíma því í fæstum tilfellum er fólk að benda vinnufélaga sínum á að hann/hún er mjög andfúl(l). Enda getur maður bara boðið viðkomandi tyggjó svo og svo oft…. En hvað er þá til ráða? Jú, eins og í svo mörgu öðru er mælt með því að taka frekar samtalið en hitt. Og þá beint við vinnufélagann, ekki að ræða andfýluna í baknagi með öðrum vinnufélögum. Andfýla er hins vegar mjög persónulegt mál og án efa erfitt að fá þær fréttir frá vinnufélaga að maður sé andfúll. Þess vegna skiptir svo miklu máli að velja orð sín vel og eins að taka samtalið í einrúmi, ekki innan um aðra og ekki í gríni. Því ef viðkomandi vinnufélagi finnur að þú ert einlæg/ur í samtalinu og augljóslega aðeins að brydda upp á einhverju sem þú telur honum/henni til góðs, verður strax mildara að fá fréttirnar. Gott er að ímynda sér hvernig maður myndi sjálfur vilja að vinnufélagi tæki samtalið við okkur, ef staðan væri öfug. Þá er líka gott að luma kannski á einhverjum einföldum ráðum sem geta dregið úr andremmu eða líkum á henni. Eins og til dæmis það hversu mikilvægt það er að vanda sig við tannburstun þannig að matarleifar sitji ekki eftir í tönnunum og að drekka vel af vatni svo munnþurrkurinn myndi ekki andfýlu. Fleiri ráð gegn andfýlu má sjá á doktor.is. Því það gæti hjálpað við svona fréttir að fá um leið upplýsingar um að það er hægt að leysa úr þessu eins og öllu öðru. Þá gæti verið gott að renna yfir góðu ráðin sem stjórnendum eru gefin þegar taka þarf samtal við starfsmann sem lyktar illa. Góðu ráðin Vinnustaðurinn Tengdar fréttir Óttinn við að kúka í vinnunni og góð ráð Niðurstöður rannsókna sýna að mjög stór hópur fólks vill ekki, þorir ekki eða forðast að kúka í vinnunni. Kannast þú við þetta? 8. apríl 2022 07:01 Bremsuför og uppvaskið viðkvæm mál á vinnustöðum Bremsuför í klósettinu, mæta alltaf og seint, vaska aldrei upp eða lykta illa eru dæmi um viðkvæm mál á vinnustöðum sem fólk á erfitt með að ræða um. 9. september 2020 10:04 Tilfinningagreind eftirsótt hjá starfsmönnum framtíðarinnar Nýjum kynslóðum á vinnumarkaði finnst eðlilegt að ræða tilfinningar og tilfinningagreind er eitt af því sem er alltaf að taka meira og meira pláss er meðal þess sem Guðrún Snorradóttir segir um hvers vegna tilfinningagreind skiptir miklu máli. 10. september 2020 09:00 Að forðast baktalið í vinnunni Við tökum öll þátt í kjaftagangi einstaka sinnum. Heyrum einhverja djúsí kjaftasögu og berum hana á milli. Eða veltum okkur upp úr henni. Þetta er mannlegt og í raun þarf enginn að skammast sín því rannsóknir hafa sýnt að smá kjaftagangur er flestum eðlislægur. Þó ekki nema stundum í góðra vina hópi. 26. júlí 2021 07:01 Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Talsmaður ferðaþjónustunnar þreyttur á „endemis væli“ Egils Helga Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Fleiri fréttir „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Sumir glíma við andremmu í meira mæli en aðrir og í raun má segja að andfýluiðnaðurinn sé risastór iðnaður út af fyrir sig. Ekki síst tyggjógúmmíiðnaðurinn. Að vinna með fólki sem er andfúlt alla daga getur verið nokkuð leiðinleg staða að vera í. Í stað þess að vera afslöppuð í samskiptum, verðum við ósjálfrátt viðbúin því að mæta andremmunni og erum fyrir vikið ekki jafn fókusuð á sjálft samtalið. Það sem gerir málið enn snúnara er að oft virðist viðkomandi aðili ekki átta sig á vandamálinu. Einn af hverjum fimm segja vinnufélaga andfúlann Í könnun sem gerð var í Bretlandi árið 2018 viðurkenndi einn af hverjum fimm svarendum að þeir þyldu ekki að tala við ákveðna samstarfsmenn vegna þess að viðkomandi væri svo andfúll. Þá viðurkenndu 63% svarenda að þeir þyrftu að líta undan í samtölum við ákveðinn aðila, vegna andremmu þeirra. Könnunin náði til tvö þúsund fullorðinna einstaklinga. Svo algengt er andfýla í vinnunni að á vefsíðunni WorkSmart LiveSmart er því hreinlega haldið fram að á netinu sé hægt að finna um tvær milljónir vefsíða þar sem fjallað er um andfýlu samstarfsfélaga. Hin sorglega staðreynd er hins vegar að oft er þetta vandamál viðvarandi í langan tíma því í fæstum tilfellum er fólk að benda vinnufélaga sínum á að hann/hún er mjög andfúl(l). Enda getur maður bara boðið viðkomandi tyggjó svo og svo oft…. En hvað er þá til ráða? Jú, eins og í svo mörgu öðru er mælt með því að taka frekar samtalið en hitt. Og þá beint við vinnufélagann, ekki að ræða andfýluna í baknagi með öðrum vinnufélögum. Andfýla er hins vegar mjög persónulegt mál og án efa erfitt að fá þær fréttir frá vinnufélaga að maður sé andfúll. Þess vegna skiptir svo miklu máli að velja orð sín vel og eins að taka samtalið í einrúmi, ekki innan um aðra og ekki í gríni. Því ef viðkomandi vinnufélagi finnur að þú ert einlæg/ur í samtalinu og augljóslega aðeins að brydda upp á einhverju sem þú telur honum/henni til góðs, verður strax mildara að fá fréttirnar. Gott er að ímynda sér hvernig maður myndi sjálfur vilja að vinnufélagi tæki samtalið við okkur, ef staðan væri öfug. Þá er líka gott að luma kannski á einhverjum einföldum ráðum sem geta dregið úr andremmu eða líkum á henni. Eins og til dæmis það hversu mikilvægt það er að vanda sig við tannburstun þannig að matarleifar sitji ekki eftir í tönnunum og að drekka vel af vatni svo munnþurrkurinn myndi ekki andfýlu. Fleiri ráð gegn andfýlu má sjá á doktor.is. Því það gæti hjálpað við svona fréttir að fá um leið upplýsingar um að það er hægt að leysa úr þessu eins og öllu öðru. Þá gæti verið gott að renna yfir góðu ráðin sem stjórnendum eru gefin þegar taka þarf samtal við starfsmann sem lyktar illa.
Góðu ráðin Vinnustaðurinn Tengdar fréttir Óttinn við að kúka í vinnunni og góð ráð Niðurstöður rannsókna sýna að mjög stór hópur fólks vill ekki, þorir ekki eða forðast að kúka í vinnunni. Kannast þú við þetta? 8. apríl 2022 07:01 Bremsuför og uppvaskið viðkvæm mál á vinnustöðum Bremsuför í klósettinu, mæta alltaf og seint, vaska aldrei upp eða lykta illa eru dæmi um viðkvæm mál á vinnustöðum sem fólk á erfitt með að ræða um. 9. september 2020 10:04 Tilfinningagreind eftirsótt hjá starfsmönnum framtíðarinnar Nýjum kynslóðum á vinnumarkaði finnst eðlilegt að ræða tilfinningar og tilfinningagreind er eitt af því sem er alltaf að taka meira og meira pláss er meðal þess sem Guðrún Snorradóttir segir um hvers vegna tilfinningagreind skiptir miklu máli. 10. september 2020 09:00 Að forðast baktalið í vinnunni Við tökum öll þátt í kjaftagangi einstaka sinnum. Heyrum einhverja djúsí kjaftasögu og berum hana á milli. Eða veltum okkur upp úr henni. Þetta er mannlegt og í raun þarf enginn að skammast sín því rannsóknir hafa sýnt að smá kjaftagangur er flestum eðlislægur. Þó ekki nema stundum í góðra vina hópi. 26. júlí 2021 07:01 Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Talsmaður ferðaþjónustunnar þreyttur á „endemis væli“ Egils Helga Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Fleiri fréttir „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Óttinn við að kúka í vinnunni og góð ráð Niðurstöður rannsókna sýna að mjög stór hópur fólks vill ekki, þorir ekki eða forðast að kúka í vinnunni. Kannast þú við þetta? 8. apríl 2022 07:01
Bremsuför og uppvaskið viðkvæm mál á vinnustöðum Bremsuför í klósettinu, mæta alltaf og seint, vaska aldrei upp eða lykta illa eru dæmi um viðkvæm mál á vinnustöðum sem fólk á erfitt með að ræða um. 9. september 2020 10:04
Tilfinningagreind eftirsótt hjá starfsmönnum framtíðarinnar Nýjum kynslóðum á vinnumarkaði finnst eðlilegt að ræða tilfinningar og tilfinningagreind er eitt af því sem er alltaf að taka meira og meira pláss er meðal þess sem Guðrún Snorradóttir segir um hvers vegna tilfinningagreind skiptir miklu máli. 10. september 2020 09:00
Að forðast baktalið í vinnunni Við tökum öll þátt í kjaftagangi einstaka sinnum. Heyrum einhverja djúsí kjaftasögu og berum hana á milli. Eða veltum okkur upp úr henni. Þetta er mannlegt og í raun þarf enginn að skammast sín því rannsóknir hafa sýnt að smá kjaftagangur er flestum eðlislægur. Þó ekki nema stundum í góðra vina hópi. 26. júlí 2021 07:01