Fótbolti

Ísland endurheimtir fjögur sæti sumarið 2024

Hjörvar Ólafsson skrifar
Blikar eru komnir áfram í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. 
Blikar eru komnir áfram í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu.  Vísir/Hulda Margrét

Góður árangur íslensku liðanna í Evrópukeppni á þessari leiktíð hefur nú þegar tryggt hérlendum félagsliðum fjögur sæti í Evrópukeppnum keppnistímabilið 2024. 

Víkingur og Breiðablik eru komin í þriðju umferð í undankeppni Sambandsdeild Evrópu en árangur þeirra lið sem og sigur KR gegn Pogon í seinni leik liðsins í annarri umferð undankeppninnar þýðir að keppt verður um fjögur Evrópusæti á næsta keppnistímabili í Bestu deild karla og bikarkeppninni. 

Það er Víkingurinn Haraldur Haraldsson, sérlegur sérfræðingur Íslands, um styrkleikalista UEFA sem bendir á þetta á twitter-síðu sinni. 

 

Víkingur mun leika við pólska liðið Lech Poznan í þriðju umferð undankeppninnar á meðan Breiðablik mætir tyrkneska liðinu Istanbul Basaksehir. Fyrri leikir liðanna fara fram 4. ágúst næstkomandi og seinni leikirnir sléttri viku síðar. 

Bæði íslensku liðin hefja viðureignir sínar hér heima og leika seinni leikina ytra. Liðin sem hafa betur í þriðju umferðinni fara í umspil um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar en leikið var í fyrsta skipti í þessari keppni á síðustu leiktíð. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×