Brynjar segir umdeildan fund með Namibíumönnum hinn furðulegasta Jakob Bjarnar skrifar 2. ágúst 2022 10:24 Helga Vala segir það fráleitt að fundur Brynjars með embættismönnum Namibíu hafa verið einkafund en Brynar segist aldrei hafa haldið því fram, heldur að fundurinn hafi verið þannig vaxinn að ómögulegt hafi verið að átta sig á því hvers eðlis fundurinn var. Brynjar Níelsson, varaþingmaður og aðstoðarmaður dómsmálaráðherra segir ómögulegt fyrir sig að átta sig á því hvers eðlis umdeildur fundur með Namibíumönnum var. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að talsmaður namibíska utanríkissamskipta- og samvinnuráðuneytinu vilji ekki skrifa undir skýringar Brynjars Níelssonar, aðstoðarmanns dómsmálaráðherra á fundi sem hann átti með namibískum embættismönnum. Þann 7. júní síðastliðinn hitti Brynjar aðstoðarforsætisráðherra Namibíu, ríkissaksóknara Namibíu og aðstoðarframkvæmdastjóra namibísku spillingarnefndarinnar þá sem fulltrúi Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Sakar ríkisstjórnina um fúsk Brynjar hefur ekki viljað upplýsa um efni fundarins og í morgun fordæmdi Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar það og svör Brynjars á Facebook-síðu sinni: „Þetta er auðvitað ævintýraleg della. Aðstoðarmaður dómsmálaráðherra fundar ekki með aðstoðarforsætisráðherra Namibíu, ríkissaksóknara Namibíu og aðstoðarframkvæmdastjóra namibísku spillingarnefndarinnar fyrir hönd Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra í einkaerindum. Ekki frekar en forsætisráðherra sem fundaði með þeim fyrst eða utanríkisráðherra. Gætum við fengið ögn af fagmennsku takk?“ spyr Helga Vala. Þegar Vísir bar þetta undir Brynjar nú í morgun spurði hann á móti hvort þetta væru ekki bara þingmenn Samfylkingarinnar að reyna að þyrla upp moldviðri út af engu? Heimsóttu helstu ferðamannastaði og bönkuðu uppá En hvernig var þetta eiginlega með þennan fund sem tvennum sögum fer af? Brynjar segir ekki svo gott að átta sig á því. „Þetta ágæta fólk frá Namibíu hafði verið hér á landi í einhverja daga og heimsótt helstu ferðamannastaði án þess að nokkur vissi þegar það bankaði upp á hjá forsætisráðherra og vildi eiga við hann orð varðandi Samherjamálið. Hún benti á að dómsmálaráðherra væri sá sem betra væri að tala við,“ segir Brynjar spurður um hvernig það hafi komið til að hann hafi verið í forsvari. „Óskað var eftir fundi við dómsmálaráðherra sem ekki var viðlátinn. Var þeim þá gefinn kostur á að ræða við hinn viðkunnalega aðstoðarmann ráðherra, sem þau þáðu,“ segir Brynjar. Furðulegur fundur Með honum á fundinum voru embættismenn til að geta svara spurningum sem upp kæmu. „Svona var aðdragandinn að þessum fundi en það sem kom fram á fundinum er síðan efni í uppistand. Ég sagði ekki að ég hafi fundað með þessu fólki í einkaerindum heldur sagði að mig minnir að þetta fólk hafi ekki verið hér á landi í embættiserindum enda bara bankað upp á sísvona og enginn vissi af þeim. Voru þetta þá bara einhverjir villuráfandi sauðir? „Skal ekki segja en þetta var mjög furðuleg framkvæmd. Það er eiginlega ómögulegt fyrir mig að segja hvort þetta fólk var í einkaerindum eða embættiserindum. Það væri kannski best að spyrja það sjálft.“ Þessi umræddi fundur hefur verið umdeildur og var hart tekist á um hann á Facebook-síðu Brynjars fyrir nokkru en þar sóttu meðal annarra Helga Vala og Sveinn Andri Sveinsson lögmaður að Brynjari. Þá var Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, nú rétt í þessu að benda á að slíkur fundur geti aldrei verið einkafundur, í besta falli óformlegur en hann verði engu að síður að færa til bókar. Samherjaskjölin Namibía Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fundarhöld með namibískum rannsakendum og saksóknara Héraðssaksóknari hefur átt tvo fundi með þeim sem fara fyrir rannsókn og saksókn í Samherjamálinu í Namibíu. Varaforsætisráðherra Namibíu er stödd hér á landi ásamt sendinefnd til að ræða við íslensk stjórnvöld og rannsakendur. Héraðssaksóknari segir að það sé góður gangur á rannsókninni. 8. júní 2022 12:16 Töf Samherjamálsins valdi réttarspjöllum ofan á orðsporsáhættu Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, telur að töf á rannsókn Samherjamálsins geti valdið réttarspjöllum ofan á þá „orðsporsáhættu sem augljós er“. Hún segir embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra vanfjármögnuð og sakar fjármálaráðherra um að kæra sig kollóttan um fjárhagsskort embættanna. 19. júní 2022 15:01 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Fréttablaðið greindi frá því í morgun að talsmaður namibíska utanríkissamskipta- og samvinnuráðuneytinu vilji ekki skrifa undir skýringar Brynjars Níelssonar, aðstoðarmanns dómsmálaráðherra á fundi sem hann átti með namibískum embættismönnum. Þann 7. júní síðastliðinn hitti Brynjar aðstoðarforsætisráðherra Namibíu, ríkissaksóknara Namibíu og aðstoðarframkvæmdastjóra namibísku spillingarnefndarinnar þá sem fulltrúi Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Sakar ríkisstjórnina um fúsk Brynjar hefur ekki viljað upplýsa um efni fundarins og í morgun fordæmdi Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar það og svör Brynjars á Facebook-síðu sinni: „Þetta er auðvitað ævintýraleg della. Aðstoðarmaður dómsmálaráðherra fundar ekki með aðstoðarforsætisráðherra Namibíu, ríkissaksóknara Namibíu og aðstoðarframkvæmdastjóra namibísku spillingarnefndarinnar fyrir hönd Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra í einkaerindum. Ekki frekar en forsætisráðherra sem fundaði með þeim fyrst eða utanríkisráðherra. Gætum við fengið ögn af fagmennsku takk?“ spyr Helga Vala. Þegar Vísir bar þetta undir Brynjar nú í morgun spurði hann á móti hvort þetta væru ekki bara þingmenn Samfylkingarinnar að reyna að þyrla upp moldviðri út af engu? Heimsóttu helstu ferðamannastaði og bönkuðu uppá En hvernig var þetta eiginlega með þennan fund sem tvennum sögum fer af? Brynjar segir ekki svo gott að átta sig á því. „Þetta ágæta fólk frá Namibíu hafði verið hér á landi í einhverja daga og heimsótt helstu ferðamannastaði án þess að nokkur vissi þegar það bankaði upp á hjá forsætisráðherra og vildi eiga við hann orð varðandi Samherjamálið. Hún benti á að dómsmálaráðherra væri sá sem betra væri að tala við,“ segir Brynjar spurður um hvernig það hafi komið til að hann hafi verið í forsvari. „Óskað var eftir fundi við dómsmálaráðherra sem ekki var viðlátinn. Var þeim þá gefinn kostur á að ræða við hinn viðkunnalega aðstoðarmann ráðherra, sem þau þáðu,“ segir Brynjar. Furðulegur fundur Með honum á fundinum voru embættismenn til að geta svara spurningum sem upp kæmu. „Svona var aðdragandinn að þessum fundi en það sem kom fram á fundinum er síðan efni í uppistand. Ég sagði ekki að ég hafi fundað með þessu fólki í einkaerindum heldur sagði að mig minnir að þetta fólk hafi ekki verið hér á landi í embættiserindum enda bara bankað upp á sísvona og enginn vissi af þeim. Voru þetta þá bara einhverjir villuráfandi sauðir? „Skal ekki segja en þetta var mjög furðuleg framkvæmd. Það er eiginlega ómögulegt fyrir mig að segja hvort þetta fólk var í einkaerindum eða embættiserindum. Það væri kannski best að spyrja það sjálft.“ Þessi umræddi fundur hefur verið umdeildur og var hart tekist á um hann á Facebook-síðu Brynjars fyrir nokkru en þar sóttu meðal annarra Helga Vala og Sveinn Andri Sveinsson lögmaður að Brynjari. Þá var Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, nú rétt í þessu að benda á að slíkur fundur geti aldrei verið einkafundur, í besta falli óformlegur en hann verði engu að síður að færa til bókar.
Samherjaskjölin Namibía Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fundarhöld með namibískum rannsakendum og saksóknara Héraðssaksóknari hefur átt tvo fundi með þeim sem fara fyrir rannsókn og saksókn í Samherjamálinu í Namibíu. Varaforsætisráðherra Namibíu er stödd hér á landi ásamt sendinefnd til að ræða við íslensk stjórnvöld og rannsakendur. Héraðssaksóknari segir að það sé góður gangur á rannsókninni. 8. júní 2022 12:16 Töf Samherjamálsins valdi réttarspjöllum ofan á orðsporsáhættu Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, telur að töf á rannsókn Samherjamálsins geti valdið réttarspjöllum ofan á þá „orðsporsáhættu sem augljós er“. Hún segir embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra vanfjármögnuð og sakar fjármálaráðherra um að kæra sig kollóttan um fjárhagsskort embættanna. 19. júní 2022 15:01 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Fundarhöld með namibískum rannsakendum og saksóknara Héraðssaksóknari hefur átt tvo fundi með þeim sem fara fyrir rannsókn og saksókn í Samherjamálinu í Namibíu. Varaforsætisráðherra Namibíu er stödd hér á landi ásamt sendinefnd til að ræða við íslensk stjórnvöld og rannsakendur. Héraðssaksóknari segir að það sé góður gangur á rannsókninni. 8. júní 2022 12:16
Töf Samherjamálsins valdi réttarspjöllum ofan á orðsporsáhættu Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, telur að töf á rannsókn Samherjamálsins geti valdið réttarspjöllum ofan á þá „orðsporsáhættu sem augljós er“. Hún segir embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra vanfjármögnuð og sakar fjármálaráðherra um að kæra sig kollóttan um fjárhagsskort embættanna. 19. júní 2022 15:01