Hagnaður Arion banka jókst í 9,7 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi Eiður Þór Árnason skrifar 27. júlí 2022 17:15 Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banka. Vísir/Einar Arion banki hagnaðist um 9.712 milljónir króna á öðrum ársfjórðungi 2022 samanborið við 7.816 milljónir á sama tímabili í fyrra. Heildareignir námu 1.383 milljörðum króna í lok júní, samanborið við 1.314 milljarða í árslok 2021. Sala á greiðslumiðlunarfyrirtækinu Valitor til Rapyd skilaði bankanum 5,6 milljarða króna söluhagnaði. Þetta kemur fram í nýjum árshlutareikningi Arion banka og tilkynningu til Kauphallar. Tekjur af kjarnastarfsemi jukust um 23,5% samanborið við annan ársfjórðung seinasta árs. Vegur aukning í vaxtatekjum þar þyngst, að sögn bankastjóra. Þá jukust lán til viðskiptavina um 7,9% frá áramótum en hækkunin snýr aðallega að lánum til fyrirtækja sem hækkuðu um 12,5% frá árslokum 2021. Arion banki hagnaðist um 5.818 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Gengið var frá sölunni á Valitor þann 1. júlí og koma áhrifin af sölunni að fullu til á öðrum ársfjórðungi. Samið var um söluna fyrir um ári og var hún háð samþykki Samkeppniseftirlitsins og Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands sem fékkst á öðrum ársfjórðungi. Rekstur Arion banka hefur gengið vel á seinustu árum.Vísir/vilhelm Kostnaðarhlutfall Arion banka var 50,1% á öðrum ársfjórðungi samanborið við 42,5% í fyrra. Heildar eigið fé nam 183 milljörðum króna í lok júní en eigið fé lækkaði frá áramótum vegna arðgreiðslu og endurkaupa á hlutabréfum bankans, samtals að fjárhæð 26,8 milljarða króna. Afkoma tímabilsins kemur til hækkunar á eigin fé. Þóknunartekjur ekki verið hærri Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, segir að afkoma bankans á fyrri helmingi ársins hafi verið góð og þar skipti mestu máli að kjarnastarfsemi bankans haldi áfram að þróast með jákvæðum hætti og að gengið hafi verið frá sölu á dótturfélaginu Valitor. „Jafnframt náðist góður árangur á fjórðungnum þegar kemur að þóknanatekjum sem hafa ekki verið hærri á einum fjórðungi og má rekja það meðal annars til mikilla umsvifa í fyrirtækjaráðgjöf og eignastýringu. Á móti kemur að aðstæður á fjármálamörkuðum hafa verið krefjandi sem hefur neikvæð áhrif á fjármunatekjur bankans. Áfram er eigin- og lausafjárstaða bankans sterk og bíður ný endurkaupaáætlun bankans samþykkis eftirlitsaðila,“ segir Benedikt í tilkynningu. Hann bætir við að Arion banki hafi aukið verulega við markaðshlutdeild sína undanfarin misseri á markaði bílafjármögnunar. Einnig kemur fram í tilkynningu til Kauphallar að eiginfjárhlutfall bankans (CAR hlutfall) hafi verið 23,5% í lok júní og hlutfall almenns eiginfjárþáttar 1 19,7%, að teknu tilliti til áhrifa af sölunni á Valitor. Eiginfjárhlutfall samkvæmt reglum Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands var 23,1% í lok júní og hlutfall eiginfjárþáttar 1 19,4%. Íslenskir bankar Kauphöllin Arion banki Tengdar fréttir Hækkandi vaxtatekjur ættu að lita uppgjör stóru bankanna á markaði Útlit er fyrir að uppgjör stóru viðskiptabankanna í vikunni sem eru skráðir á markað, Arion banka og Íslandsbanka, muni verða sterk ef marka má afkomuspár greinenda. Hækkandi vaxtastig þýðir að hreinar vaxtatekjur bankanna, sem eru stærsti tekjuliður þeirra, munu aukast verulega á milli ára sem vegur á móti samdrætti í fjármunatekjum vegna erfiðra aðstæðna á fjármálamörkuðum. 26. júlí 2022 11:43 Arion banki skilaði 5,8 milljarða hagnaði á fyrsta ársfjórðungi Arion banki hagnaðist um 5.818 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2022, samanborið við 6.039 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Var arðsemi eiginfjár 12,7% á fyrstu þremur mánuðum þessa árs og námu heildareignir 1.341 milljörðum króna í lok mars, samanborið við 1.314 milljarða króna í árslok 2021. 4. maí 2022 16:51 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Þetta kemur fram í nýjum árshlutareikningi Arion banka og tilkynningu til Kauphallar. Tekjur af kjarnastarfsemi jukust um 23,5% samanborið við annan ársfjórðung seinasta árs. Vegur aukning í vaxtatekjum þar þyngst, að sögn bankastjóra. Þá jukust lán til viðskiptavina um 7,9% frá áramótum en hækkunin snýr aðallega að lánum til fyrirtækja sem hækkuðu um 12,5% frá árslokum 2021. Arion banki hagnaðist um 5.818 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Gengið var frá sölunni á Valitor þann 1. júlí og koma áhrifin af sölunni að fullu til á öðrum ársfjórðungi. Samið var um söluna fyrir um ári og var hún háð samþykki Samkeppniseftirlitsins og Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands sem fékkst á öðrum ársfjórðungi. Rekstur Arion banka hefur gengið vel á seinustu árum.Vísir/vilhelm Kostnaðarhlutfall Arion banka var 50,1% á öðrum ársfjórðungi samanborið við 42,5% í fyrra. Heildar eigið fé nam 183 milljörðum króna í lok júní en eigið fé lækkaði frá áramótum vegna arðgreiðslu og endurkaupa á hlutabréfum bankans, samtals að fjárhæð 26,8 milljarða króna. Afkoma tímabilsins kemur til hækkunar á eigin fé. Þóknunartekjur ekki verið hærri Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, segir að afkoma bankans á fyrri helmingi ársins hafi verið góð og þar skipti mestu máli að kjarnastarfsemi bankans haldi áfram að þróast með jákvæðum hætti og að gengið hafi verið frá sölu á dótturfélaginu Valitor. „Jafnframt náðist góður árangur á fjórðungnum þegar kemur að þóknanatekjum sem hafa ekki verið hærri á einum fjórðungi og má rekja það meðal annars til mikilla umsvifa í fyrirtækjaráðgjöf og eignastýringu. Á móti kemur að aðstæður á fjármálamörkuðum hafa verið krefjandi sem hefur neikvæð áhrif á fjármunatekjur bankans. Áfram er eigin- og lausafjárstaða bankans sterk og bíður ný endurkaupaáætlun bankans samþykkis eftirlitsaðila,“ segir Benedikt í tilkynningu. Hann bætir við að Arion banki hafi aukið verulega við markaðshlutdeild sína undanfarin misseri á markaði bílafjármögnunar. Einnig kemur fram í tilkynningu til Kauphallar að eiginfjárhlutfall bankans (CAR hlutfall) hafi verið 23,5% í lok júní og hlutfall almenns eiginfjárþáttar 1 19,7%, að teknu tilliti til áhrifa af sölunni á Valitor. Eiginfjárhlutfall samkvæmt reglum Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands var 23,1% í lok júní og hlutfall eiginfjárþáttar 1 19,4%.
Íslenskir bankar Kauphöllin Arion banki Tengdar fréttir Hækkandi vaxtatekjur ættu að lita uppgjör stóru bankanna á markaði Útlit er fyrir að uppgjör stóru viðskiptabankanna í vikunni sem eru skráðir á markað, Arion banka og Íslandsbanka, muni verða sterk ef marka má afkomuspár greinenda. Hækkandi vaxtastig þýðir að hreinar vaxtatekjur bankanna, sem eru stærsti tekjuliður þeirra, munu aukast verulega á milli ára sem vegur á móti samdrætti í fjármunatekjum vegna erfiðra aðstæðna á fjármálamörkuðum. 26. júlí 2022 11:43 Arion banki skilaði 5,8 milljarða hagnaði á fyrsta ársfjórðungi Arion banki hagnaðist um 5.818 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2022, samanborið við 6.039 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Var arðsemi eiginfjár 12,7% á fyrstu þremur mánuðum þessa árs og námu heildareignir 1.341 milljörðum króna í lok mars, samanborið við 1.314 milljarða króna í árslok 2021. 4. maí 2022 16:51 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Hækkandi vaxtatekjur ættu að lita uppgjör stóru bankanna á markaði Útlit er fyrir að uppgjör stóru viðskiptabankanna í vikunni sem eru skráðir á markað, Arion banka og Íslandsbanka, muni verða sterk ef marka má afkomuspár greinenda. Hækkandi vaxtastig þýðir að hreinar vaxtatekjur bankanna, sem eru stærsti tekjuliður þeirra, munu aukast verulega á milli ára sem vegur á móti samdrætti í fjármunatekjum vegna erfiðra aðstæðna á fjármálamörkuðum. 26. júlí 2022 11:43
Arion banki skilaði 5,8 milljarða hagnaði á fyrsta ársfjórðungi Arion banki hagnaðist um 5.818 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2022, samanborið við 6.039 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Var arðsemi eiginfjár 12,7% á fyrstu þremur mánuðum þessa árs og námu heildareignir 1.341 milljörðum króna í lok mars, samanborið við 1.314 milljarða króna í árslok 2021. 4. maí 2022 16:51