Fótbolti

Yorke ráðinn lands­liðs­þjálfari heima­landsins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dwight Yorke í baráttu við Peter Crouch í leik Trínidad og Tóbagó og Englands á HM 2006. Englendingar unnu leikinn, 2-0.
Dwight Yorke í baráttu við Peter Crouch í leik Trínidad og Tóbagó og Englands á HM 2006. Englendingar unnu leikinn, 2-0. getty/Ben Radford

Dwight Yorke, fyrrverandi leikmaður Manchester United, Aston Villa og fleiri liða, hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Trínidad og Tóbagó.

Yorke er frá Trínidad og Tóbagó og lék 72 leiki og skoraði nítján mörk fyrir landslið þjóðarinnar á árunum 1989-2009. Hann var meðal annars fyrirliði Trínidad og Tóbagó á HM 2006.

„Ég er stoltur og þakklátur að fá þann heiður að stýra landsliði Trínidad og Tóbagó. Ég hlakka mikið til að fá tækifæri til að vinna með þessum hæfileikaríka og samrýmda hópi leikmanna,“ sagði Yorke.

Þetta er annað þjálfarastarf Yorkes en hann stýrði Macarthur í Ástralíu 2022-23. Liðið vann tíu af nítján leikjum undir hans stjórn.

Trínidad og Tóbagó er í 102. sæti á styrkleikalista FIFA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×