Óskar Hrafn: Dagur Dan frábær í algjörlega nýrri stöðu Hjörvar Ólafsson skrifar 1. ágúst 2022 22:14 Óskar Hrafn Þorvaldsson hrósaði leikmönnum fyrir frammistöðu sína í leiknum. Vísir/Diego Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var heilt yfir sáttur við lærisveina sína í 3-1 sigri liðsins á móti Skagamönnum í 15. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Kópavogsvelli í kvöld. „Mér fannst þessu sigur fyllilega sanngjarn og það breytti litlu hvað spilamennsku okkar varðar að hafa lent undir. Við settum bara aðeins meiri kraft í sóknaraðerðir okkar og það skilaði sér. Það var ekkert stress við að fá markið í andlitið, það er styrkleikamerki," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks að leik loknum. „Við vorum svolítið værukærir í sendingum og því sem við vorum að gera framan af leik. Það var hins vegar ekkert út á vinnuframlagið eða viljann að setja í þessum leik. Leikmenn gáfu allt sem þeir gátu í leikinn og þegar við brutum ísinn gengum við á lagið," sagði Óskar Hrafn sem var svo spurður út í frammistöðu bakvarða sinna sem tóku virkan þátt í sóknarleiknum. „Dagur Dan var algjörlega frábær í stöðu sem hann hefur aldrei spilað áður. Hann var síógnandi allan leikinn og uppskar laun erfiðsins þegar hann lagði upp þriðja markið. Við viljum hafa bakverðina með í sóknaraðgerðum okkar og það gekk upp í þessum leik að koma þeim vel inn í uppspilið," sagði þjálfarinn glaður. „Nú þurfum við bara að ná góðri endurheimt fyrir komandi verkefni. Það er afar jákvætt að hafa nóg að gera og þú færð mig ekki til þess að kvarta yfir leikjaálagi. Svona viljum við hafa þetta og við erum orðnir vanir að hafa stutt á milli leikja," sagði hann um framhaldið. Breiðablik fær tyrkneska liðið Istanbul Basaksehir í heimsókn á Kópavogsvöll í næsta leik sínum en leikurinn er liður í þriðju umferð í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu og fer fram á fimmtudagskvöldið kemur. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
„Mér fannst þessu sigur fyllilega sanngjarn og það breytti litlu hvað spilamennsku okkar varðar að hafa lent undir. Við settum bara aðeins meiri kraft í sóknaraðerðir okkar og það skilaði sér. Það var ekkert stress við að fá markið í andlitið, það er styrkleikamerki," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks að leik loknum. „Við vorum svolítið værukærir í sendingum og því sem við vorum að gera framan af leik. Það var hins vegar ekkert út á vinnuframlagið eða viljann að setja í þessum leik. Leikmenn gáfu allt sem þeir gátu í leikinn og þegar við brutum ísinn gengum við á lagið," sagði Óskar Hrafn sem var svo spurður út í frammistöðu bakvarða sinna sem tóku virkan þátt í sóknarleiknum. „Dagur Dan var algjörlega frábær í stöðu sem hann hefur aldrei spilað áður. Hann var síógnandi allan leikinn og uppskar laun erfiðsins þegar hann lagði upp þriðja markið. Við viljum hafa bakverðina með í sóknaraðgerðum okkar og það gekk upp í þessum leik að koma þeim vel inn í uppspilið," sagði þjálfarinn glaður. „Nú þurfum við bara að ná góðri endurheimt fyrir komandi verkefni. Það er afar jákvætt að hafa nóg að gera og þú færð mig ekki til þess að kvarta yfir leikjaálagi. Svona viljum við hafa þetta og við erum orðnir vanir að hafa stutt á milli leikja," sagði hann um framhaldið. Breiðablik fær tyrkneska liðið Istanbul Basaksehir í heimsókn á Kópavogsvöll í næsta leik sínum en leikurinn er liður í þriðju umferð í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu og fer fram á fimmtudagskvöldið kemur.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira