Erlent

Rúm­lega fimm hundruð manns látist í skyndi­flóðum í Pakistan

Bjarki Sigurðsson skrifar
Á síðasta mánuði hafa 549 manns látið lífið í skyndiflóðum.
Á síðasta mánuði hafa 549 manns látið lífið í skyndiflóðum. EPA/Amiruddin Mughal

Alls hafa 549 manns látið lífið í Pakistan síðasta mánuðinn vegna skyndiflóða. Yfir 42 þúsund heimili eru eyðilögð vegna þeirra.

Mikil rigning hefur verið í Pakistan upp á síðkastið en þrátt fyrir að nú sé monsún-tímabil þar í landi telst rigningin vera ansi mikil.

Byggðir í dreifbýli hafa komið verst út úr þessari miklu rigningu, þá sérstaklega í héraðinu Balochistan sem er í suðvesturhluta landsins.

„Við erum að gera okkar besta til að veita fórnarlömbum flóðanna aðstoð,“ hefur CNN eftir Shehbaz Sharif, forsætisráðherra Pakistan.

Skyndiflóðin takmarka sig ekki einungis við Pakistan en nágrannalöndin Indland, Íran og Afganistan hafa einnig lent í þeim.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×