Leikmenn Englands trufluðu blaðamannafund Wiegman syngjandi og trallandi Valur Páll Eiríksson skrifar 1. ágúst 2022 10:00 Leikmenn enska liðsins stálu senunni. Sarah Stier - UEFA/UEFA via Getty Images Leikmenn enska kvennalandsliðsins fögnuðu skiljanlega vel eftir sigur á Þýskalandi í úrslitum Evrópumótsins á Wembley í Lundúnum í gær. Liðið var að vinna fyrsta stóra titil Englands frá árinu 1966. Karlalandslið Englands hefur löngum verið haft að háði og spotti vegna misheppnaðra tilrauna til þess að fagna sigri á EM og HM í gegnum tíðina sem iðulega hefur mistekist gegn Þjóðverjum og/eða eftir vítaspyrnukeppni. Enska kvennalandsliðið kvað þá grýlu niður í gær og fagnaði sigri eftir sigurmark Chloe Kelly á 110. mínútu og tíu mínútur af tímasóun í kjölfarið. Karina Wiegman, þjálfari liðsins, hefur eðlilega hlotið mikið lof fyrir að koma titlinum „heim“ til Englands. It's coming home A familiar song breaks out from the #Lionesses in Sarina Wiegman s press conference following England s Euros win. @GirlsontheBall | #WEURO2022pic.twitter.com/V4pTxuuwn0— The Athletic (@TheAthletic) July 31, 2022 Þar er vísað í texta lagsins Three Lions eftir grínistanna David Baddiel og Frank Skinner sem kom út í aðdraganda EM karla 1996 sem haldið var á Englandi. Lagið hefur náð nýjum hæðum undanfarin ár þar sem Englendingar hafa endurnýjað trú sína á því að karlaliðið geti unnið alþjóðlegt mót á ný, en England lenti í fjórða sæti á HM í Rússlandi 2018 og hlaut silfur á EM allsstaðar í fyrra, eftir tap fyrir Ítalíu í úrslitum á Wembley. Það var ekki fyrr en í gær, 26 árum eftir útgáfu lagsins, sem raunveruleg ástæða var til að syngja „Hann kemur heim“ (e. It's coming home) og það gerðu leikmenn enska liðsins er þær, allar með tölu, trufluðu blaðamannafund Wiegman eftir leik, henni til mikillar ánægju. Wiegman hafði gaman af.Sarah Stier - UEFA/UEFA via Getty Images EM 2022 í Englandi Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Sjá meira
Karlalandslið Englands hefur löngum verið haft að háði og spotti vegna misheppnaðra tilrauna til þess að fagna sigri á EM og HM í gegnum tíðina sem iðulega hefur mistekist gegn Þjóðverjum og/eða eftir vítaspyrnukeppni. Enska kvennalandsliðið kvað þá grýlu niður í gær og fagnaði sigri eftir sigurmark Chloe Kelly á 110. mínútu og tíu mínútur af tímasóun í kjölfarið. Karina Wiegman, þjálfari liðsins, hefur eðlilega hlotið mikið lof fyrir að koma titlinum „heim“ til Englands. It's coming home A familiar song breaks out from the #Lionesses in Sarina Wiegman s press conference following England s Euros win. @GirlsontheBall | #WEURO2022pic.twitter.com/V4pTxuuwn0— The Athletic (@TheAthletic) July 31, 2022 Þar er vísað í texta lagsins Three Lions eftir grínistanna David Baddiel og Frank Skinner sem kom út í aðdraganda EM karla 1996 sem haldið var á Englandi. Lagið hefur náð nýjum hæðum undanfarin ár þar sem Englendingar hafa endurnýjað trú sína á því að karlaliðið geti unnið alþjóðlegt mót á ný, en England lenti í fjórða sæti á HM í Rússlandi 2018 og hlaut silfur á EM allsstaðar í fyrra, eftir tap fyrir Ítalíu í úrslitum á Wembley. Það var ekki fyrr en í gær, 26 árum eftir útgáfu lagsins, sem raunveruleg ástæða var til að syngja „Hann kemur heim“ (e. It's coming home) og það gerðu leikmenn enska liðsins er þær, allar með tölu, trufluðu blaðamannafund Wiegman eftir leik, henni til mikillar ánægju. Wiegman hafði gaman af.Sarah Stier - UEFA/UEFA via Getty Images
EM 2022 í Englandi Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Sjá meira