Vaktin: Reykjanesið skelfur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. ágúst 2022 10:22 Grannt er fylgst með gangi máli á Reykjanesi. Vísir/RAX Eldgos er hafið á Reykjanesskaga. Jarðeldar sjást greinilega á vefmyndavélum frá svæðinu þar sem eldgos kom upp í mars í fyrra. Jörð heldur áfram að skjálfa á Reykjanesi þótt að dregið hafi úr virkninni síðasta sólarhringinn miðað við síðustu daga. Rúmlega tvo þúsund skjálftar hafa mælst síðasta sólarhringinn. Fjórir skjálftar mældust þrír að stærð eða stærri í nótt. Sá stærsti var 4,6 en hann varð á 2,7 kílómetra dýpi 3,4 kílómetrum Suðaustan Fagradalsfjalls. Veðurstofunni hafa borist tilkynningar um að skjálftinn hafi fundist nokkuð víða, í Grindavík, Reykjanesbæ, á höfuðborgarsvæðinu og austur að Selfossi. Veðurstofan gaf út í gær að niðurstöður rannsókna bendi til þess að kvikugangur undir Fagradalsfjalli liggi mjög grunnt, eða um einum kílómetra undir yfirborðinu. Líkur á eldgosi á svæðinu í kringum fjallið á næstu dögum eða vikum séu taldar verulegar. Þetta kort birtist í fréttum Stöðvar 2 þann 3. mars í fyrra þegar óróapúls benti til að kvika væri á leið til yfirborðs á svæðinu milli Litla-Hrúts og Keilis. Þetta er sama svæði og nú skelfur.Grafík/Stöð 2. Þá voru sérfræðingar kallaður út í nótt þegar ljósblossar í Fagradalsfjalli sáust á vefmyndavélum. Landhelgisgæslan var send til að kanna málið en í ljós kom að kviknað hafðu í mosa.. Engin merki eru um kviku á svæðinu. Í öðrum skjálftatengdum málum var litakóða fyrir Grímsvötn breytt í gult í gær. Nokkrir jarðskjálftar stærri en 1,0 að stærð hafa mælst þar. stærsti skjálftinn af þeim mældist 3,6 að stærð kl. 14:24 í gær. Er jarðskjálftavirkni umfram eðlilega bakgrunnsvirkni og er því fylgst náið með þróun mála þar. Fylgst verður með helstu skjálftavendingum dagsins í vaktinni hér að neðan.
Jörð heldur áfram að skjálfa á Reykjanesi þótt að dregið hafi úr virkninni síðasta sólarhringinn miðað við síðustu daga. Rúmlega tvo þúsund skjálftar hafa mælst síðasta sólarhringinn. Fjórir skjálftar mældust þrír að stærð eða stærri í nótt. Sá stærsti var 4,6 en hann varð á 2,7 kílómetra dýpi 3,4 kílómetrum Suðaustan Fagradalsfjalls. Veðurstofunni hafa borist tilkynningar um að skjálftinn hafi fundist nokkuð víða, í Grindavík, Reykjanesbæ, á höfuðborgarsvæðinu og austur að Selfossi. Veðurstofan gaf út í gær að niðurstöður rannsókna bendi til þess að kvikugangur undir Fagradalsfjalli liggi mjög grunnt, eða um einum kílómetra undir yfirborðinu. Líkur á eldgosi á svæðinu í kringum fjallið á næstu dögum eða vikum séu taldar verulegar. Þetta kort birtist í fréttum Stöðvar 2 þann 3. mars í fyrra þegar óróapúls benti til að kvika væri á leið til yfirborðs á svæðinu milli Litla-Hrúts og Keilis. Þetta er sama svæði og nú skelfur.Grafík/Stöð 2. Þá voru sérfræðingar kallaður út í nótt þegar ljósblossar í Fagradalsfjalli sáust á vefmyndavélum. Landhelgisgæslan var send til að kanna málið en í ljós kom að kviknað hafðu í mosa.. Engin merki eru um kviku á svæðinu. Í öðrum skjálftatengdum málum var litakóða fyrir Grímsvötn breytt í gult í gær. Nokkrir jarðskjálftar stærri en 1,0 að stærð hafa mælst þar. stærsti skjálftinn af þeim mældist 3,6 að stærð kl. 14:24 í gær. Er jarðskjálftavirkni umfram eðlilega bakgrunnsvirkni og er því fylgst náið með þróun mála þar. Fylgst verður með helstu skjálftavendingum dagsins í vaktinni hér að neðan.
Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir „Ég var dálítið stressaður og var farinn að leita að dyrunum“ Þó Íslendingar séu margir orðnir vanir jarðskjálftum, líkt og þeim sem riðið hafa yfir á Reykjanesskaga og víðar að undanförnu, þá eru það ekki allir. Nokkrir erlendir ferðamenn sem fréttastofa hitti höfðu aldrei upplifað jarðskjálfta fyrr en á mánudagskvöld. 3. ágúst 2022 07:00 Minni virkni í nótt en einn stór skjálfti í morgunsárið Nokkuð færri skjálftar urðu á Reykjanesskaga í nótt en aðeins fjórir mældust þrír að stærð eða stærri. Þar af var einn af stærðinni 4,6 sem reið yfir klukkan hálf sex í morgun. 3. ágúst 2022 06:40 Óútskýrður eldur í mosa en engin kvika sjáanleg Ljósblossar í Fagradalsfjalli sem Landhelgisgæslan var send að kanna nú eftir miðnætti reyndust vera vegna elds í mosa. Engin merki eru um kviku á svæðinu. 3. ágúst 2022 01:26 Verulegar líkur á gosi á næstu dögum eða vikum Líkurnar á eldgosi á svæðinu í kringum Fagradalsfjall á næstu dögum eða vikum hafa aukist og eru nú taldar verulegar. Þetta má lesa úr niðurstöðum nýrra aflögunarlíkana en líkt og staðan er núna virðist vera að hægja á aflögun og skjálftavirkni við Fagradalsfjall. Var það einn af forboðunum fyrir eldgosið sem hófst í mars á seinasta ári. 2. ágúst 2022 18:40 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
„Ég var dálítið stressaður og var farinn að leita að dyrunum“ Þó Íslendingar séu margir orðnir vanir jarðskjálftum, líkt og þeim sem riðið hafa yfir á Reykjanesskaga og víðar að undanförnu, þá eru það ekki allir. Nokkrir erlendir ferðamenn sem fréttastofa hitti höfðu aldrei upplifað jarðskjálfta fyrr en á mánudagskvöld. 3. ágúst 2022 07:00
Minni virkni í nótt en einn stór skjálfti í morgunsárið Nokkuð færri skjálftar urðu á Reykjanesskaga í nótt en aðeins fjórir mældust þrír að stærð eða stærri. Þar af var einn af stærðinni 4,6 sem reið yfir klukkan hálf sex í morgun. 3. ágúst 2022 06:40
Óútskýrður eldur í mosa en engin kvika sjáanleg Ljósblossar í Fagradalsfjalli sem Landhelgisgæslan var send að kanna nú eftir miðnætti reyndust vera vegna elds í mosa. Engin merki eru um kviku á svæðinu. 3. ágúst 2022 01:26
Verulegar líkur á gosi á næstu dögum eða vikum Líkurnar á eldgosi á svæðinu í kringum Fagradalsfjall á næstu dögum eða vikum hafa aukist og eru nú taldar verulegar. Þetta má lesa úr niðurstöðum nýrra aflögunarlíkana en líkt og staðan er núna virðist vera að hægja á aflögun og skjálftavirkni við Fagradalsfjall. Var það einn af forboðunum fyrir eldgosið sem hófst í mars á seinasta ári. 2. ágúst 2022 18:40