Gunni og Felix að bugast vegna hávaða frá þyrlum Jakob Bjarnar skrifar 16. ágúst 2022 10:38 Gunni og Felix eru meðal fjölmargra sem telja hávaðann frá þyrluferðum á gosstað óbærilegan. Þeim er ekki skemmt þó þeir séu yfirleitt og alltaf kátir í bragði. Gósentíð er nú hjá þyrlufyrirtækjum vegna gossins á Reykjanesi. En ekki eru allir kátir með ónæðið sem er því samfara; þeir eru reyndar fjölmargir sem vilja segja hingað og ekki lengra. Þeir Gunni og Felix skemmtikraftar eru þeirra á meðal. Gunnar Helgason leikstjóri og rithöfundur, Gunni í skemmtidúettinum Gunni og Felix, vakti máls á þyrluumferðinni með sínum hætti á Facebook-síðu sinni hafa fjölmargir tekið undir með honum. Margir hverjir eru hreinlega að bugast. „Mig langar að hrósa þyrlustjórunum sem fljúga yfir gosstöðvarnar. Þið eruð rosa duglegir. En væri það algerlega ómögulegt að hætta að fljúga yfir húsið mitt? Og Felix Bergsson er líka orðinn soldið þreyttur á þessu. Sumsé, Gunni Og Felix báðir eru að gefast upp.“ Gunni er ekki einn þeirra sem bara kvartar, hann er lausnamiðaður og spyr hvort ekki sé hægt að fljúga frá Sandskeiði? „Þar er flugvöllur. Þar er bara eitt hús. OG… það væri atvinnuskapandi fyrir leigubílstjóra!!!“ 200 manns á dag og 50 þúsund á haus Ríkissjónvarpið fjallaði um þessi uppgrip hjá þyrlufyrirtækjum í gær en þar kemur fram að 200 manns fari með þyrlu upp að gosstöðvunum á degi hverjum þegar viðrar. Birgir Ómar Haraldsson hjá Norðurflugi upplýsti að fyrirtækið hafi þurft að fjölga starfsfólki og þyrlum en anna ekki eftirspurn. Ferðin kostar 50 þúsund á haus, 37 þúsund fyrir börn og tekur ferðin um 45 mínútur. Birgir var spurður um ónæði sem fylgir þyrlunum og hann sagðist svo sem skilja það. Birgir Ómar Haraldsson er framkvæmdastjóri Norðurflugs og hann segir að hávaðinn sé eitthvað sem fylgi.vísir/ívar „Við byrjum ekki fyrr en klukkan 8 á morgnana og hættum um klukkan tíu á kvöldin. Þetta bara fylgir þessu. Það er því miður ekki hægt að gera þessar þyrlur hljóðlátar en sumar gefa frá sér minni hávaða en aðrar en þetta er allt í stöðugri þróun og við reynum að vanda okkur við að fljúga ekki lágt yfir íbúabyggð,“ hefur RÚV eftir Birgi sem reyndar notar tækifærið og vill benda á að ýmsir sem eru með flygindi, eða dróna, fari ekki eftir reglum á gosstað. En samkvæmt Gunna og þeim sem tjá sig á Facebook-síðu hans þá þurfa Birgir og hans menn sem og aðrir þyrlumenn að vanda sig mun meira ef það á að vera hægt að búa við þetta. Hávaðinn frá þyrlunum að gera marga íbúa á höfuðborgarsvæðinu gráhærða. Hávaðinn frá þyrlunum eyðileggur upplifunina „Hér hristist allt og skelfur nokkrum sinnum á dag,“ segir Gunni í samtali við Vísi en hann er búsettur í Hafnarfirði. Hann segist reyna að vera jákvæður, þó pirraður sé. Hann bendir á athugasemd á Facebook-síðu sinni sem birtir myndbandsskeið frá gosstað og er hávaðinn yfirgengilegur. Gunni fór upp að gosinu þegar gaus í fyrra og talar af reynslu. „Maður heyrir ekki í gosinu sjálfu fyrir þyrluhávaða. Maður sat í einhverjum ótrúlegustu aðstæðum sem maður hefur komist í, þetta er svo stórkostlegt og maður gat ekki talað við næstu manneskju fyrir þyrluhávaða.“ Gunni bendir á að eitt og annað skjóti skökku við í þessu sambandi. Þúsundir manna fara gangandi upp að gosstað á degi hverjum en þeir geta ekki talað saman vegna þessara 200 sem fljúga yfir á þyrlunum. „Þetta fór rosalega í taugarnar á mér. Þegar kom smá gat í þyrluumferðina og við heyrðum í eldgosinu, það er stór partur af upplifuninni.“ Verra en skjálftarnir Í þessu felst reyndar myndlíking að mati Gunna, þeir hinir fáu sem hafa efni á því að fara með þyrlum traðki á almúganum. „Ég vil ekki hafa atvinnuna af þessum þyrluflugmönnum en það hlýtur að vera hægt að finna einhverja lausn á þessu. Eins og það er búið að banna börnum yngri en 12 ára að fara.“ Gunni segir mágkonu sína bent á athyglisverða staðreynd í þessu samhengi sem er sú að húsið hennar, en hún er búsett í Setberginu í Hafnarfirði, hristist meira vegna þyrluumferðar en það gerði í jarðskjálftunum í aðdraganda gossins. „Finnst manni. Það er einhver víbríngur í loftinu sem fer í gegnum allt.“ Eins og áður sagði þá taka margir undir með Gunna á Facebook-síðu hans. Gunnar Hrafn Jónsson sagir til að mynda: „Þetta er að gera mig sturlaðan í vesturbænum, þarf að fljúga svona lágt eða heyrist bara svona djöfullega í þessu sama hvað er flogið hátt?“ Upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, Bjarni Brynjólfsson segir einfaldlega: „Þetta er komið gott.“ Og poppstjarnan Bo, sem að sjálfsögðu er búsett í Hafnarfirði, segir: „Nokkuð þreytandi.“ Ferðamennska á Íslandi Eldgos í Fagradalsfjalli Fréttir af flugi Umhverfismál Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Sjá meira
Gunnar Helgason leikstjóri og rithöfundur, Gunni í skemmtidúettinum Gunni og Felix, vakti máls á þyrluumferðinni með sínum hætti á Facebook-síðu sinni hafa fjölmargir tekið undir með honum. Margir hverjir eru hreinlega að bugast. „Mig langar að hrósa þyrlustjórunum sem fljúga yfir gosstöðvarnar. Þið eruð rosa duglegir. En væri það algerlega ómögulegt að hætta að fljúga yfir húsið mitt? Og Felix Bergsson er líka orðinn soldið þreyttur á þessu. Sumsé, Gunni Og Felix báðir eru að gefast upp.“ Gunni er ekki einn þeirra sem bara kvartar, hann er lausnamiðaður og spyr hvort ekki sé hægt að fljúga frá Sandskeiði? „Þar er flugvöllur. Þar er bara eitt hús. OG… það væri atvinnuskapandi fyrir leigubílstjóra!!!“ 200 manns á dag og 50 þúsund á haus Ríkissjónvarpið fjallaði um þessi uppgrip hjá þyrlufyrirtækjum í gær en þar kemur fram að 200 manns fari með þyrlu upp að gosstöðvunum á degi hverjum þegar viðrar. Birgir Ómar Haraldsson hjá Norðurflugi upplýsti að fyrirtækið hafi þurft að fjölga starfsfólki og þyrlum en anna ekki eftirspurn. Ferðin kostar 50 þúsund á haus, 37 þúsund fyrir börn og tekur ferðin um 45 mínútur. Birgir var spurður um ónæði sem fylgir þyrlunum og hann sagðist svo sem skilja það. Birgir Ómar Haraldsson er framkvæmdastjóri Norðurflugs og hann segir að hávaðinn sé eitthvað sem fylgi.vísir/ívar „Við byrjum ekki fyrr en klukkan 8 á morgnana og hættum um klukkan tíu á kvöldin. Þetta bara fylgir þessu. Það er því miður ekki hægt að gera þessar þyrlur hljóðlátar en sumar gefa frá sér minni hávaða en aðrar en þetta er allt í stöðugri þróun og við reynum að vanda okkur við að fljúga ekki lágt yfir íbúabyggð,“ hefur RÚV eftir Birgi sem reyndar notar tækifærið og vill benda á að ýmsir sem eru með flygindi, eða dróna, fari ekki eftir reglum á gosstað. En samkvæmt Gunna og þeim sem tjá sig á Facebook-síðu hans þá þurfa Birgir og hans menn sem og aðrir þyrlumenn að vanda sig mun meira ef það á að vera hægt að búa við þetta. Hávaðinn frá þyrlunum að gera marga íbúa á höfuðborgarsvæðinu gráhærða. Hávaðinn frá þyrlunum eyðileggur upplifunina „Hér hristist allt og skelfur nokkrum sinnum á dag,“ segir Gunni í samtali við Vísi en hann er búsettur í Hafnarfirði. Hann segist reyna að vera jákvæður, þó pirraður sé. Hann bendir á athugasemd á Facebook-síðu sinni sem birtir myndbandsskeið frá gosstað og er hávaðinn yfirgengilegur. Gunni fór upp að gosinu þegar gaus í fyrra og talar af reynslu. „Maður heyrir ekki í gosinu sjálfu fyrir þyrluhávaða. Maður sat í einhverjum ótrúlegustu aðstæðum sem maður hefur komist í, þetta er svo stórkostlegt og maður gat ekki talað við næstu manneskju fyrir þyrluhávaða.“ Gunni bendir á að eitt og annað skjóti skökku við í þessu sambandi. Þúsundir manna fara gangandi upp að gosstað á degi hverjum en þeir geta ekki talað saman vegna þessara 200 sem fljúga yfir á þyrlunum. „Þetta fór rosalega í taugarnar á mér. Þegar kom smá gat í þyrluumferðina og við heyrðum í eldgosinu, það er stór partur af upplifuninni.“ Verra en skjálftarnir Í þessu felst reyndar myndlíking að mati Gunna, þeir hinir fáu sem hafa efni á því að fara með þyrlum traðki á almúganum. „Ég vil ekki hafa atvinnuna af þessum þyrluflugmönnum en það hlýtur að vera hægt að finna einhverja lausn á þessu. Eins og það er búið að banna börnum yngri en 12 ára að fara.“ Gunni segir mágkonu sína bent á athyglisverða staðreynd í þessu samhengi sem er sú að húsið hennar, en hún er búsett í Setberginu í Hafnarfirði, hristist meira vegna þyrluumferðar en það gerði í jarðskjálftunum í aðdraganda gossins. „Finnst manni. Það er einhver víbríngur í loftinu sem fer í gegnum allt.“ Eins og áður sagði þá taka margir undir með Gunna á Facebook-síðu hans. Gunnar Hrafn Jónsson sagir til að mynda: „Þetta er að gera mig sturlaðan í vesturbænum, þarf að fljúga svona lágt eða heyrist bara svona djöfullega í þessu sama hvað er flogið hátt?“ Upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, Bjarni Brynjólfsson segir einfaldlega: „Þetta er komið gott.“ Og poppstjarnan Bo, sem að sjálfsögðu er búsett í Hafnarfirði, segir: „Nokkuð þreytandi.“
Ferðamennska á Íslandi Eldgos í Fagradalsfjalli Fréttir af flugi Umhverfismál Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Sjá meira