Fabregas á leið í ítölsku B-deildina Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. júlí 2022 09:00 Cesc Fabregas er á leið í ítölsku B-deildina. Jonathan Moscrop/Getty Images Cesc Fabregas, fyrrum leikmaður Arsenal, Chelsea, Barcelona og spænska landsliðsins, er á leið til ítalska B-deildarliðsins Como 1907. Þessi 35 ára leikmaður hefur undanfarin þrjú ár verið á mála hjá Monaco í frönsku úrvalsdeildinni, en hefur aðeins leikið 56 deildarleiki á þeim tíma. Hann er nú á leið í ítölsku B-deildina ef marka má félagsskiptasérfræðinginn Fabrizio Romano. Como hafnaði í 13. sæti ítölsku B-deildarinnar á seinasta tímabili. Como have reached full verbal agreement with Cesc Fabregas. Italian second division side are now set to complete the deal on two year contract. 🇪🇸🤝 #transfers Fabregas, expected to fly to Italy in August in order to undergo medical tests and sign until June 2024. pic.twitter.com/mSkrwSOco8— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 25, 2022 Fabregas fór í gegnum unglingastarf Barcelona og Arsenal. Hann varð yngsti leikmaður Arsenal frá upphafi þegar hann kom við sögu í leik liðsins gegn Rotherham í deildarbikarnum, þá aðeins 16 ára og 177 daga gamall. Hann varð einnig yngsti markaskorari Arsenal frá upphafi þegar hann skoraði í 5-1 sigri gegn Wolves, einnig í deildarbikarnum. Alls lék Fabregas 212 deildarleiki fyrir Arsenal áður en hann færði sig til Barcelona. Þar lék hann í þrjú ár, en færði sig svo til Chelsea þar sem hann var frá 2014 til 2019. Þá á hann einnig að baki 110 leiki fyrir spænska landsliðið á tíu ára tímabili. Fabregas hefur einnig unnið nánast alla þá titla sem hægt er að vinna í evrópsku fótbolta. Hann varð enskur meistari í tvígang, spænskur meistari einu sinni. Þá vann hann FA-bikarinn tvisvar, enska deildarbikarinn einu sinni, spænska bikarinn Copa del Rey einu sinni og spænska ofurbikarinn tvisvar. Með Chelsea vann hann einnig Evrópudeildina og með spænska landsliðinu varð hann bæði heimsmeistari árið 2010 og Evrópumeistari árin 2008 og 2012. Ítalski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sjá meira
Þessi 35 ára leikmaður hefur undanfarin þrjú ár verið á mála hjá Monaco í frönsku úrvalsdeildinni, en hefur aðeins leikið 56 deildarleiki á þeim tíma. Hann er nú á leið í ítölsku B-deildina ef marka má félagsskiptasérfræðinginn Fabrizio Romano. Como hafnaði í 13. sæti ítölsku B-deildarinnar á seinasta tímabili. Como have reached full verbal agreement with Cesc Fabregas. Italian second division side are now set to complete the deal on two year contract. 🇪🇸🤝 #transfers Fabregas, expected to fly to Italy in August in order to undergo medical tests and sign until June 2024. pic.twitter.com/mSkrwSOco8— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 25, 2022 Fabregas fór í gegnum unglingastarf Barcelona og Arsenal. Hann varð yngsti leikmaður Arsenal frá upphafi þegar hann kom við sögu í leik liðsins gegn Rotherham í deildarbikarnum, þá aðeins 16 ára og 177 daga gamall. Hann varð einnig yngsti markaskorari Arsenal frá upphafi þegar hann skoraði í 5-1 sigri gegn Wolves, einnig í deildarbikarnum. Alls lék Fabregas 212 deildarleiki fyrir Arsenal áður en hann færði sig til Barcelona. Þar lék hann í þrjú ár, en færði sig svo til Chelsea þar sem hann var frá 2014 til 2019. Þá á hann einnig að baki 110 leiki fyrir spænska landsliðið á tíu ára tímabili. Fabregas hefur einnig unnið nánast alla þá titla sem hægt er að vinna í evrópsku fótbolta. Hann varð enskur meistari í tvígang, spænskur meistari einu sinni. Þá vann hann FA-bikarinn tvisvar, enska deildarbikarinn einu sinni, spænska bikarinn Copa del Rey einu sinni og spænska ofurbikarinn tvisvar. Með Chelsea vann hann einnig Evrópudeildina og með spænska landsliðinu varð hann bæði heimsmeistari árið 2010 og Evrópumeistari árin 2008 og 2012.
Ítalski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sjá meira