Erlent

Rússar sakaðir um stór­tækan stuld á stáli

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Mikið er framleitt af stáli í Úkraínu. Rússar virðast helst njóta ávinnings af því þessa dagana.
Mikið er framleitt af stáli í Úkraínu. Rússar virðast helst njóta ávinnings af því þessa dagana. Dmytro Smolyenko/Getty

Forstjóri stærstu stálframleiðslu Úkraínu fullyrðir að Rússar séu að stela stáli frá verksmiðjum og af hafnarsvæðum í Úkraínu.

Stálið hefði átt að selja í Evrópu en Yuriy Ryshenkov, forstjóri Metinvest, segir að Rússar standi nú í flutningum á stálinu til heimalandsins og að verðmæti þýfisins sé um 600 milljónir bandaríkjadala. 

Rússar hafa ekki tjáð sig um þessar ásakanir en Metinvest átti meðal annars stáliðjuverið Azovstal þar sem hundruð almennra borgara höfðust við í loftvarnabyrgjum við slæman kost um margra vikna skeið. 

Ryshenkov segir að um 300 starfsmenn og 200 ættingjar starfsmanna hafi látið lífið í árás Rússa. Viðskiptavinir Metinvest í Evrópu höfðu þegar greitt fyrir stóran hluta stálsins sem Rússar hafa nú lagt hald á og segir Ryshenkov málsóknir nú í undirbúningi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×