Þýska blaðið Bild: Nýtt Wembley svindl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2022 08:01 Atvikið þegar Leah Williamson, fyrirliði enska landsliðsins, bjargar marki á marklínunni. Getty/Robbie Jay Barratt 1966 vann karlalandslið Englands Þýskalands í úrslitaleik HM á Wembley. 2022 vann kvennalandslið Englands Þýskaland í úrslitaleik EM á Wembley. Þjóðverjum þykir á sér brotið í báðum þessum leikjum. Þýska blaðið Bild slær því upp að þýsku stelpurnar þurfa ekki aðeins að svekkja sig yfir tapinu eftir þennan spennandi úrslitaleik heldur einnig yfir nýju svindli enskra á Wembley leikvanginum. Fyrir 56 árum síðan vann karlalið Englands líka sigur á Þjóðverjum í framlengdum úrslitaleik. Markið sem kom enska liðinu yfir í framlengingunni er eitt umdeildasta mark allra tíma. Sir Geoff Hurst átti þá skot sem fór í slá og niður á marklínuna. Línuvörðurinn dæmdi mark en ljósmyndir og sjónvarpsmyndir af atvikinu hafa ekki geta sannað að boltinn hafi farið yfir línuna. Atvikið sem Þjóðverjar kalla nýtt Wembley svindl er þegar fyrirliði enska landsliðsins, Leah Williamson, bjargaði tvisvar sinnum á marklínu með nokkra sekúndna millibili. Í annað skiptið leit út fyrir að Leah hafi notað hendina til að koma í veg fyrir að boltinn færi yfir marklínuna. Und wieder Wembley-Betrug - trotz VAR! Das hat das DFB-Team nicht verdient! pic.twitter.com/BmSalH4nui— Henning Feindt (@Karlo_Kolumna) July 31, 2022 Atvikið var skoðað af myndbandsdómurum leiksins en Varsjáin sá ekkert athugavert við þessa björgun Williamson. Blaðamaður Bild skrifar um þetta nýja Wembley svindl og birtir myndir af þessum tveimur umdeildu atvikum á Wembley sem gerðust með 56 ára millibili. „Aftur svindl á Wembley og það þrátt fyrir Var. Þýska liðið átti þetta ekki skilið,“ skrifaði þýski blaðamaðurinn Henning Feindt eins og sjá má hér fyrir neðan. EM 2022 í Englandi Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Sjá meira
Þýska blaðið Bild slær því upp að þýsku stelpurnar þurfa ekki aðeins að svekkja sig yfir tapinu eftir þennan spennandi úrslitaleik heldur einnig yfir nýju svindli enskra á Wembley leikvanginum. Fyrir 56 árum síðan vann karlalið Englands líka sigur á Þjóðverjum í framlengdum úrslitaleik. Markið sem kom enska liðinu yfir í framlengingunni er eitt umdeildasta mark allra tíma. Sir Geoff Hurst átti þá skot sem fór í slá og niður á marklínuna. Línuvörðurinn dæmdi mark en ljósmyndir og sjónvarpsmyndir af atvikinu hafa ekki geta sannað að boltinn hafi farið yfir línuna. Atvikið sem Þjóðverjar kalla nýtt Wembley svindl er þegar fyrirliði enska landsliðsins, Leah Williamson, bjargaði tvisvar sinnum á marklínu með nokkra sekúndna millibili. Í annað skiptið leit út fyrir að Leah hafi notað hendina til að koma í veg fyrir að boltinn færi yfir marklínuna. Und wieder Wembley-Betrug - trotz VAR! Das hat das DFB-Team nicht verdient! pic.twitter.com/BmSalH4nui— Henning Feindt (@Karlo_Kolumna) July 31, 2022 Atvikið var skoðað af myndbandsdómurum leiksins en Varsjáin sá ekkert athugavert við þessa björgun Williamson. Blaðamaður Bild skrifar um þetta nýja Wembley svindl og birtir myndir af þessum tveimur umdeildu atvikum á Wembley sem gerðust með 56 ára millibili. „Aftur svindl á Wembley og það þrátt fyrir Var. Þýska liðið átti þetta ekki skilið,“ skrifaði þýski blaðamaðurinn Henning Feindt eins og sjá má hér fyrir neðan.
EM 2022 í Englandi Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Sjá meira