„Það brotnaði allt sem brotnað gat“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 1. ágúst 2022 16:41 Guðfinna kom að búð sinni líkt og sprengju hafi verið varpað þar inni. Hún segist hafa verið heppin í skjálftunum hingað til. samsett/grindavíkurbær/blómakot Grindvíkingar hafa margir hverjir orðið fyrir miklu tjóni vegna skjálftahrinunnar sem stendur nú yfir. „Þetta venst aldrei,“ segir eigandi blómaverslunar sem kom að verslunin sinni líkt og sprengju hefði verið varpað á verslunina. „Það brotnaði allt sem brotnað gat,“ segir Guðfinna Bogadóttir eigandi Blómakots í Grindavík. „Það var bara eins og einhver hafi hent inn sprengju, ekki glæsileg aðkoma.“ Hún birti myndir á Facebook síðu Blómakots af gjafavörum og öðru brothættu í molum. „Þetta var heilmikið tjón, ég hugsa að það slagi upp í milljón.“ Gjafavörur, blómapottar, styttur og diskar eyðilögðust í stóra skjálftanum sem reið yfir við Fagradalsfjall klukkan tólf mínútur í sex í gærkvöldi og var 5,4 að stærð. Skjálftinn fannst víða um land meðal annars í Vestmannaeyjum og í Borgarfirði. Íbúar á Reykjanesskaga urðu þó verstu úti í þessum skjálfta líkt og þeim fyrri. „Ég held að þetta sé eitthvað sem að venst aldrei,“ segir Guðfinna þegar hún er spurð hvort fólkið á Reykjanesi sé ekki orðið sjóuð í jarðskjálftahrinum. „Maður gerir sér grein fyrir því, nú þegar þetta byrjar aftur, hvað maður var orðin hvekktur á þessu. Það má eiginlega ekki bíll keyra framhjá án þess að maður haldi að það sé að koma skjálfti,“ segir Guðfinna í léttum tón en bætir við að henni hafi ekki tekist að sofna fyrr en um klukkan 6 í nótt. Jörð skalf enda í alla nótt og voru nokkrir skjálftar sem mældust 4 eða stærri. „Þetta fór víða svona hér í Grindavík. Ég hef heyrt af þessu líka á veitingahúsunum, glös og fleira sem hefur mölbrotnað. Þetta er í fyrsta sinn sem það brotnar eitthvað hér heima hjá mér, þó lítið,“ segir Guðfinna en svo virðist vera að tilfinning íbúa sé að skjálftinn í gær hafi verið sá kröftugasti á síðustu árum. Að lokum sagði Guðfinna létt í bragði að þó skjálftarnir sjálfir séu pirrandi sé biðin eftir næsta skjálfta alveg jafn pirrandi. Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Upplifun íbúa að skjálftinn í gær hafi verið sá kröftugasti á síðustu árum Skjálftinn sem reið yfir rétt fyrir klukkan sex í gærkvöldi var einn sá kröftugasti á þeim rúmum tveimur árum sem skjálftavirkni hefur verið viðvarandi á Reykjanesi, að mati margra Grindvíkinga. Innanstokksmunir féllu úr hillum og eitthvað var um smávægilegar skemmdir. Almannavarnanefnd fundar í hádeginu um skjálftana og bæjarstjóri segir vel fylgst með stöðunni. 1. ágúst 2022 14:01 Grindvíkingar séu tilbúnir Frá miðnætti hafa meira en fjörutíu skjálftar af stærðinni þrír eða meira mælst á Reykjanesskaga. Stór hluti þeirra hefur mælst við Fagradalsfjall, þar sem gaus í mars á síðasta ári. Í aðdraganda gossins var jarðskjálftavirkni á svæðinu mikil, og Grindvíkingar ekki farið varhluta af því. 31. júlí 2022 22:56 Tilkynningar um tjón í Grindavík Almannavarnir segja tilkynningar um tjón hafa borist frá Grindavík eftir að skjálfti að stærð 5,4 reið yfir um þrjá kílómetra austnorðaustur af bænum rétt fyrir sex í kvöld. Engar tilkynningar um slys af fólki hafi hins vegar borist. 31. júlí 2022 20:04 „Það virðist vera ný innskotavirkni hafin aftur á Reykjanesskaganum“ Ríflega 1.400 skjálftar hafa mælst á Reykjanesskaganum síðan á miðnætti - þar af fimm yfir 4,0 að stærð. Landsmenn mega gera ráð fyrir áframhaldandi jarðskjálftavirkni næstu daga en jarðeðlisfræðingur telur að ný innskotavirkni sé hafin í kringum ganginn sem myndaðist við eldgosið í Geldingadölum. 1. ágúst 2022 12:09 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Fleiri fréttir Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Sjá meira
„Það brotnaði allt sem brotnað gat,“ segir Guðfinna Bogadóttir eigandi Blómakots í Grindavík. „Það var bara eins og einhver hafi hent inn sprengju, ekki glæsileg aðkoma.“ Hún birti myndir á Facebook síðu Blómakots af gjafavörum og öðru brothættu í molum. „Þetta var heilmikið tjón, ég hugsa að það slagi upp í milljón.“ Gjafavörur, blómapottar, styttur og diskar eyðilögðust í stóra skjálftanum sem reið yfir við Fagradalsfjall klukkan tólf mínútur í sex í gærkvöldi og var 5,4 að stærð. Skjálftinn fannst víða um land meðal annars í Vestmannaeyjum og í Borgarfirði. Íbúar á Reykjanesskaga urðu þó verstu úti í þessum skjálfta líkt og þeim fyrri. „Ég held að þetta sé eitthvað sem að venst aldrei,“ segir Guðfinna þegar hún er spurð hvort fólkið á Reykjanesi sé ekki orðið sjóuð í jarðskjálftahrinum. „Maður gerir sér grein fyrir því, nú þegar þetta byrjar aftur, hvað maður var orðin hvekktur á þessu. Það má eiginlega ekki bíll keyra framhjá án þess að maður haldi að það sé að koma skjálfti,“ segir Guðfinna í léttum tón en bætir við að henni hafi ekki tekist að sofna fyrr en um klukkan 6 í nótt. Jörð skalf enda í alla nótt og voru nokkrir skjálftar sem mældust 4 eða stærri. „Þetta fór víða svona hér í Grindavík. Ég hef heyrt af þessu líka á veitingahúsunum, glös og fleira sem hefur mölbrotnað. Þetta er í fyrsta sinn sem það brotnar eitthvað hér heima hjá mér, þó lítið,“ segir Guðfinna en svo virðist vera að tilfinning íbúa sé að skjálftinn í gær hafi verið sá kröftugasti á síðustu árum. Að lokum sagði Guðfinna létt í bragði að þó skjálftarnir sjálfir séu pirrandi sé biðin eftir næsta skjálfta alveg jafn pirrandi.
Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Upplifun íbúa að skjálftinn í gær hafi verið sá kröftugasti á síðustu árum Skjálftinn sem reið yfir rétt fyrir klukkan sex í gærkvöldi var einn sá kröftugasti á þeim rúmum tveimur árum sem skjálftavirkni hefur verið viðvarandi á Reykjanesi, að mati margra Grindvíkinga. Innanstokksmunir féllu úr hillum og eitthvað var um smávægilegar skemmdir. Almannavarnanefnd fundar í hádeginu um skjálftana og bæjarstjóri segir vel fylgst með stöðunni. 1. ágúst 2022 14:01 Grindvíkingar séu tilbúnir Frá miðnætti hafa meira en fjörutíu skjálftar af stærðinni þrír eða meira mælst á Reykjanesskaga. Stór hluti þeirra hefur mælst við Fagradalsfjall, þar sem gaus í mars á síðasta ári. Í aðdraganda gossins var jarðskjálftavirkni á svæðinu mikil, og Grindvíkingar ekki farið varhluta af því. 31. júlí 2022 22:56 Tilkynningar um tjón í Grindavík Almannavarnir segja tilkynningar um tjón hafa borist frá Grindavík eftir að skjálfti að stærð 5,4 reið yfir um þrjá kílómetra austnorðaustur af bænum rétt fyrir sex í kvöld. Engar tilkynningar um slys af fólki hafi hins vegar borist. 31. júlí 2022 20:04 „Það virðist vera ný innskotavirkni hafin aftur á Reykjanesskaganum“ Ríflega 1.400 skjálftar hafa mælst á Reykjanesskaganum síðan á miðnætti - þar af fimm yfir 4,0 að stærð. Landsmenn mega gera ráð fyrir áframhaldandi jarðskjálftavirkni næstu daga en jarðeðlisfræðingur telur að ný innskotavirkni sé hafin í kringum ganginn sem myndaðist við eldgosið í Geldingadölum. 1. ágúst 2022 12:09 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Fleiri fréttir Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Sjá meira
Upplifun íbúa að skjálftinn í gær hafi verið sá kröftugasti á síðustu árum Skjálftinn sem reið yfir rétt fyrir klukkan sex í gærkvöldi var einn sá kröftugasti á þeim rúmum tveimur árum sem skjálftavirkni hefur verið viðvarandi á Reykjanesi, að mati margra Grindvíkinga. Innanstokksmunir féllu úr hillum og eitthvað var um smávægilegar skemmdir. Almannavarnanefnd fundar í hádeginu um skjálftana og bæjarstjóri segir vel fylgst með stöðunni. 1. ágúst 2022 14:01
Grindvíkingar séu tilbúnir Frá miðnætti hafa meira en fjörutíu skjálftar af stærðinni þrír eða meira mælst á Reykjanesskaga. Stór hluti þeirra hefur mælst við Fagradalsfjall, þar sem gaus í mars á síðasta ári. Í aðdraganda gossins var jarðskjálftavirkni á svæðinu mikil, og Grindvíkingar ekki farið varhluta af því. 31. júlí 2022 22:56
Tilkynningar um tjón í Grindavík Almannavarnir segja tilkynningar um tjón hafa borist frá Grindavík eftir að skjálfti að stærð 5,4 reið yfir um þrjá kílómetra austnorðaustur af bænum rétt fyrir sex í kvöld. Engar tilkynningar um slys af fólki hafi hins vegar borist. 31. júlí 2022 20:04
„Það virðist vera ný innskotavirkni hafin aftur á Reykjanesskaganum“ Ríflega 1.400 skjálftar hafa mælst á Reykjanesskaganum síðan á miðnætti - þar af fimm yfir 4,0 að stærð. Landsmenn mega gera ráð fyrir áframhaldandi jarðskjálftavirkni næstu daga en jarðeðlisfræðingur telur að ný innskotavirkni sé hafin í kringum ganginn sem myndaðist við eldgosið í Geldingadölum. 1. ágúst 2022 12:09