Erlent

Segir Rússa ræna börnum frá Úkraínu

Bjarki Sigurðsson skrifar
Toria Nuland segir að aðgerðir Rússa séu „Hitler-legar“
Toria Nuland segir að aðgerðir Rússa séu „Hitler-legar“ Getty/Kevin Dietsch

Toria Nuland, starfsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna, segir Rússa ræna börnum frá Úkraínu og láti rússneskar fjölskyldur ættleiða þau. Hún segir Rússa hafa alls rænt allt að þúsund börnum.

Nuland var gestur á öryggisráðstefnu í Aspen í dag og lét þessi orð falla. Hún sagði Rússa fyrst gera börnin að munaðarleysingjum með því að drepa foreldra þeirra og steli síðan sömu munaðarleysingjunum. 

Hún var ansi harðorð í garð Rússa á ráðstefnunni og sagði einnig að gjörðir Rússa eftir innrás sína í Úkraínu væru „Hitler-legar“, þá sérstaklega flokkunarbúðir sem þeir hafa sett upp fyrir þá sem koma til landsins frá Úkraínu.

Í dag var greint frá því að Rússland, Úkraína, Tyrkland og Sameinuðu þjóðirnar hefðu komist að samkomulagi sem gerir Úkraínu kleift að halda kornútflutningi sínum áfram. Nuland vill meina að Rússar hafi eingöngu skrifað undir samkomulagið vegna þrýstings frá umheiminum.

„Þetta hefði getað gerst auðveldlega, það hefði verið hægt að gera samninginn á bakhlið umslags um miðjan dag ef vilji væri fyrir hendi,“ segir Nuland en hún vill meina að Rússar hafi tafið undirritun samningsins verulega. „Nú eru Rússar skyldugir til að koma þessu í framkvæmd.“


Tengdar fréttir

Skrifa undir samning um út­flutning korns frá Úkraínu

Rússland, Úkraína, Tyrkland og Sameinuðu þjóðirnar munu í dag skrifa undir samning í Istanbúl sem gerir Úkraínu kleift að halda áfram kornútflutningi sínum. Rússar hafa haldið skipum Úkraínu  föstum í höfnum Svartahafs undanfarna mánuði sem hefur ógnað fæðuöryggi um allan heim.

Guter­res segir samninginn það mikil­vægasta sem hann hafi gert hjá SÞ

Fulltrúar Úkraínu, Rússlands, Tyrklands og Sameinuðu þjóðanna (SÞ) hafa undirritað samning sem mun greiða fyrir langþráðum útflutningi á korni frá Úkraínu. Samningurinn gerir Úkraínu kleift að flytja út um 20 milljón tonn af korni sem hafa lengi verið föst í höfnum landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×