Fótbolti

Sjáðu mörkin úr jafn­teflinu gegn Frakk­landi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Dagný skoraði af öryggi.
Dagný skoraði af öryggi. Vísir/Vilhelm

Ísland féll úr leik á Evrópumóti kvenna í fótbolta eftir 1-1 jafntefli gegn Frakklandi þar sem Belgía vann nauman 1-0 sigur á Ítalíu. Hefði þeim leik einnig lokið með jafntefli hefði Ísland komist í 8-liða úrslit. Hér að neðan má sjá mörkin úr leikj Íslands og Frakklands.

Ísland gat vart byrjað verr en Frakkland skoraði á fyrstu mínútu leiksins.

Frakkland bætti við öðru marki í síðari hálfleik en það var dæmt af vegna rangstöðu.

Aftur skoraði Frakkland og aftur var það dæmt af.

Ísland fékk vítaspyrnu í uppbótartíma. Dagný Brynjarsdóttir fór á punktinn og skoraði af öryggi. Því miður dugði það ekki til þar sem leikurinn var flautaður af í kjölfarið og lauk því með 1-1 jafntefli.


Tengdar fréttir

Ein­kunnir: Margar sem spiluðu vel en Gló­dís Perla bar af

Það var allan tímann ljóst að það yrði á brattann að sækja fyrir íslensku stelpurnar í kvöld gegn gríðarsterku liði Frakklands. Til að gera brekkuna töluvert brattari þá skoruðu Frakkar fyrsta mark leiksins strax áður en fyrsta mínúta leiksins var liðin.

Twitter um leikinn við Frakka | Takk stelpur

Ísland átti séns á að komast áfram í 8-liða úrslit á EM 2022 í Englandi þegar leikið var við sterkt lið Frakka sem þó gerði sex breytingar á liði sínu. Leikurinn endaði 1-1 en Belgar unnu Ítali og því eru Stelpurnar okkar úr leik. Twitter þjóðin var að sjálfsögðu með sínar skoðanir á því sem fór fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×