Viðskipti innlent

Ragn­heiður til Kea­hótela

Atli Ísleifsson skrifar
Ragnheiður Hauksdóttir.
Ragnheiður Hauksdóttir. Keahótel

Ragnheiður Hauksdóttir hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs hjá Keahótelum ehf.

Í tilkynningu segir að Ragnheiður muni sjá um rekstur skrifstofu Keahótela í Reykjavík og bera ábyrgð á sölu, markaðssetningu, tekjustýringu og innleiðingu nýrra tæknilausna fyrir hótelkeðjuna.

„Ragnheiður hefur yfirgripsmikla reynslu af sölu, markaðsmálum, þjónustu og stafrænum lausnum frá fyrri störfum. Hún hefur einnig umfangsmikla reynslu sem stjórnandi nú síðast sem framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar og upplýsingatækni hjá Isavia og framkvæmdastjóri einstaklingssviðs hjá Sýn þar á undan. 

Ragnheiður hefur upplifun viðskiptavinarins að leiðarljósi í sinni vinnu og á það bæði við um sölu- og markaðsmál sem og þær leiðir sem viðskiptavinurinn notar til að eiga viðskipti. Ragnheiður er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og Copenhagen Business School þar sem sérsvið hennar var markaðsfræði og alþjóðaviðskipti.

Keahótel ehf. er eitt stærsta hótelfélag landsins sem rekur níu hótel. Í Reykjavík eru hótelin 6 talsins, Hótel Borg , Apótek, Sand, Skuggi, Storm og Reykjavík Lights. Hótel Kea á Akureyri, Sigló Hótel á Siglufirði og Hótel Katla í Vík,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×