Fótbolti

Hvað sagði þjóðin á Twitter? | „Sandra geggjuð! Annað bara lélegt.“

Árni Jóhannsson skrifar
Íslenska liðið fagnar marki liðsins vel
Íslenska liðið fagnar marki liðsins vel Vísir/Vilhelm Gunnarsson

Ísland tók á móti Ítalíu í öðrum leik sínum á EM í fótbolta fyrr í dag. Leikar enduðu með jafntefli í svekkjandi leik 1-1. Eins og venja er þá höfðu bæði leikmenn og lærðir skoðun á leiknum, lögðu mat á frammistöðuna og sýndu frá stemmningunni.

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, fór og heilsaði upp á leikmenn liðsins fyrir leik en með í för var Lilja Alfreðsdóttir ráðherra menningar og viðskipta. Þau stöppuðu stálinu í stelpurnar og smökkuðu á stemmningunni.

Útvarpsmaðurinn Heiðar Austamann var klár mjög snemma í leikinn og klæddur í rétta gallann.

Utanríkisráðuneytið hélt áfram að fræða fylgjendur sína um þýðingu íslenskra orða og nafna og nú var það þráður um það hvað íslensk kvenmannsnöfn þýða.

Eins og oft áður þá tóku Íslendingarnir yfir aðdáendasvæðið.

Sem betur fer kannski vorum við ekki að spila við Frakka í dag.

Það tók Stelpurnar okkar ekki nema 2 mínútur og 38 sekúndur að komast yfir. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom okkur yfir með frábæru skoti.

Reynt var að höndla stressið með gríni og landafræði.

Dómarinn fór í taugarnar á fólki. Bæði á vellinum og í stofunni og það var skiljanlegt.

Það var ánægja með leik liðsins í hálfleik en Íslendingar leiddu 1-0. Það mátti þó alltaf bæta sig.

Svo dundi ógæfan yfir. Dauðafæri fór forgörðum og Ítalir gengu á lagið og jöfnuðu metin strax í næstu sókn.

Sandra Sigurðardóttir í marki Íslendinga var frábær í markinu í dag.

Mikið stress greip um sig á lokamínútunum.

Þær voru blendnar tilfinningar í lok leiks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×