Fótbolti

Reynir að gefa stráknum sínum upplifun sem hún fékk aldrei sjálf

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dagný Brynjarsdóttir með Brynjari syni sínum eftir Belgíuleikinn.
Dagný Brynjarsdóttir með Brynjari syni sínum eftir Belgíuleikinn. Vísir/Vilhelm

Dagný Brynjarsdóttir fékk Brynjar son sinn í fangið strax eftir fyrsta leik íslenska landsliðsins á EM í Englandi.

Fyrir tveimur vikum þurfti hún að skilja hann eftir á Íslandi og það er ekki oft sem þau hafa verið svona lengi í burtu frá hvoru öðru.

Það var því stór stund eftir leik þegar mæðginin hittust á ný. Hvernig var þetta fyrir hana sjálfa?

Dagný Brynjarsdóttir og Sif Atladóttir með börnin sín eftir Belgíuleikinn.Vísir/Vilhelm

„Ótrúlega gaman og gaman að geta gefið honum það tækifæri. Mig dreymdi um það þegar ég var lítil að vera boltasækir eða leiða inn á völlinn. Ég fékk það aldrei og það er gaman að geta gefið honum stærri upplifanir sem var eitthvað sem mig dreymdi um sem barn,“ sagði Dagný.

„Þau komu upp á hótel í smástund fyrir leik en ég var ekki búinn að hitta hann í tvær vikur. Það var ótrúlega gaman að ná nokkrum mínútum með honum inn á,“ sagði Dagný.

Dagný fékk líka að eyða meiri tíma með Brynjari og fjölskyldu sinni á þriðjudaginn sem var frídagur hjá stelpunum okkar.

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir Vilhelms Gunnarssonar af mæðginunum saman.

Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×