Innlent

Druslu­gangan haldin í tíunda sinn

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Druslu­gangan haldin í tíunda sinn.
Druslu­gangan haldin í tíunda sinn. Vísir/Steingrímur Dúi

Druslugangan var haldin í tíunda sinn í dag eftir tveggja ára hlé. Mikill fjöldi fólks safnaðist saman við Hallgrímskirkju og gekk að Austurvelli þar sem var haldinn samstöðufundur með ræðuhöldum og tónlistarflutningi.

Í göngunni í ár var lögð áhersla á valdaójafnvægi og hafa skipuleggjendur sagt að mikil þörf sé á áframhaldandi umræðu, gangan eigi enn erindi í íslensku samfélagi.

Af samstöðufundi við Austurvöll.Steingrímur Dúi

„Þótt við höfum náð rosalega miklum árangri frá 2011 þegar gangan byrjar þá er svo langt í land. Það er svo fallegt að mæta þarna og finna stuðninginn. Við vitum það öll sem erum þarna að við erum öll tilbúin að standa með þolendum og við erum öll að berjast fyrir sama málstaðnum. Þetta er svo ótrúlega falleg heild og falleg orka sem myndast þarna. Þetta er mjög dýrmæt stund að eiga,“ sagði Inga Hrönn Jónsdóttir ein skipuleggjenda, við fréttastofu nú á dögunum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×