Innlent

Raf­magns­laust í Húna­þingi vestra

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Myndin er tekin í Víðidal.
Myndin er tekin í Víðidal. Vísir/Vilhelm

Rafmagni sló út í Húnaþingi vestra rétt fyrir klukkan tvö í dag. Bilunin varði í um fimmtán mínútur og rafmagn er aftur komið á.

Fréttastofu báru ábendingar af Hvammstanga og úr Staðarskála um að rafmagnslaust væri á svæðinu. Árni Grétar Árnason hjá svæðisvakt RARIK segir að bilunin hafi blessunarlega varað í stuttan tíma.

„Þetta var bara smá útsláttur, það getur verið samsláttur á línum eða eitthvað svoleiðis. En ég vona að þetta sé komið í lag núna,“ segir Árni Grétar.

Svæðið var býsna stórt en rafmagnsleysið náði út frá Hrútatungu.

„Það er Hrútafjörðurinn, Staðarskáli, Vatsnesið, Hvammstangi, Laugarbakki. Þannig að þetta er býsna stórt svæði, en við skulum vona að þetta hangi inni,“ segir Árni Grétar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×