Meira en 70 ferkílómetrar orðið eldunum við Yosemite að bráð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. júlí 2022 10:43 Meira en 2.500 slökkviliðsmenn hafa barist við skógareldana við Yosemite. AP/Ethan Swope Slökkviliðsmönnum í Kaliforníu hefur tekist að hægja verulega á útbreiðslu skógarelda í nágrenni við Yosemite þjóðgarðinn. Nú hafa 55 mannvirki orðið eldunum að bráð og þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín. „Þetta var mjög góður dagur hjá okkur, eldarnir dreifðu lítið úr sér. Þyrlur helltu meira en 1.130.000 lítrum af vatni á eldana,“ sagði í tilkynningu frá Slökkviliði Kaliforníu í gærkvöldi. Gærdagurinn var sérstaklega slæmur hvað varðaði reyk frá eldunum en reykurinn barst um 322 kílómetra norðvestur af þjóðgarðinum, alla leið til Lake Tahoe, hluta Nevada og San Francisco svæðisins. Þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín vegna eldanna.AP Photo/Noah Berge Meira en 2.500 slökkviliðsmenn hafa barist við eldana, með hjálp úr lofti. Eldarnir, sem fengið hafa heitið Eikareldar (e. Oak Fire), kviknuðu á föstudaginn suðvestur af þjóðagarðinum nærri bænum Midpines í Mariposa sýslu. Vegna mikilla þurrka hafa eldarnir náð að dreifa verulega úr sér og erfitt hefur reynst að slökkva þá. Eldarnir hafa nú brennt meira en 70 ferkílómetra af skógi frá því á föstudag. Enn hefur slökkvilið Kaliforníu ekki komist að því hvað olli eldinum. Samkvæmt frétt AP um málið var gærdagurinn slökkviliðsmönnum erfiður en þeir börðust við eldana í bröttum hlíðum og náði hitinn 35°C. Tveir miklir skógareldar brenna nú í Kaliforníu. Númi Sveinsson, Íslendingur búsettur í San Francisco, sagði í samtali við fréttastofu í gær að það boðaði ekki gott að skógareldatímabilið byrjaði með svo miklu offorsi og fólk geri ráð fyrir að miklir eldar muni brenna á Vesturströndinni þetta árið. Skógareldatímabilið muni svo ná hámarki í september þegar Santa Ana og Diablo vindarnir fari að blása í ríkinu. „Við höfum verið heppin hingað til. Mun færri eldar hafa brunnið í ár en á sama tíma í fyrra. En gróðurinn er mun þurrari en í fyrra, það er svo þurrt þarna úti,“ segir Kim Zagaris, ráðgjafi hjá Sambandi slökkviliðsstjóra á Vesturströndinni. Árlegum gróðureldum í Kaliforníu hefur á undanförnum áratugum fjölgað og þeir verða stærri og erfiðari viðureignar með hverju árinu vegna loftslagsbreytinga. Vegna þeirra er vesturströnd Bandaríkjanna orðin mun heitari og þurrkar meiri sömuleiðis. Vísindamenn hafa sagt að vegna loftslagsbreytinga verði veður öfgakenndara og gróðureldar algengari, óútreiknanlegri og muni valda meiri skaða. Gróðureldar í Kaliforníu Bandaríkin Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Skógareldarnir brenni í offorsi svæði sem hefðu átt að brenna á mörgum árum Íslendingur búsettur í Kaliforníu segir ekki boða gott að fyrstu gróðureldar sumarsins brenni með svo miklu offorsi. Eldarnir séu afleiðing áratugalangra mistaka hjá stjórnvöldum sem skilji ekki náttúruna á svæðinu. 25. júlí 2022 18:01 Stjórnlausir eldar í Kaliforníu Slökkviliðsmönnum í Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur ekkert gengið í baráttunni við skógareldinn sem brennur í Mariposa sýslu 25. júlí 2022 07:29 Neyðarástand vegna skógarelda í Kaliforníu Neyðarstigi hefur verið lýst yfir vegna skógarelda í Kaliforníu en eldarnir nálgast nú Yosemite þjóðgarðinn. 24. júlí 2022 08:39 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
„Þetta var mjög góður dagur hjá okkur, eldarnir dreifðu lítið úr sér. Þyrlur helltu meira en 1.130.000 lítrum af vatni á eldana,“ sagði í tilkynningu frá Slökkviliði Kaliforníu í gærkvöldi. Gærdagurinn var sérstaklega slæmur hvað varðaði reyk frá eldunum en reykurinn barst um 322 kílómetra norðvestur af þjóðgarðinum, alla leið til Lake Tahoe, hluta Nevada og San Francisco svæðisins. Þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín vegna eldanna.AP Photo/Noah Berge Meira en 2.500 slökkviliðsmenn hafa barist við eldana, með hjálp úr lofti. Eldarnir, sem fengið hafa heitið Eikareldar (e. Oak Fire), kviknuðu á föstudaginn suðvestur af þjóðagarðinum nærri bænum Midpines í Mariposa sýslu. Vegna mikilla þurrka hafa eldarnir náð að dreifa verulega úr sér og erfitt hefur reynst að slökkva þá. Eldarnir hafa nú brennt meira en 70 ferkílómetra af skógi frá því á föstudag. Enn hefur slökkvilið Kaliforníu ekki komist að því hvað olli eldinum. Samkvæmt frétt AP um málið var gærdagurinn slökkviliðsmönnum erfiður en þeir börðust við eldana í bröttum hlíðum og náði hitinn 35°C. Tveir miklir skógareldar brenna nú í Kaliforníu. Númi Sveinsson, Íslendingur búsettur í San Francisco, sagði í samtali við fréttastofu í gær að það boðaði ekki gott að skógareldatímabilið byrjaði með svo miklu offorsi og fólk geri ráð fyrir að miklir eldar muni brenna á Vesturströndinni þetta árið. Skógareldatímabilið muni svo ná hámarki í september þegar Santa Ana og Diablo vindarnir fari að blása í ríkinu. „Við höfum verið heppin hingað til. Mun færri eldar hafa brunnið í ár en á sama tíma í fyrra. En gróðurinn er mun þurrari en í fyrra, það er svo þurrt þarna úti,“ segir Kim Zagaris, ráðgjafi hjá Sambandi slökkviliðsstjóra á Vesturströndinni. Árlegum gróðureldum í Kaliforníu hefur á undanförnum áratugum fjölgað og þeir verða stærri og erfiðari viðureignar með hverju árinu vegna loftslagsbreytinga. Vegna þeirra er vesturströnd Bandaríkjanna orðin mun heitari og þurrkar meiri sömuleiðis. Vísindamenn hafa sagt að vegna loftslagsbreytinga verði veður öfgakenndara og gróðureldar algengari, óútreiknanlegri og muni valda meiri skaða.
Gróðureldar í Kaliforníu Bandaríkin Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Skógareldarnir brenni í offorsi svæði sem hefðu átt að brenna á mörgum árum Íslendingur búsettur í Kaliforníu segir ekki boða gott að fyrstu gróðureldar sumarsins brenni með svo miklu offorsi. Eldarnir séu afleiðing áratugalangra mistaka hjá stjórnvöldum sem skilji ekki náttúruna á svæðinu. 25. júlí 2022 18:01 Stjórnlausir eldar í Kaliforníu Slökkviliðsmönnum í Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur ekkert gengið í baráttunni við skógareldinn sem brennur í Mariposa sýslu 25. júlí 2022 07:29 Neyðarástand vegna skógarelda í Kaliforníu Neyðarstigi hefur verið lýst yfir vegna skógarelda í Kaliforníu en eldarnir nálgast nú Yosemite þjóðgarðinn. 24. júlí 2022 08:39 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Skógareldarnir brenni í offorsi svæði sem hefðu átt að brenna á mörgum árum Íslendingur búsettur í Kaliforníu segir ekki boða gott að fyrstu gróðureldar sumarsins brenni með svo miklu offorsi. Eldarnir séu afleiðing áratugalangra mistaka hjá stjórnvöldum sem skilji ekki náttúruna á svæðinu. 25. júlí 2022 18:01
Stjórnlausir eldar í Kaliforníu Slökkviliðsmönnum í Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur ekkert gengið í baráttunni við skógareldinn sem brennur í Mariposa sýslu 25. júlí 2022 07:29
Neyðarástand vegna skógarelda í Kaliforníu Neyðarstigi hefur verið lýst yfir vegna skógarelda í Kaliforníu en eldarnir nálgast nú Yosemite þjóðgarðinn. 24. júlí 2022 08:39