Hagnaður Arion banka jókst í 9,7 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi Eiður Þór Árnason skrifar 27. júlí 2022 17:15 Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banka. Vísir/Einar Arion banki hagnaðist um 9.712 milljónir króna á öðrum ársfjórðungi 2022 samanborið við 7.816 milljónir á sama tímabili í fyrra. Heildareignir námu 1.383 milljörðum króna í lok júní, samanborið við 1.314 milljarða í árslok 2021. Sala á greiðslumiðlunarfyrirtækinu Valitor til Rapyd skilaði bankanum 5,6 milljarða króna söluhagnaði. Þetta kemur fram í nýjum árshlutareikningi Arion banka og tilkynningu til Kauphallar. Tekjur af kjarnastarfsemi jukust um 23,5% samanborið við annan ársfjórðung seinasta árs. Vegur aukning í vaxtatekjum þar þyngst, að sögn bankastjóra. Þá jukust lán til viðskiptavina um 7,9% frá áramótum en hækkunin snýr aðallega að lánum til fyrirtækja sem hækkuðu um 12,5% frá árslokum 2021. Arion banki hagnaðist um 5.818 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Gengið var frá sölunni á Valitor þann 1. júlí og koma áhrifin af sölunni að fullu til á öðrum ársfjórðungi. Samið var um söluna fyrir um ári og var hún háð samþykki Samkeppniseftirlitsins og Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands sem fékkst á öðrum ársfjórðungi. Rekstur Arion banka hefur gengið vel á seinustu árum.Vísir/vilhelm Kostnaðarhlutfall Arion banka var 50,1% á öðrum ársfjórðungi samanborið við 42,5% í fyrra. Heildar eigið fé nam 183 milljörðum króna í lok júní en eigið fé lækkaði frá áramótum vegna arðgreiðslu og endurkaupa á hlutabréfum bankans, samtals að fjárhæð 26,8 milljarða króna. Afkoma tímabilsins kemur til hækkunar á eigin fé. Þóknunartekjur ekki verið hærri Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, segir að afkoma bankans á fyrri helmingi ársins hafi verið góð og þar skipti mestu máli að kjarnastarfsemi bankans haldi áfram að þróast með jákvæðum hætti og að gengið hafi verið frá sölu á dótturfélaginu Valitor. „Jafnframt náðist góður árangur á fjórðungnum þegar kemur að þóknanatekjum sem hafa ekki verið hærri á einum fjórðungi og má rekja það meðal annars til mikilla umsvifa í fyrirtækjaráðgjöf og eignastýringu. Á móti kemur að aðstæður á fjármálamörkuðum hafa verið krefjandi sem hefur neikvæð áhrif á fjármunatekjur bankans. Áfram er eigin- og lausafjárstaða bankans sterk og bíður ný endurkaupaáætlun bankans samþykkis eftirlitsaðila,“ segir Benedikt í tilkynningu. Hann bætir við að Arion banki hafi aukið verulega við markaðshlutdeild sína undanfarin misseri á markaði bílafjármögnunar. Einnig kemur fram í tilkynningu til Kauphallar að eiginfjárhlutfall bankans (CAR hlutfall) hafi verið 23,5% í lok júní og hlutfall almenns eiginfjárþáttar 1 19,7%, að teknu tilliti til áhrifa af sölunni á Valitor. Eiginfjárhlutfall samkvæmt reglum Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands var 23,1% í lok júní og hlutfall eiginfjárþáttar 1 19,4%. Íslenskir bankar Kauphöllin Arion banki Tengdar fréttir Hækkandi vaxtatekjur ættu að lita uppgjör stóru bankanna á markaði Útlit er fyrir að uppgjör stóru viðskiptabankanna í vikunni sem eru skráðir á markað, Arion banka og Íslandsbanka, muni verða sterk ef marka má afkomuspár greinenda. Hækkandi vaxtastig þýðir að hreinar vaxtatekjur bankanna, sem eru stærsti tekjuliður þeirra, munu aukast verulega á milli ára sem vegur á móti samdrætti í fjármunatekjum vegna erfiðra aðstæðna á fjármálamörkuðum. 26. júlí 2022 11:43 Arion banki skilaði 5,8 milljarða hagnaði á fyrsta ársfjórðungi Arion banki hagnaðist um 5.818 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2022, samanborið við 6.039 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Var arðsemi eiginfjár 12,7% á fyrstu þremur mánuðum þessa árs og námu heildareignir 1.341 milljörðum króna í lok mars, samanborið við 1.314 milljarða króna í árslok 2021. 4. maí 2022 16:51 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Þetta kemur fram í nýjum árshlutareikningi Arion banka og tilkynningu til Kauphallar. Tekjur af kjarnastarfsemi jukust um 23,5% samanborið við annan ársfjórðung seinasta árs. Vegur aukning í vaxtatekjum þar þyngst, að sögn bankastjóra. Þá jukust lán til viðskiptavina um 7,9% frá áramótum en hækkunin snýr aðallega að lánum til fyrirtækja sem hækkuðu um 12,5% frá árslokum 2021. Arion banki hagnaðist um 5.818 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Gengið var frá sölunni á Valitor þann 1. júlí og koma áhrifin af sölunni að fullu til á öðrum ársfjórðungi. Samið var um söluna fyrir um ári og var hún háð samþykki Samkeppniseftirlitsins og Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands sem fékkst á öðrum ársfjórðungi. Rekstur Arion banka hefur gengið vel á seinustu árum.Vísir/vilhelm Kostnaðarhlutfall Arion banka var 50,1% á öðrum ársfjórðungi samanborið við 42,5% í fyrra. Heildar eigið fé nam 183 milljörðum króna í lok júní en eigið fé lækkaði frá áramótum vegna arðgreiðslu og endurkaupa á hlutabréfum bankans, samtals að fjárhæð 26,8 milljarða króna. Afkoma tímabilsins kemur til hækkunar á eigin fé. Þóknunartekjur ekki verið hærri Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, segir að afkoma bankans á fyrri helmingi ársins hafi verið góð og þar skipti mestu máli að kjarnastarfsemi bankans haldi áfram að þróast með jákvæðum hætti og að gengið hafi verið frá sölu á dótturfélaginu Valitor. „Jafnframt náðist góður árangur á fjórðungnum þegar kemur að þóknanatekjum sem hafa ekki verið hærri á einum fjórðungi og má rekja það meðal annars til mikilla umsvifa í fyrirtækjaráðgjöf og eignastýringu. Á móti kemur að aðstæður á fjármálamörkuðum hafa verið krefjandi sem hefur neikvæð áhrif á fjármunatekjur bankans. Áfram er eigin- og lausafjárstaða bankans sterk og bíður ný endurkaupaáætlun bankans samþykkis eftirlitsaðila,“ segir Benedikt í tilkynningu. Hann bætir við að Arion banki hafi aukið verulega við markaðshlutdeild sína undanfarin misseri á markaði bílafjármögnunar. Einnig kemur fram í tilkynningu til Kauphallar að eiginfjárhlutfall bankans (CAR hlutfall) hafi verið 23,5% í lok júní og hlutfall almenns eiginfjárþáttar 1 19,7%, að teknu tilliti til áhrifa af sölunni á Valitor. Eiginfjárhlutfall samkvæmt reglum Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands var 23,1% í lok júní og hlutfall eiginfjárþáttar 1 19,4%.
Íslenskir bankar Kauphöllin Arion banki Tengdar fréttir Hækkandi vaxtatekjur ættu að lita uppgjör stóru bankanna á markaði Útlit er fyrir að uppgjör stóru viðskiptabankanna í vikunni sem eru skráðir á markað, Arion banka og Íslandsbanka, muni verða sterk ef marka má afkomuspár greinenda. Hækkandi vaxtastig þýðir að hreinar vaxtatekjur bankanna, sem eru stærsti tekjuliður þeirra, munu aukast verulega á milli ára sem vegur á móti samdrætti í fjármunatekjum vegna erfiðra aðstæðna á fjármálamörkuðum. 26. júlí 2022 11:43 Arion banki skilaði 5,8 milljarða hagnaði á fyrsta ársfjórðungi Arion banki hagnaðist um 5.818 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2022, samanborið við 6.039 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Var arðsemi eiginfjár 12,7% á fyrstu þremur mánuðum þessa árs og námu heildareignir 1.341 milljörðum króna í lok mars, samanborið við 1.314 milljarða króna í árslok 2021. 4. maí 2022 16:51 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Hækkandi vaxtatekjur ættu að lita uppgjör stóru bankanna á markaði Útlit er fyrir að uppgjör stóru viðskiptabankanna í vikunni sem eru skráðir á markað, Arion banka og Íslandsbanka, muni verða sterk ef marka má afkomuspár greinenda. Hækkandi vaxtastig þýðir að hreinar vaxtatekjur bankanna, sem eru stærsti tekjuliður þeirra, munu aukast verulega á milli ára sem vegur á móti samdrætti í fjármunatekjum vegna erfiðra aðstæðna á fjármálamörkuðum. 26. júlí 2022 11:43
Arion banki skilaði 5,8 milljarða hagnaði á fyrsta ársfjórðungi Arion banki hagnaðist um 5.818 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2022, samanborið við 6.039 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Var arðsemi eiginfjár 12,7% á fyrstu þremur mánuðum þessa árs og námu heildareignir 1.341 milljörðum króna í lok mars, samanborið við 1.314 milljarða króna í árslok 2021. 4. maí 2022 16:51