Erlent

Segir hald Rússa á Griner ó­rétt­mætt

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Griner hlaut níu og hálfs árs fangelsisdóm í gær, Biden segir hald Rússa á henni ólögmætt og Lavrov segir diplómatískar samskiptaleiðir gilda.
Griner hlaut níu og hálfs árs fangelsisdóm í gær, Biden segir hald Rússa á henni ólögmætt og Lavrov segir diplómatískar samskiptaleiðir gilda. Getty

Rússnesk yfirvöld segjast nú tilbúin til þess að ræða fangaskipti við Bandaríkin. Þetta kemur í kjölfar fangelsisdóms Brittany Griner í gær en hann er níu og hálft ár fyrir fíkniefnasmygl. Leifar af kannabisolíu eru sagðar hafa fundist í farangri Griner. Fangarnir sem hafa einna helst verið bendlaðir við skiptin eru vopnasölumaður og njósnari.

Vopnasölumaðurinn Viktor Bout sem hefur hlotið viðurnefnið „Kaupmaður dauðans“ hlaut tuttugu og fimm ára fangelsisdóm árið 2012 og situr í bandarísku fangelsi. Bout er einn þeirra sem Bandaríkin hafa boðið í skiptum fyrir Griner og mann að nafni Paul Whelan en sá síðarnefndi er fyrrum sjóliði og var handtekinn í Rússlandi árið 2018 og fangelsaður fyrir meinta njósnatilburði.

Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands á samkvæmt CNN að hafa sagt fyrr í dag að diplómatísk samskiptaleið sem sé fyrirfram ákveðin af Joe Biden Bandaríkjaforseta og Vladímír Pútín Rússlandsforseta verði áfram nýtt í sambandi við fangaskipti.

Eftir að dómurinn í máli Griner féll í gær sagði Biden í tilkynningu að stjórn hans myndi áfram vinna að því að Griner og Whelan yrðu látin laus úr haldi Rússa sem fyrst. Rússland hefði Griner í óréttmætu haldi og hann biðlaði til Rússa að sleppa henni tafarlaust


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×