Innlent

Stór skjálfti korter yfir þrjú í nótt

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Jarðskjálftamælir á Reykjanesskaga.
Jarðskjálftamælir á Reykjanesskaga. Vísir/Vilhelm

Skjálfti að stærð 4,3 átti sér stað fjóra kílómetra suðsuðvestan af Fagradalsfjalli klukkan fjórtán mínútur yfir þrjú í nótt og fannst skjálftinn á höfuðborgarsvæðinu. Jarðskjálftahrina við Fagradalsfjall hefur staðið yfir frá hádegi á laugardag og telja sérfræðingar kvikuhlaup valda virkninni.

Um kvöldmatarleytið í gær, tíu mínútur fyrir sex, reið yfir stærsti skjálfti hrinunnar til þessa en hann var 5,4 að stærð og fannst víða um land.

Almannavarnir hafa lýst yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinunnar og segja sérfræðingar að kvikuhlaup sé að brjóta sér leið upp á yfirborðið og valdi þannig skjálftunum. Bæjaryfirvöld í Grindavík segjast tilbúin með viðeigandi viðbragðsáætlanir fari að gjósa.


Tengdar fréttir

Fjöl­margir skjálftar yfir 3,0 að stærð fylgt eftir stóra skjálftanum

Jarðskjálfti af stærðinni 5,4 reið yfir skammt frá Grindavík klukkan 17:48 í dag. Skjálftinn er sá langstærsti í yfirstandandi jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall. Jörðin á Reykjanesskaga hefur haldið áfram að skjálfa allverulega síðan þá og hafa sextán skjálftar stærri en 3,0 riðið yfir.

Tilkynningar um tjón í Grindavík

Almannavarnir segja tilkynningar um tjón hafa borist frá Grindavík eftir að skjálfti að stærð 5,4 reið yfir um þrjá kílómetra austnorðaustur af bænum rétt fyrir sex í kvöld. Engar tilkynningar um slys af fólki hafi hins vegar borist.

Stærsti skjálftinn í hrinunni til þessa

Stærsti skjálftinn til þessa í yfirstandandi jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall reið yfir tólf mínútur í sex í kvöld og var 5,4 að stærð. Skjálftarnir í dag hafa mælst á grynnra dýpi en í gær sem sérfræðingur segir benda til kvikuhlaups.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×