Fótbolti

Of stutt á milli leikja fyrir aldursforseta liðsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sif Atladóttir í fyrsta leiknun á móti Belgíu en með henni er Sandra Sigurðardóttir.
Sif Atladóttir í fyrsta leiknun á móti Belgíu en með henni er Sandra Sigurðardóttir. Vísir/Vilhelm

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, var ánægður með frammistöðu Elísu Viðarsdóttur á móti Ítalíu í dag en hún var eini leikmaðurinn sem kom inn í byrjunarliðið.

Þorsteinn setti Sif Atladóttur á bekkinn og Elísu inn í hægri bakvörðinn.

„Elísa var fín í dag, barðist vel og skilaði sínu,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi eftir leikinn.

Þar kom líka í ljós af hverju Sif var ekki með.

„Ástæðan er bara að ég taldi að það væri of stutt á milli leikja fyrir Sif til að spila tvo leiki. Ef ég myndi spila henni hérna þá væri hún off í næsta leik. Ég þurfti því að taka ákvörðun hvernig ég myndi tækla þetta,“ sagði Þorsteinn.

Sif er elsti leikmaður liðsins en hún heldur upp á 37 ára afmælið sitt á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×