Fótbolti

Aldrei fleiri horft á leik á EM kvenna en þegar Ís­land og Frakk­land mættust

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Íslensku stuðningsmennirnir settu sterkan svip á leiki Íslands á EM. Þau sem ekki fóru út horfðu spennt heima á Íslandi.
Íslensku stuðningsmennirnir settu sterkan svip á leiki Íslands á EM. Þau sem ekki fóru út horfðu spennt heima á Íslandi. VÍSIR/VILHELM

Sett var met yfir landsleik Íslands og Frakklands í lokaumferð D-riðils Evrópumóts kvenna í fótbolta. Aldrei hafa fleiri Íslendingar horft á leik á EM kvenna.

Ísland var að taka þátt á EM í fjórða sinn nú en segja má að áhuginn fyrir íslenska landsliðinu, og mótinu almennt, hafi sjaldan eða aldrei verið meiri. Fjöldi Íslendinga fór út til að sjá stelpurnar okkar spila en þau sem heima voru fylgdust með í sjónvarpinu.

Alls horfðu 68 prósent þjóðarinnar á jafnteflið gegn Frökkum en á öðrum degi hefði það mögulega dugað til að koma liðinu í 8-liða úrslit mótsins. Það dugði því miður ekki að þessu sinni og Ísland því á leiðinni heim.

Valgeir Vilhjálmsson, markaðsstjóri RÚV, vakti athygli á þessu á Twitter-síðu sinni. Gamla metið var einnig í leik gegn Frakklandi en það kom árið 2017. Þá tapaði Ísland hins vegar 0-1 á EM í Hollandi.


Tengdar fréttir

Myndasyrpa: Kveðjustund Íslands á EM

Þrátt fyrir að hafa ekki tapað leik á EM féll Ísland úr keppni í gærkvöld eftir 1-1 jafntefli við Frakkland í þriðja og síðasta leik sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×