Ræddi um heilsufar Schumacher: „Ég sakna hans ekki, ég hitti hann oft“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. júlí 2022 10:30 Jean Todt og Michael Schumacher unnu ófáa titlana saman. Clive Mason/Getty Images Jean Todt, fyrrum forseti alþjóða akstursíþróttasambandsins FIA og yfirmaður Ferrari-liðsins í Formúlu 1, segist ekki sakna sjöfalda heimsmeistarans Michael Schumacher þar sem þeir félagarnir hittist oft. Todt var yfirmaður Ferrari-liðsins þegar Schumacher var fenginn þangað frá Benetton og hann var yfirmaður liðsins þegar Schumacher varð fyrsti ökuþórinn í sögunni til að vinna fimm heimsmeistaratitla í röð frá árinu 2000 til 2004. Schumacher vann í heildina sjö heimsmeistaratitla og er af flestum talinn einn besti ökuþór sögunnar. Lítið hefur þó heyrst af Þjóðverjanum eftir að hann lenti í skíðaslysi árið 2013. Schumacher slasaðist þá alvarlega á höfði í frönsku ölpunum og var í kjölfarið haldið sofandi í um sex mánuði. Fjölskylda hans hefur viljað halda ástandi Schumacher fyrir sig, en þó hafa borist fréttir af því að hann eigi erfitt með hreyfingar, tal og minni. Schumacher hefur ekki sést opinberlega síðan hann lenti í slysinu. Todt sagði þó nokkur orð um vin sinn í samtali við þýska miðilinn NTV í gær. Hann segist hitta sinn gamla félaga reglulega og gaf í skyn að hann sé í það minnsta nógu heilsuhraustur til að fylgjast með tímabilinu í Formúlu 1. „Ég sakna hans ekki, ég hitti hann oft,“ sagði Todt. „En auðvitað sakna ég þess sem við gerðum saman á árum áður.“ „Já, það er satt. Ég horfi á keppnirnar með honum,“ bætti Todt við. Fylgist með syninum Mick Schumacher, sonur Michael Schumacher, er meðal keppenda í Formúlu 1. Hann ekur fyrir Haas og nældi sér í sín fyrstu stig á ferlinum þegar hann hafnaði í áttunda sæti á Silverstone brautinni fyrr í þessum mánuði. Hann fylgdi því svo eftir með því að hafna í sjötta sæti viku síðar og Todt segir að þeir félagarnir fylgist vel með drengnum. „Ég var svo glaður þegar ég sá hann taka stigasæti í seinustu tveim keppnum,“ sagði Todt um Mick Schumacher. „Hann hefur verið undir mikilli og ósanngjarnri pressu. Ég vona innilega að hann fái tækifæri til að keyra bestu bílana. Þá mun hann geta unnið keppnir og titla,“ sagði Todt að lokum. Akstursíþróttir Þýskaland Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Enski boltinn Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Todt var yfirmaður Ferrari-liðsins þegar Schumacher var fenginn þangað frá Benetton og hann var yfirmaður liðsins þegar Schumacher varð fyrsti ökuþórinn í sögunni til að vinna fimm heimsmeistaratitla í röð frá árinu 2000 til 2004. Schumacher vann í heildina sjö heimsmeistaratitla og er af flestum talinn einn besti ökuþór sögunnar. Lítið hefur þó heyrst af Þjóðverjanum eftir að hann lenti í skíðaslysi árið 2013. Schumacher slasaðist þá alvarlega á höfði í frönsku ölpunum og var í kjölfarið haldið sofandi í um sex mánuði. Fjölskylda hans hefur viljað halda ástandi Schumacher fyrir sig, en þó hafa borist fréttir af því að hann eigi erfitt með hreyfingar, tal og minni. Schumacher hefur ekki sést opinberlega síðan hann lenti í slysinu. Todt sagði þó nokkur orð um vin sinn í samtali við þýska miðilinn NTV í gær. Hann segist hitta sinn gamla félaga reglulega og gaf í skyn að hann sé í það minnsta nógu heilsuhraustur til að fylgjast með tímabilinu í Formúlu 1. „Ég sakna hans ekki, ég hitti hann oft,“ sagði Todt. „En auðvitað sakna ég þess sem við gerðum saman á árum áður.“ „Já, það er satt. Ég horfi á keppnirnar með honum,“ bætti Todt við. Fylgist með syninum Mick Schumacher, sonur Michael Schumacher, er meðal keppenda í Formúlu 1. Hann ekur fyrir Haas og nældi sér í sín fyrstu stig á ferlinum þegar hann hafnaði í áttunda sæti á Silverstone brautinni fyrr í þessum mánuði. Hann fylgdi því svo eftir með því að hafna í sjötta sæti viku síðar og Todt segir að þeir félagarnir fylgist vel með drengnum. „Ég var svo glaður þegar ég sá hann taka stigasæti í seinustu tveim keppnum,“ sagði Todt um Mick Schumacher. „Hann hefur verið undir mikilli og ósanngjarnri pressu. Ég vona innilega að hann fái tækifæri til að keyra bestu bílana. Þá mun hann geta unnið keppnir og titla,“ sagði Todt að lokum.
Akstursíþróttir Þýskaland Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Enski boltinn Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira