Hvers vegna vilja Svíar og Finnar í NATO? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 7. ágúst 2022 11:00 Fyrr í sumar birtist mjög áhugaverð grein á fréttavef brezka dagblaðsins Guardian eftir dr. Jonathan Eyal, aðstoðarframkvæmdastjóra hjá Royal United Services Institute (RUSI), elztu hugveitu Bretlands á sviði öryggis- og varnarmála. Í greininni fjallar Eyal meðal annars um ástæður þess að stjórnvöld í Svíþjóð og Finnlandi tóku ákvörðun um það að óska eftir aðild að NATO í kjölfar innrásar rússneska hersins í Úkraínu. Tilefni greinarinnar var leiðtogafundur NATO sem fram fór í Madrid, höfuðborg Spánar, í lok júní þar sem leiðtogar aðildarrríkja bandalagsins tóku meðal annars ákvörðun um að 300 þúsund manna varnarlið á vegum þess yrði til taks til þess að bregðast við með skömmum fyrirvara í stað 40 þúsund manna liðs áður. Þá hétu leiðtogar aðildaríkja NATO því að auka verulega fjárframlög til varnarmála á komandi árum. Til þessa hefur meirihluti aðildarríkja NATO ekki varið þeim fjármunum til varnarmála sem þau hafa skuldbundið sig til með aðild að bandalaginu, það er sem nemur 2% af landsframleiðslu, og kosið þess í stað að treysta fyrst og fremst á varnarmátt Bandaríkjanna í þeim efnum. Eyal vekur athygli á því að rúmlega 2/3 ríkjanna uppfylli ekki skilyrðið í dag og þar á meðal séu fjölmenn ríki eins og Frakkland, Þýzkaland, Ítalía og Spánn. Munurinn á löngun ESB og getu NATO Meðal þess sem undirstrikað var með leiðtogafundi NATO í Madrid að sögn Eyals var sú staðreynd að bandalagið hefur eitt burði til þess að tryggja sameiginlegar varnir Evrópuríkja. Meðal annars með ákvörðun leiðtoga aðildarríkja NATO um að samþykkja formlega aðild Svíþjóðar og Finnlands að bandalaginu í kjölfar ákvörðunar ríkisstjórna landanna um að hverfa frá hlutleysisstefnu þeirra og óska eftir aðild: „Það gleymist oft að Svíþjóð og Finnland nutu þegar í orði kveðnu afdráttarlausrar öryggistryggingar í gegnum aðild þeirra að Evrópusambandinu. Eftir sem áður töldu bæði ríkin skynsamlegt að sækjast eftir aðild að NATO á leiðtogafundinum í Madrid þar sem þau gerðu sér grein fyrir muninum á milli löngunar sambandsins [til þess að geta veitt slíka tryggingu] og getu bandalagsins studdri af hernaðarmætti Bandaríkjanna.“ Forystumenn Svíþjóðar og Finnlands hafa sagt að aðild að NATO sé nauðsynleg til þess að tryggja öryggis- og varnarhagsmuni landanna. Þó að 21 af 30 aðildarríkjum NATO, og brátt 23, séu einnig í Evrópusambandinu hafi það þannig ekki tryggt þá hagsmuni. Ekkert þeirra fjögurra ríkja sambandsins sem út af standa (Austurríki, Írland, Kýpur og Malta) býr yfir miklum hernaðarmætti. Það munar fyrst og fremst um Bandaríkin. Vilja ekki bæta fyrir vanrækslu annarra Fjölgun aðildarríkja NATO hefur annars ekki dregið úr því hversu háð þau eru framlagi Bandaríkjanna til sameiginlegra varna bandalagsins sem er langt umfram samanlagt framlag aðildarríkja þess í Evrópu eins og Eyal áréttar. Óvíst sé hversu öflug samstaða NATO hefði verið vegna stríðsins í Úkraínu ef ekki væri fyrir 100 þúsund manna bandarískt varnarlið í álfunni. Það fjölmennasta frá því skömmu eftir lok kalda stríðsins. Fyrrnefnd tregða ófárra aðildarríkja NATO í Evrópu, við það að standa við skuldbindingar sínar í varnarmálum, hefur sætt réttmætri gagnrýni af hálfu bandarískra stjórnvalda á liðnum árum. Þó Bandaríkjamenn séu sem fyrr reiðubúnir til þess að leggja sitt að mörkum til sameiginlegra varna bandalagsins eru þeir eðli málsins samkvæmt lítt spenntir fyrir því að axla auknar birgðar vegna þess að aðrir standa ekki við sínar skuldbindingar. Fyrir liggur að Bandaríkin verða áfram hryggjarstykkið í vörnum vestrænna ríkja enda eina ríkið í þeim hópi sem hefur í raun burði til þess að verja bæði sig sjálf og aðra. Fyrir utan þá staðreynd að NATO er varnarbandalag ólíkt Evrópusambandinu er aðild Bandaríkjanna að bandalaginu forsenda þess að það hafi getu til þess að tryggja sameiginlegar varnir þess og þar með talið nýrra aðildarríkja eins og Svíþjóðar og Finnlands. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein NATO Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Fyrr í sumar birtist mjög áhugaverð grein á fréttavef brezka dagblaðsins Guardian eftir dr. Jonathan Eyal, aðstoðarframkvæmdastjóra hjá Royal United Services Institute (RUSI), elztu hugveitu Bretlands á sviði öryggis- og varnarmála. Í greininni fjallar Eyal meðal annars um ástæður þess að stjórnvöld í Svíþjóð og Finnlandi tóku ákvörðun um það að óska eftir aðild að NATO í kjölfar innrásar rússneska hersins í Úkraínu. Tilefni greinarinnar var leiðtogafundur NATO sem fram fór í Madrid, höfuðborg Spánar, í lok júní þar sem leiðtogar aðildarrríkja bandalagsins tóku meðal annars ákvörðun um að 300 þúsund manna varnarlið á vegum þess yrði til taks til þess að bregðast við með skömmum fyrirvara í stað 40 þúsund manna liðs áður. Þá hétu leiðtogar aðildaríkja NATO því að auka verulega fjárframlög til varnarmála á komandi árum. Til þessa hefur meirihluti aðildarríkja NATO ekki varið þeim fjármunum til varnarmála sem þau hafa skuldbundið sig til með aðild að bandalaginu, það er sem nemur 2% af landsframleiðslu, og kosið þess í stað að treysta fyrst og fremst á varnarmátt Bandaríkjanna í þeim efnum. Eyal vekur athygli á því að rúmlega 2/3 ríkjanna uppfylli ekki skilyrðið í dag og þar á meðal séu fjölmenn ríki eins og Frakkland, Þýzkaland, Ítalía og Spánn. Munurinn á löngun ESB og getu NATO Meðal þess sem undirstrikað var með leiðtogafundi NATO í Madrid að sögn Eyals var sú staðreynd að bandalagið hefur eitt burði til þess að tryggja sameiginlegar varnir Evrópuríkja. Meðal annars með ákvörðun leiðtoga aðildarríkja NATO um að samþykkja formlega aðild Svíþjóðar og Finnlands að bandalaginu í kjölfar ákvörðunar ríkisstjórna landanna um að hverfa frá hlutleysisstefnu þeirra og óska eftir aðild: „Það gleymist oft að Svíþjóð og Finnland nutu þegar í orði kveðnu afdráttarlausrar öryggistryggingar í gegnum aðild þeirra að Evrópusambandinu. Eftir sem áður töldu bæði ríkin skynsamlegt að sækjast eftir aðild að NATO á leiðtogafundinum í Madrid þar sem þau gerðu sér grein fyrir muninum á milli löngunar sambandsins [til þess að geta veitt slíka tryggingu] og getu bandalagsins studdri af hernaðarmætti Bandaríkjanna.“ Forystumenn Svíþjóðar og Finnlands hafa sagt að aðild að NATO sé nauðsynleg til þess að tryggja öryggis- og varnarhagsmuni landanna. Þó að 21 af 30 aðildarríkjum NATO, og brátt 23, séu einnig í Evrópusambandinu hafi það þannig ekki tryggt þá hagsmuni. Ekkert þeirra fjögurra ríkja sambandsins sem út af standa (Austurríki, Írland, Kýpur og Malta) býr yfir miklum hernaðarmætti. Það munar fyrst og fremst um Bandaríkin. Vilja ekki bæta fyrir vanrækslu annarra Fjölgun aðildarríkja NATO hefur annars ekki dregið úr því hversu háð þau eru framlagi Bandaríkjanna til sameiginlegra varna bandalagsins sem er langt umfram samanlagt framlag aðildarríkja þess í Evrópu eins og Eyal áréttar. Óvíst sé hversu öflug samstaða NATO hefði verið vegna stríðsins í Úkraínu ef ekki væri fyrir 100 þúsund manna bandarískt varnarlið í álfunni. Það fjölmennasta frá því skömmu eftir lok kalda stríðsins. Fyrrnefnd tregða ófárra aðildarríkja NATO í Evrópu, við það að standa við skuldbindingar sínar í varnarmálum, hefur sætt réttmætri gagnrýni af hálfu bandarískra stjórnvalda á liðnum árum. Þó Bandaríkjamenn séu sem fyrr reiðubúnir til þess að leggja sitt að mörkum til sameiginlegra varna bandalagsins eru þeir eðli málsins samkvæmt lítt spenntir fyrir því að axla auknar birgðar vegna þess að aðrir standa ekki við sínar skuldbindingar. Fyrir liggur að Bandaríkin verða áfram hryggjarstykkið í vörnum vestrænna ríkja enda eina ríkið í þeim hópi sem hefur í raun burði til þess að verja bæði sig sjálf og aðra. Fyrir utan þá staðreynd að NATO er varnarbandalag ólíkt Evrópusambandinu er aðild Bandaríkjanna að bandalaginu forsenda þess að það hafi getu til þess að tryggja sameiginlegar varnir þess og þar með talið nýrra aðildarríkja eins og Svíþjóðar og Finnlands. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun