Læknar búast við neyðarástandi Árni Sæberg skrifar 2. ágúst 2022 10:13 Steinunn Þórðardóttir, öldrunarlæknir og forseti Norrænu öldrunarfræðaráðstefnunnar. Vísir/Einar Formaður Læknafélags Íslands segist búast við neyðarástandi í heilbrigðiskerfinu vegna manneklu. Hann segir álag á heilbrigðisstarfsfólk orðið að hættulegum vítahring. Þegar álag aukist fækki fólki og meira álag verði á þeim sem eftir standa. Steinunn Þórðardóttir, læknir og formaður Læknafélags Íslands, ræddi alvarlegan læknaskort hér á landi í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Einungis sextíu heimilislæknar starfa hér á landi miðað við hverja eitt hundrað þúsund íbúa. Portúgal hefur flesta starfandi heimilislækna fyrir hvern íbúa eða 292 á hverja hundrað þúsund. Við Íslendingar erum í þriðja neðsta sæti á lista yfir fjölda lækna í Evrópuþjóðum. „Þetta er virkilega sláandi en við fögnum því auðvitað að þessu sé veitt athygli,“ segir Steinunn. Hún segir að gríðarlegur skortur sé á sérfræðingum í heimilislækningum og að sú stétt sé farin að eldast mikið. Innan tíu ára muni nánast helmingur þeirra vera farinn á eftirlaun. Hún segir þó að sem betur fer sé sérnám í heimilislækningum öflugt og fari vaxandi. Myndi halda að læknar hér væru fleiri Steinunn segir að þegar litið sé til heildarfjölda lækna sé Ísland neðst á lista Norðurlandanna. „Þetta slær mig líka svolítið illa vegna þess að menn velta því fyrir sér, Ísland er auðvitað pínulítið land og lítil rekstrareining og dreifbýlt. Maður mundi halda að við ættum að hafa jafnvel fleiri lækna til að ná að dekka alla þjónustu á svona litlu landi,“ segir hún. Ekki vitað hversu marga lækna þarf Steinunn segir ekki vitað hverssu marga lækna þurfi til að reka heilbrigðiskerfið hér á landi með sómasamlegum hætti. „Það er eitt af því sem við höfum líka verið að kalla eftir, úttekt á mannaflaþörf lækna á Íslandi og hvað er hámarksálag á lækni,“ segir hún. Þá segir Steinunn að það fæli lækna frá landinu að vita ekki hversu mörgum sjúklingar þeir þurfa að sinna. „Það eru ekki allir tilbúnir að vinna við aðstæður þar sem er opinn tékki á þitt vinnuframlag,“ segir hún og bendir á að í Svíþjóð hafi nýverið verið sett hámark á fjölda sjúklinga sem læknar sinna. Sænskir heimilislæknar mega mest sinna 1.100 en hér á landi sinni heimilislæknar jafnvel tvöfalt fleiri sjúklingum. Viðtal við Steinunni Þórðardóttur í Bítinu á Bygjunni í morgun má heyra í spilaranum hér að ofan. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Erlent Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Erlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Innlent „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Sjá meira
Steinunn Þórðardóttir, læknir og formaður Læknafélags Íslands, ræddi alvarlegan læknaskort hér á landi í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Einungis sextíu heimilislæknar starfa hér á landi miðað við hverja eitt hundrað þúsund íbúa. Portúgal hefur flesta starfandi heimilislækna fyrir hvern íbúa eða 292 á hverja hundrað þúsund. Við Íslendingar erum í þriðja neðsta sæti á lista yfir fjölda lækna í Evrópuþjóðum. „Þetta er virkilega sláandi en við fögnum því auðvitað að þessu sé veitt athygli,“ segir Steinunn. Hún segir að gríðarlegur skortur sé á sérfræðingum í heimilislækningum og að sú stétt sé farin að eldast mikið. Innan tíu ára muni nánast helmingur þeirra vera farinn á eftirlaun. Hún segir þó að sem betur fer sé sérnám í heimilislækningum öflugt og fari vaxandi. Myndi halda að læknar hér væru fleiri Steinunn segir að þegar litið sé til heildarfjölda lækna sé Ísland neðst á lista Norðurlandanna. „Þetta slær mig líka svolítið illa vegna þess að menn velta því fyrir sér, Ísland er auðvitað pínulítið land og lítil rekstrareining og dreifbýlt. Maður mundi halda að við ættum að hafa jafnvel fleiri lækna til að ná að dekka alla þjónustu á svona litlu landi,“ segir hún. Ekki vitað hversu marga lækna þarf Steinunn segir ekki vitað hverssu marga lækna þurfi til að reka heilbrigðiskerfið hér á landi með sómasamlegum hætti. „Það er eitt af því sem við höfum líka verið að kalla eftir, úttekt á mannaflaþörf lækna á Íslandi og hvað er hámarksálag á lækni,“ segir hún. Þá segir Steinunn að það fæli lækna frá landinu að vita ekki hversu mörgum sjúklingar þeir þurfa að sinna. „Það eru ekki allir tilbúnir að vinna við aðstæður þar sem er opinn tékki á þitt vinnuframlag,“ segir hún og bendir á að í Svíþjóð hafi nýverið verið sett hámark á fjölda sjúklinga sem læknar sinna. Sænskir heimilislæknar mega mest sinna 1.100 en hér á landi sinni heimilislæknar jafnvel tvöfalt fleiri sjúklingum. Viðtal við Steinunni Þórðardóttur í Bítinu á Bygjunni í morgun má heyra í spilaranum hér að ofan.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Erlent Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Erlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Innlent „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Sjá meira