Hafa náð að fækka komum á bráðamóttöku talsvert Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 27. júlí 2022 19:00 Jón Magnús Kristjánsson hefir verið ráðinn til að leiða viðbragðsteymi heilbrigðisráðuneytisins um bráðaþjónustu í landinu. Teyminu er ætlað að bregðast við alvarlegri stöðu innan bráðaþjónustunnar. vísir/arnar Átakshópi heilbrigðisráðherra hefur tekist ágætlega að fækka komum á bráðadeild Landsspítalans. Miklar breytingar eru fram undan á bráðaþjónustu í landinu að sögn formanns hópsins. Hópurinn var skipaður af heilbrigðisráðherra um miðjan síðasta mánuð. Álag og mannekla hafa lengi verið stórt vandamál í heilbrigðisþjónustu landsins og ekki bætti heimsfaraldurinn úr skák síðustu tvö árin. „Fyrstu verkefni viðbragðshópsins voru að finna leiðir til að létta á álagi hérna á Landspítalanum,“ segir Jón Magnús Kristjánsson formaður hópsins. Það hefur tekist ágætlega að tækla það verkefni að sögn Jóns Magnúsar. „Þetta fór náttúrulega nokkuð seint af stað, um miðjan júní. En það hefur þó tekist þannig til að það virðast vera um þúsund færri komur á bráðamóttökuna á Landspítalanum í júnímánuði í ár miðað við það sem var í fyrra,“ segir Jón Magnús. Glæsileg aðstaða á leiðinni Fréttir af sjúklingum á göngum bráðamóttökunnar, uppsögnum starfsfólks og gríðarlegu álagi hafa lengi verið áberandi. Aðstaða starfsfólks á Landspítalanum er þá gjarnan nefnd sem eitt helsta vandamálið á eftir álaginu. Innan veggja sem er verið að reisa við Nýjan Landspítala við Hringbraut verður nýtt rými fyrir bráðamóttökuna. Húsið verður tilbúið árið 2026. Það tók tíu ár að hanna rýmið og verður aðstaðan þar í hæsta gæðaflokki. Það eitt og sér mun þó ekki leysi öll vandamál bráðamóttökunnar. „Það mun breyta miklu fyrir starfsfólkið að komast í betri starfsaðstöðu en ef við náum ekki að leysa hvernig við viljum skipuleggja kerfið fram að því þá mun þetta vera skammgóð lausn,“ segir Jón Magnús. Og þetta er aðalverkefni hópsins eftir sumarið - að endurskipuleggja allt bráðakerfi landsins. Brýnt er að leysa fráflæðisvanda spítalans. Fólk sem hefur lokið meðferð á legudeild kemst sjaldnast strax í önnur meðferðarúrræði. „Það gerir það að verkum að einstaklingar sem að þurfa að leggjast inn af bráðadeildinni komast ekki inn á legudeildir og þess vegna er alltaf þessi flöskuháls hérna á bráðamóttökunni. Þannig það er verið að leita leiða til að þjónusta fólk annars staðar, hvort sem það er í gegn um dagdeildir og göngudeildir spítalans, á öðrum heilbrigðisstofnunum eða í gegn um heilsugæsluna,“ segir Jón Magnús. Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Hópurinn var skipaður af heilbrigðisráðherra um miðjan síðasta mánuð. Álag og mannekla hafa lengi verið stórt vandamál í heilbrigðisþjónustu landsins og ekki bætti heimsfaraldurinn úr skák síðustu tvö árin. „Fyrstu verkefni viðbragðshópsins voru að finna leiðir til að létta á álagi hérna á Landspítalanum,“ segir Jón Magnús Kristjánsson formaður hópsins. Það hefur tekist ágætlega að tækla það verkefni að sögn Jóns Magnúsar. „Þetta fór náttúrulega nokkuð seint af stað, um miðjan júní. En það hefur þó tekist þannig til að það virðast vera um þúsund færri komur á bráðamóttökuna á Landspítalanum í júnímánuði í ár miðað við það sem var í fyrra,“ segir Jón Magnús. Glæsileg aðstaða á leiðinni Fréttir af sjúklingum á göngum bráðamóttökunnar, uppsögnum starfsfólks og gríðarlegu álagi hafa lengi verið áberandi. Aðstaða starfsfólks á Landspítalanum er þá gjarnan nefnd sem eitt helsta vandamálið á eftir álaginu. Innan veggja sem er verið að reisa við Nýjan Landspítala við Hringbraut verður nýtt rými fyrir bráðamóttökuna. Húsið verður tilbúið árið 2026. Það tók tíu ár að hanna rýmið og verður aðstaðan þar í hæsta gæðaflokki. Það eitt og sér mun þó ekki leysi öll vandamál bráðamóttökunnar. „Það mun breyta miklu fyrir starfsfólkið að komast í betri starfsaðstöðu en ef við náum ekki að leysa hvernig við viljum skipuleggja kerfið fram að því þá mun þetta vera skammgóð lausn,“ segir Jón Magnús. Og þetta er aðalverkefni hópsins eftir sumarið - að endurskipuleggja allt bráðakerfi landsins. Brýnt er að leysa fráflæðisvanda spítalans. Fólk sem hefur lokið meðferð á legudeild kemst sjaldnast strax í önnur meðferðarúrræði. „Það gerir það að verkum að einstaklingar sem að þurfa að leggjast inn af bráðadeildinni komast ekki inn á legudeildir og þess vegna er alltaf þessi flöskuháls hérna á bráðamóttökunni. Þannig það er verið að leita leiða til að þjónusta fólk annars staðar, hvort sem það er í gegn um dagdeildir og göngudeildir spítalans, á öðrum heilbrigðisstofnunum eða í gegn um heilsugæsluna,“ segir Jón Magnús.
Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira