Lukaku: Mistök að fara til Chelsea Atli Arason skrifar 15. júlí 2022 18:15 Romelu Lukaku er enn þá samningsbundinn Chelsea en leikur á láni hjá Inter á næsta leiktímabili. Getty Images Romelu Lukaku, leikmaður Inter Milan, segir það hafa verið mistök að yfirgefa Inter til að ganga til liðs við Chelsea síðasta sumar. Leikmaðurinn er nú kominn aftur til Inter á láni frá Chelsea eftir að enska félagið gerði hann að dýrasta leikmanni í sögu félagsins þegar það borgaði Inter 100 milljónir evra fyrir Lukaku í ágúst 2021. Lánssamningurinn kostar Inter um 8 milljónir evra. Lukaku var á meðal nokkra leikmanna Inter að kynna nýju treyju liðsins fyrir næsta tímabil. Framherjinn þrýsti sjálfur á félagaskipti sín frá Inter til Chelsea í fyrra en segir núna það hafa verið mistök að yfirgefa Inter fyrir Chelsea. „Ég fór. Það voru mistök, er það ekki Nico?“ grínaðist Lukaku með liðsfélaga sínum Nicolo Barella. „Núna er ég glaður yfir því að klæðast treyju Inter aftur. Liðið veit hvað það þarf að gera á næsta tímabili, sem verður stór áskorun fyrir okkur,“ bætti hann við. „Mílan er yndisleg borg og það er ástæðan fyrir því að ég losaði mig ekki við gömlu íbúðina mína þegar ég fór til London. Móðir mín var alltaf að koma hingað og ég vissi að mig myndi langa að koma hingað aftur“ Lukaku lék með Inter á árunum 2019-2021 eftir að hafa skipt yfir frá Manchester United. Í 72 leikjum í Seríu A skoraði hann 47 mörk fyrir Inter en Belginn olli vonbrigðum á Englandi þar sem hann skoraði einungis 8 mörk í 26 deildarleikjum í ensku úrvalsdeildinni á síðasta leiktímabili og þurfti að sætta sig við að verma varamannabekkinn seinni hluta tímabilsins. Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, hafði áður sagt að Lukaku gæti átt framtíð hjá Chelsea eftir lánssamninginn við Inter en þessi ummæli framherjans munu sennilega ekki falla vel í kramið hjá bæði stuðnings- og forráðamönnum enska félagsins. Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Sjá meira
Leikmaðurinn er nú kominn aftur til Inter á láni frá Chelsea eftir að enska félagið gerði hann að dýrasta leikmanni í sögu félagsins þegar það borgaði Inter 100 milljónir evra fyrir Lukaku í ágúst 2021. Lánssamningurinn kostar Inter um 8 milljónir evra. Lukaku var á meðal nokkra leikmanna Inter að kynna nýju treyju liðsins fyrir næsta tímabil. Framherjinn þrýsti sjálfur á félagaskipti sín frá Inter til Chelsea í fyrra en segir núna það hafa verið mistök að yfirgefa Inter fyrir Chelsea. „Ég fór. Það voru mistök, er það ekki Nico?“ grínaðist Lukaku með liðsfélaga sínum Nicolo Barella. „Núna er ég glaður yfir því að klæðast treyju Inter aftur. Liðið veit hvað það þarf að gera á næsta tímabili, sem verður stór áskorun fyrir okkur,“ bætti hann við. „Mílan er yndisleg borg og það er ástæðan fyrir því að ég losaði mig ekki við gömlu íbúðina mína þegar ég fór til London. Móðir mín var alltaf að koma hingað og ég vissi að mig myndi langa að koma hingað aftur“ Lukaku lék með Inter á árunum 2019-2021 eftir að hafa skipt yfir frá Manchester United. Í 72 leikjum í Seríu A skoraði hann 47 mörk fyrir Inter en Belginn olli vonbrigðum á Englandi þar sem hann skoraði einungis 8 mörk í 26 deildarleikjum í ensku úrvalsdeildinni á síðasta leiktímabili og þurfti að sætta sig við að verma varamannabekkinn seinni hluta tímabilsins. Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, hafði áður sagt að Lukaku gæti átt framtíð hjá Chelsea eftir lánssamninginn við Inter en þessi ummæli framherjans munu sennilega ekki falla vel í kramið hjá bæði stuðnings- og forráðamönnum enska félagsins.
Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Sjá meira