Viðskipti innlent

Simmi selur Bryggjuna og ein­beitir sér að Mini­garðinum

Árni Sæberg skrifar
Sigmar Vilhjálmsson ætlar að einbeita sér alfarið að rekstri Minigarðsins.
Sigmar Vilhjálmsson ætlar að einbeita sér alfarið að rekstri Minigarðsins. Vísir/Vilhelm

Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson hefur selt veitingastaðinn Bryggjuna. Hann segist hafa ákveðið að minnka við sig og einbeita sér að rekstri skemmti- og veitingastaðarins Minigarðsins.

Meðal kaupenda Bryggjunar eru Hjálmar Jakob Grétarsson yfirkokkur staðarins og veitingastjórinn Jóel Salómon Hjálmarsson, að því er kemur fram í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag.

„Ég er mjög glaður með það að hafa selt Bryggjuna til þeirra. Þarna eru lykilstarfsmenn sem þekkja alla króka og kima staðarins og hafa góða framtíðarsýn. Þetta er svolítið eins og að yfirgefa litla barnið sitt og það er gott að vita að þetta er í góðum höndum,“ hefur Viðskiptablaðið eftir Sigmari.

Bryggjan var rekin af Munnbita ehf., félagi Sigmars sem einnig rekur Minigarðinn. Munnbiti varð til í byrjun árs þegar Hlöllabátaum ehf. var skipt upp í tvö félög.

Sigmar segir að eftir söluna á Bryggjunni muni hann einbeita sér alfarið að rekstri Minigarðsins og ráðast í framkvæmdir. Til stendur að bæta allt að tíu píluspjöldum við minigolfbrautirnar sem þegar eru á staðnum og hann dregur nafn sitt af. Þá verður pitsum einnig bætt á matseðil staðarins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×