„Valdakerfin okkar eru enn að bregðast þolendum“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júlí 2022 19:39 Lísa Margrét Gunnarsdóttir er einn af skipuleggjendum Druslugöngunnar sem fram fór í dag. Aðsend Druslugangan var gengin í dag í tíunda sinn eftir tveggja ára hlé vegna heimsfaraldurs. Hundruð voru saman komin við Hallgrímskirkju til að ganga niður að Austurvelli til samstöðufundar. Fólk var með mismunandi ástæður fyrir mætingu sinni í gönguna en allir studdu þó sama málstað. „Þetta er svo þarft málefni og það þarf að vinna bug á þessari menningu sem hefur fengið að þrífast hér á Íslandi öll þessi ár,“ sagði Kristín Steinþórsdóttir, ein þeirra sem tóku þátt í göngunni, aðspurð hvers vegna það væri mikilvægt að mæta í gönguna. „Mig langar að sjá þessa samstöðu og kraftinn hjá fólkinu og vera til staðar og labba með,“ sagði Andrea Rói Sigurbjörns. „Af því að fatlað fólk á líka skilið að mæta á Druslugönguna af því að þau eru þolendur líka,“ sagði Dagmar Hákonardóttir og benti á mikilvæg skilaboð sem hún hafði skrifað á spjald sitt. „Það er ekki of seint að tjá sig, endilega tjáið ykkur.“ „Ég meina, ég hef þurft að kljást við þetta svo lengi og ég er ánægð með að styðja hvað sem er sem berst gegn kvenhatri. Allt þetta rugl og að kenna þolendum um og gera það erfiðara að ná fram réttlæti,“ sagði Eva Lucien Paz um hennar ástæðu fyrir þátttöku í göngunni. Það voru ekki allir gestir Druslugöngunnar sem vissu að hún væri til þegar þeir hófu göngu í dag. „Ég vissi ekki einu sinni að þetta væri til en þegar ég heyrði af þessu þá fannst mér þetta bara mjög góð hugmynd gott að vera að styðja,“ sagði Daníel Pétursson. „Mér finnst bara svo fáránlegt að þurfa að skammast mín sem kona,“ sagði María Sjöfn Tipton. Áhersla druslugöngunnar í ár er á valdaójafnvægi. „Þó að viss vitundarvakning hafi átt sér stað nú þegar hvað varðar háa tíðni kynferðisofbeldis í samfélaginu þá eru valdakerfin okkar enn að bregðast þolendum og þess vegna þurfum við enn að ganga,“ sagði Lísa Margrét Gunnarsdóttir, einn skipuleggjenda göngunnar í samtali við fréttastofu. Skipuleggjendur hafi viljað skapa vettvang fyrir jaðarsetta til að koma saman og tjá sig. Enn sé langt í land. „Fólk er hikandi við að leggja fram kæru og það er yfirleitt ekki dæmt þolendum í vil og fordómarnir sem eru til staðar hjá valdhöfum eru ástæðan fyrir því að við göngum enn,“ sagði Lísa. Landsbyggðin tekur líka þátt Auk göngunnar í Reykjavík var gengið á Borgarfirði eystra, Húsavík og Sauðárkróki í dag. „Þannig að það er gaman að sjá að landsbyggðin er líka öflug í að taka upp þennan málstað og taka þennan slag.“ Jafnréttismál Reykjavík Druslugangan MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Fólk var með mismunandi ástæður fyrir mætingu sinni í gönguna en allir studdu þó sama málstað. „Þetta er svo þarft málefni og það þarf að vinna bug á þessari menningu sem hefur fengið að þrífast hér á Íslandi öll þessi ár,“ sagði Kristín Steinþórsdóttir, ein þeirra sem tóku þátt í göngunni, aðspurð hvers vegna það væri mikilvægt að mæta í gönguna. „Mig langar að sjá þessa samstöðu og kraftinn hjá fólkinu og vera til staðar og labba með,“ sagði Andrea Rói Sigurbjörns. „Af því að fatlað fólk á líka skilið að mæta á Druslugönguna af því að þau eru þolendur líka,“ sagði Dagmar Hákonardóttir og benti á mikilvæg skilaboð sem hún hafði skrifað á spjald sitt. „Það er ekki of seint að tjá sig, endilega tjáið ykkur.“ „Ég meina, ég hef þurft að kljást við þetta svo lengi og ég er ánægð með að styðja hvað sem er sem berst gegn kvenhatri. Allt þetta rugl og að kenna þolendum um og gera það erfiðara að ná fram réttlæti,“ sagði Eva Lucien Paz um hennar ástæðu fyrir þátttöku í göngunni. Það voru ekki allir gestir Druslugöngunnar sem vissu að hún væri til þegar þeir hófu göngu í dag. „Ég vissi ekki einu sinni að þetta væri til en þegar ég heyrði af þessu þá fannst mér þetta bara mjög góð hugmynd gott að vera að styðja,“ sagði Daníel Pétursson. „Mér finnst bara svo fáránlegt að þurfa að skammast mín sem kona,“ sagði María Sjöfn Tipton. Áhersla druslugöngunnar í ár er á valdaójafnvægi. „Þó að viss vitundarvakning hafi átt sér stað nú þegar hvað varðar háa tíðni kynferðisofbeldis í samfélaginu þá eru valdakerfin okkar enn að bregðast þolendum og þess vegna þurfum við enn að ganga,“ sagði Lísa Margrét Gunnarsdóttir, einn skipuleggjenda göngunnar í samtali við fréttastofu. Skipuleggjendur hafi viljað skapa vettvang fyrir jaðarsetta til að koma saman og tjá sig. Enn sé langt í land. „Fólk er hikandi við að leggja fram kæru og það er yfirleitt ekki dæmt þolendum í vil og fordómarnir sem eru til staðar hjá valdhöfum eru ástæðan fyrir því að við göngum enn,“ sagði Lísa. Landsbyggðin tekur líka þátt Auk göngunnar í Reykjavík var gengið á Borgarfirði eystra, Húsavík og Sauðárkróki í dag. „Þannig að það er gaman að sjá að landsbyggðin er líka öflug í að taka upp þennan málstað og taka þennan slag.“
Jafnréttismál Reykjavík Druslugangan MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira