Fótbolti

Messi neitar að skrifa undir nýjan samning

Atli Arason skrifar
Lionel Messi ætlar að skoða samningstilboð PSG eftir HM í Katar.
Lionel Messi ætlar að skoða samningstilboð PSG eftir HM í Katar. AP Photo/Jean-Francois Badias

Lionel Messi, leikmaður PSG, ætlar ekki að skrifa undir nýjan samning við liðið og hefur gefið PSG þau skilaboð að hann ætlar að skoða samningamál sín eftir HM í Katar.

Franska liðið vill framlengja samning Messi um að minnsta kosti eitt ár. Núverandi samningur Messi rennur út eftir næsta tímabil, í júní 2023.

Leikmaðurinn skrifaði undir tveggja ára samning við PSG þegar hann kom frá Barcelona á síðasta ári, með möguleika á eins árs framlengingu.

Messi neitar að skoða samningstilboð PSG og ætlar að bíða þangað til HM í Katar klárast en mótinu lýkur þann 18. Desember. Þann 1. janúar má Messi einnig hefja samningaviðræður við önnur félög utan Frakklands, þar sem þá eru minna en sex mánuðir í að samningurinn hans rennur út. Argentínska goðsögnin virðist því ætla að skoða hvaða valmöguleikar munu bjóðast honum þá.

Það er mikill áhugi fyrir því að fá Messi í MLS deildina í Bandaríkjunum en einnig hefur hann verið orðaður við endurkomu til Barcelona, þegar fjárhagur liðsins batnar. Sky Sports greinir frá málinu.

Á síðasta leiktímabili skoraði Messi 11 mörk fyrir PSG í 34 leikjum í öllum keppnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×