Hraunflæði virðist stöðugt Árni Sæberg skrifar 5. ágúst 2022 06:42 Nokkuð hefur dregið úr hraunflæði í Meradölum síðan RAX tók þessa ljósmynd þegar hann flaug yfir gosið í fyrradag. Vísir/RAX Engar breytingar hafa orðið á hraunflæði í gosinu í Meradölum síðan í gær að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Þegar hraunflæði var mælt í gær hafði það minnkað um nær helming frá fyrstu mælingu í fyrradag. Til stendur að fljúga yfir gosstöðvarnar á ný í dag og mæla flæði. Fyrstu flugmælingar sýndu að meðalhraunflæði gossins fyrstu klukkutímana var 32 rúmmetrar á sekúndu en þetta er fjórum til fimm sinnum meira en í byrjun gossins í fyrra. Önnur mæling í gær sýndi hins vegar fram á að hraunflæði væri komið niður í átján rúmmetra á sekúndu. Að sögn Sigríðar Kristjánsdóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofunni, bendir ekkert til þess að hraunflæði hafi breyst frá því í gær. Til standi að fljúga yfir svæðið snemma í dag ef veður leyfir og mæla á ný. Þá segir hún að gossprungan virðist enn um eitt hundrað metrar að lengd og magn gass frá gosinu mælist óbreytt. Að lokum segir Sigríður að lítil skjálftavirkni hafi verið á svæðinu undanfarið en samkvæmt vef Veðurstofunnar hafa aðeins 567 skjálftar mælst á öllu landinu síðastliðnar 48 klukkustundir. Eldgosið er í vestanverðum Meradölum um 1,5 km norður af Stóra-Hrút. Jarðeldurinn virðist koma upp um norðuraustur-suðvestur sprungu á þeim stað. Núverandi gönguleið er minnst 14 kílómetrar fram og til baka og krefst göngu upp á Fagradalsfjall í sveig utan um eldri hraunbreiðuna. Samkvæmt björgunarsveitinni Þorbirni má gera ráð fyrir að slík ganga taki 5 til 6 klukkustundir hið minnsta, en liðsmenn sveitarinnar kláruðu í gærkvöldi að stika gönguleiðina.Vísir Vísir var í beinni útsendingu frá eldgosinu í gærkvöldi og má horfa á hluta hennar í spilaranum hér að neðan. Fylgst verður með stöðunni á eldgosinu í Meradal í allan dag í vaktinni hér að neðan.
Fyrstu flugmælingar sýndu að meðalhraunflæði gossins fyrstu klukkutímana var 32 rúmmetrar á sekúndu en þetta er fjórum til fimm sinnum meira en í byrjun gossins í fyrra. Önnur mæling í gær sýndi hins vegar fram á að hraunflæði væri komið niður í átján rúmmetra á sekúndu. Að sögn Sigríðar Kristjánsdóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofunni, bendir ekkert til þess að hraunflæði hafi breyst frá því í gær. Til standi að fljúga yfir svæðið snemma í dag ef veður leyfir og mæla á ný. Þá segir hún að gossprungan virðist enn um eitt hundrað metrar að lengd og magn gass frá gosinu mælist óbreytt. Að lokum segir Sigríður að lítil skjálftavirkni hafi verið á svæðinu undanfarið en samkvæmt vef Veðurstofunnar hafa aðeins 567 skjálftar mælst á öllu landinu síðastliðnar 48 klukkustundir. Eldgosið er í vestanverðum Meradölum um 1,5 km norður af Stóra-Hrút. Jarðeldurinn virðist koma upp um norðuraustur-suðvestur sprungu á þeim stað. Núverandi gönguleið er minnst 14 kílómetrar fram og til baka og krefst göngu upp á Fagradalsfjall í sveig utan um eldri hraunbreiðuna. Samkvæmt björgunarsveitinni Þorbirni má gera ráð fyrir að slík ganga taki 5 til 6 klukkustundir hið minnsta, en liðsmenn sveitarinnar kláruðu í gærkvöldi að stika gönguleiðina.Vísir Vísir var í beinni útsendingu frá eldgosinu í gærkvöldi og má horfa á hluta hennar í spilaranum hér að neðan. Fylgst verður með stöðunni á eldgosinu í Meradal í allan dag í vaktinni hér að neðan.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Varað við ferðalögum víða um land Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira